Víkurfréttir - 30.03.2017, Page 25
25fimmtudagur 30. mars 2017 VÍKURFRÉTTIR
Ferðamálastofa hefur gengið til
samninga um gerð stefnumarkandi
stjórnunaráætlana í öllum lands-
hlutum. Þetta er eitt stærsta verk-
efni á sviði ferðaþjónustu sem ráðist
hefur verið í hér á landi. Samið verður
við markaðsstofur landshlutanna
og Höfuðborgarstofu um að leiða
vinnuna í hverjum landshluta.
Þuríður H. Aradóttir Braun, for-
stöðumaður Markaðsstofu Reykja-
ness, segir í samtali við Víkurfréttir að
Reykjanes standi ótrúlega vel gagnvart
þessu verkefni. „Styrkleikinn okkar er
að við erum með einstakt jarðfræði-
legt fyrirbrygði og öll uppbygging
áfangastaða er unnin út frá því. Þó
að svæðið sé lítið þá erum við ótrú-
lega vel stödd. Við erum ekki búin að
ganga of langt og getum ennþá sagt að
við eigum svo mikið inni. Fólk er farið
að taka meira eftir okkur og það sem
er meira í umræðunni er auðveldara
að selja.“
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri,
segir að verkefnið sé unnið á for-
sendum heimafólks á hverjum stað og
að horft sé til þarfa þeirra, fyrirtækja
og umhverfisþátta jafnt sem gesta.
Gert er ráð fyrir því að áætlanagerð-
inni sjálfri ljúki á árinu 2018. „Niður-
stöðurnar munu stuðla að mark-
vissri þróun ferðaþjónustu í hverjum
landshluta og auðvelda opinbera
ákvarðanatöku sem snýr til dæmis að
skipulagsmálum, uppbyggingu þjón-
ustu, aðgangsstýringu og markaðs-
áherslum,“ segir Ólöf.
Svæðisbundin þróun hefur verið
eitt af áherslusviðum Ferðamála-
stofu undanfarin misseri og hefur
þetta verkefni verið í undirbúningi
hjá stofnuninni síðan í upphafi árs
2015, en Ferðamálastofa og Stjórnstöð
ferðamála hafa átt samvinnu um gang-
setningu verkefnisins.
Ferðamálastofa fjármagnar verkefnið
og heldur utan um framkvæmd þess.
Stofnunin mun þannig beina 100
milljónum króna af verkefnafé sínu til
framkvæmdarinnar á næstu 12 mán-
uðum.
Umfangsmikil áætl-
unargerð um land allt
Umhverfis- og skipulagsráð Reykja-
nesbæjar telur farsælast að fresta deili-
skipulagsbreytingu við Reykjanes-
vita á meðan unnið er að greiningu
á því hvort breyta skuli aðalskipulagi
sveitarfélagsins, sem heimili m.a. upp-
byggingu á gistiaðstöðu á Reykjanesi.
Lýsing á deiliskipulagsbreytingu var
send til umsagnar eigenda fasteigna
innan deiliskipulagsmarka, Skipu-
lagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Um-
hverfisstofnunar, Minjastofnunar,
Ferðamálastofu, Grindavíkurbæjar,
Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirlits
Suðurnesja og Ferðamálasamtaka
Reykjaness. Einnig var hún auglýst
fyrir almenning.
Umsagnir bárust frá Skipulags-
stofnun, Vitaverðinum ehf. og Vega-
gerðinni sem ekki gerði athugasemdir.
Skipulagsstofnun og Vitavörðurinn
ehf. telja að fyrirhuguð áform um
stækkun tjaldsvæðis og bygging
gistihúsa séu í ósamræmi við stefnu
gildandi aðalskipulags og nýrrar aðal-
skipulagstillögu.
Umhverfis- og skipulagsráð vísaði
málinu til stýrihóps endurskoðunar
aðalskipulags til ákvörðunar um hvort
breyta eigi aðalskipulagi vegna þessa
máls. Ráðgjafi stýrihóps lagði fram
eftirfarandi tillögu:
„Við kynningu á skipulags- og mats-
lýsingu vegna fyrirhugaðrar deili-
skipulagsbreytingar bárust m.a. at-
hugasemdir frá Skipulagsstofnun og
eiganda húsnæðis við Reykjanesvita.
Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð
deiliskipulagsbreyting sé ekki í sam-
ræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar
2008-2024 eða tillögu að aðalskipulagi
sem nú er í vinnslu. Þá óska eigendur
íbúðarhúsnæðis við Reykjanesvita
eftir að í deiliskipulagsbreytingu verði
tekið til skoðunar áform þeirra við
uppbyggingu í tengslum við ferða-
þjónustu.“
Farsælast að fresta vinnu
við deiliskipulag á Reykjanesi
Frá Reykjanesi. Þar eru í gangi verulegar framkvæmdir og einnig í pípunum.
VF-mynd/pket.
Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is
Suðurnesjamagasín
fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 á Hringbraut og vf.is
ARONKRO
SS
AR
AK
ÓN
GU
RI
NN TVÖFÖLD
BRAUT
HVAÐ ER HS ORKA?
Suðurnesjamagasín í Svartsengi
FERMINGAR
FYRR OG NÚ
Á SUÐURNESJUM
Þetta höfðu þau
að segja eftir
borgarafundinn
í Stapa