Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Síða 24

Víkurfréttir - 30.03.2017, Síða 24
24 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Þríþrautardeild UMFN, 3N, lét gott af sér leiða á dögunum og veitti tvo styrki, annars vegar til Hjólakrafts og hins vegar til Jóhanns Rúnars Krist- jánssonar sem undanfarið hefur safnað sér fyrir handhjóli. Styrkirnir eru ágóði af hjólreiðakeppninni Geysi Reykjanesmóti sem haldin er í Sand- gerði á hverju vori. Jóhann lamaðist fyrir neðan brjóst í mótorhjólaslysi í maí 1994 og hefur notast við hjólastól síðan. Hann hefur því aðeins getað stundað útivist að takmörkuðu leiti í hjólastól. Undan- farna mánuði hefur hann safnað fyrir handhjóli og segir styrkinn frá 3N því koma sér vel. „Mig langar til að geta farið út að hjóla með konunni minni og krökkunum. Svona hjól kostar rúma milljón og það er meira en ég ræð við,“ segir hann. Að sögn Jóhanns tekur Tryggingastofnun ekki þátt í kaupum á handhjóli, heldur einungis í kaupum á lífsnauðsynlegum búnaði eins og hjólastól. Hjólið sem Jóhann er að safna fyrir er frá Þýskalandi og heitir Hase bike. Hann er nú langt kominn með söfnunina og vilji fólk leggja henni lið má leggja framlög inn á eftirfarandi reikning: 0542-14- 407373 kt. 221273-3629. 3N veitti einnig styrk til Hjólakrafts en það er verkefni á vegum Þor- valdar Daníelssonar sem miðar að því virkja ungt fólk til hjólreiða. Þor- valdur býður upp á hjólreiðaæfingar fyrir börn í bæjarfélögum víða um landið, þar á meðal í Grindavík, Garði og Sandgerði. Hann kemur með racer- hjól á æfingarnar og er kostnaðurinn við verkefnið því þó nokkur og ljóst að styrkurinn frá 3N kemur sér vel fyrir starfið. Þorvaldur segir fjármögnun á verkefninu geta verið höfuðverk en að hann hafi verið einstaklega hepp- inn í gegnum tíðina og fengið styrki víða að. Eftirspurn eftir æfingum Hjólakrafts er mikil og reglulega fær Þorvaldur fyrirspurnir frá fólki um landið um það hvort Hjólakraftur sé væntanlegur. Að sögn Þorvaldar er þátttaka í Hjólakrafti fyrir mörgum leið til sigrast á sjálfum sér. „Í upphafi miðaðist verkefnið við að ná til krakka sem hafa átt í erfiðleikum með sjálf sig og til dæmis lokað sig af í tölvuleikjum eða öðru. Síðan hefur hópurinn orðið æ fjölbreyttari.“ Hann kveðst oft sjá mun á krökkum eftir að þau byrja að taka þátt í Hjólakrafti. Til dæmis taki mörg þeirra framförum í námi enda sé ljóst að útiveran, áreynslan og ekki síst félagsskapurinn hafi góð áhrif. ●● 3N●styrkja●kaup●á●handhjóli●og●Hjólakraft ÁGÓÐI AF HJÓLREIÐAKEPPNI TIL EFLINGAR Á HJÓLREIÐUM Svanur Már Scheving afhenti Jóhanni styrkinn fyrir hönd 3N. Handhjólið sem Jóhann safnar nú fyrir kostar um eina milljón króna. VF-mynd/dagnyhulda Þorvaldur Daníelsson tekur við styrknum 3N. Svanur Már Scheving afhenti fyrir hönd 3N, þríþrautar- deildar UMFN. VF-mynd/dagnyhulda Hjólreiðakeppnin Geysir Reykjanesmótið er haldin árlega í Sandgerði. Styrkirnir sem veittir voru á dögunum voru ágóði af keppninni í fyrra. Næsta keppni verður haldin 7. maí næstkomandi. Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kaupum á handhjóli og því ákvað Jóhann að safna fyrir hjóli eins og því á myndinni. Airport fashion er norsk keðja sem er með glæsilega verslun á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfi- leika og þægilega framkomu, um er að ræða sumarstörf . Okkur vantar starfsfólk bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu, umsækjendur þurfa að vera eldri en 20 ára. Íslenskukunnátta er skilyrði. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á inga.reynisdottir@airportretail.is ATVINNA Fimmta apótekið í Reykjanesbæ, Reykjanesapótek, opnar á morgun, föstudag, að Hólagötu 15 í Njarðvík. Njarðvíkingurinn og lyfjafræðingur- inn Sigríður Pálína Arnardóttir, sem er nýkomin heim frá Noregi, er eig- andi apóteksins. Reykjanesapótek verður grænt apó- tek, sem flokkar og endurnýtir, selur náttúrulyf og verður með grænt bókhald í samstarfi við Umhverfis- stofnun. „Við munum vera með náttúru- lyf, vítamín og svo verð ég aðeins með hómópatíu. Það er gaman að leiðbeina fólki í sambandi við heil- brigðan lífsstíl,“ segir Sigríður. Hún segir þau ætla að halda vöru- verði í lágmarki og þjónusta alla í heimabyggðinni. „Við ætlum líka að vera með dýralyf, eftir þörfum, þjóna skólunum og íþróttahreyfing- unni og vera með það sem íþrótta- fólkið okkar þarf. Mig langar líka að reyna að veita skipunum góða þjónustu. Ég er vön því að fara um borð í bátana og hefði gjarnan áhuga á að taka þátt í því,” segir Sigríður. Opið verður 9-18 á virkum dögum en 12-16 um helgar. Þó mun apó- tekið bjóða upp á þá þjónustu að geta hringt eftir lokunartíma og fengið aðstoð þegar þörf er á. „Það er svolítil eftirspurn eftir því að hafa opið til 21. Við ætlum að reyna að þjónusta viðskiptavini með allt sem þeir óska eftir að fá í apótekum.“ Fimmta apótekið í Reykjanesbæ verður grænt ●● Sigríður●Pálína●opnar●Reykjanesapótek●● í●Sjálfstæðishúsinu●í●Njarðvík Sigríður Pálína ásamt starfsmönnunum Ósk Þóhallsdóttur og Ásrúnu Karlsdóttur.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.