Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 30.03.2017, Qupperneq 26
26 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is Eftir sjö ára fjarveru frá motocross hefur Suðurnesjamaðurinn Aron Ómarsson ákveðið að draga hjólið úr bílskúrnum og keppa á einu erf- iðasta móti heims, RedBull Romani- acs sem fram fer í Rúmeníu í sumar. Aron hafði mikla yfirburði í íþrótt- inni þegar hann ákvað að hætta ungur að aldri. Nú er hann kominn í gírinn á ný og æfir af kappi, svona eins og aðstæður leyfa á elstu mo- tocross-braut landsins ofan við Sól- brekku. Aron hóf að hjóla 12 ára gamall. Þá hafði hann lítinn áhuga á því að fara í bústað með foreldrum sínum hverja helgi og því brugðu foreldrarnir á það ráð að reyna að freista stráksins. Þau hugðust kaupa handa honum vespu og lokka hann þannig með sér í sveitina. Vespan reyndist óvart vera krossari og Aron féll strax fyrir hjólinu. „Það leið ekki á löngu þar til ég heimtaði að fá að taka hjólið heim og þá var ekki aftur snúið, hjólið fór aldrei aftur upp í sumarbústað,“ segir Aron sem er nú 15 árum síðar margfaldur Íslands- meistari sem hefur keppt víðs vegar um heiminn. Löggan elti hann á röndum Aron ásamt föður sínum stóð að stofnun akstursíþróttafélags, (Véhjóla- félag Reykjaness) en Aron var þá 15 ára gamall. Hann hyggst taka við for- mennsku í því félagi aftur og rífa upp starfsemina. „Þegar ég var að byrja þá vissi enginn hvað þetta sport var. Þetta var með þann stimpil á sér að það væru bara vandræðapésar sem áttu krossara. Ég man að þegar ég var um 13 ára þá voru þrír af fjórum lög- reglubílum á svæðinu stanslaust að eltast við mig. Sportið var ekki viður- kennt og maður mátti hvergi vera,“ segir Aron léttur. Hann var vanur að leika sér í gömlu gryfjunum utan við Grindavík þar sem torfærukeppnir voru haldnar áður fyrr. Brautin við Sólbrekku sem hann æfir á núna er rétt við Reykjanesbrautina en hún er sú elsta á landinu en þar á Aron heimavöll. Allt í botni eða stopp Aron var búinn að vinna allt sem hægt er á heimaslóðum og samkeppnin var ekki mikil. Hann ákvað að reyna fyrir sér í atvinnumennsku í Belgíu en meiddist þar. „Það gekk ekki alveg nógu vel úti og það var ekki mikið fyrir mig hérna heima. Ég var búinn að fá leið og ákvað að koma mér heim og mennta mig og lagði þetta alveg á hilluna.“ Síðan eru sjö ár. Undanfarið ár hefur áhuginn þó kviknað aftur og Aron hefur dvalið talsvert í Rúmeníu. Aron fór í hjólaferð til Rúmeníu ásamt félögum sínum en þar hrifust menn af Aroni og vildu ólmir fá hann til þess að keppa í þessari erfiðu keppni. „Ég þurfti að taka fram skóna á ný, fá mér hjól og byrja að undirbúa mig. Ég viðurkenni það að maður er aðeins ryðgaður, það eru liðin sjö ár. Þessi keppni sem ég er að fara í er erfiðasta keppni sinnar tegundar í heiminum.“ Aron hefur því ekki langan tíma til þess að undirbúa sig á meðan keppi- nautar hans, sem flestir eru atvinnu- menn, æfa við góðar aðstæður í heitari löndum. Aron segir að það séu bara til tvær stillingar á honum sjálfum, allt í botni eða stopp. Hann var t.a.m. búinn að kaupa sér hjól og ráða þjálf- ara og allt en mundi þá að hann átti lítið af græjum orðið. Hann hafði ekki krók á bílnum né kerru til þess að flytja hjólið sem hann var að kaupa. Þegar seljandinn ætlaði svo að senda það til hans áttaði Aron sig á því að hann var ekki einu sinni með bílskúr. Mikill búnaður fylgir þessu og mikil vinna sem búnaðinum fylgir þannig að fyrirhöfnin að bregða sér á æfingu er mikil. „Ég er að verða þrítugur og að fá þetta tækifæri, maður getur ekki látið það fram hjá sér fara. Svona tæki- færi kemur einu sinni á lífstíð,“ segir þessi öflugi íþróttamaður Í motocrossi er keppt á sömu braut- inni hring eftir hring. Á mótinu sem Aron er að fara í er keppt í 150-200 km leiðum á hverjum degi þar sem farið er yfir fjöll og firnindi. Hann er því á hjólinu 8 til 10 klukkutíma á dag. Það er í raun erfitt að útskýra hversu erfið íþróttin er en hún er jafnan talin ein sú mest krefjandi í heiminum. „Fólk heldur að maður sitji bara á hjólinu og gefi í. Ég las það á sínum tíma að þetta væri önnur erfiðasta íþrótt í heim- inum,“ segir Aron sem hefur stundað crossfit undanfarin ár og æft þar af kappi. Hann segir þó að hann hafi fundið fyrir alls kyns nýjum vöðvum þegar hann fór að hjóla aftur. Neist- inn er kominn aftur hjá meistaranum fyrrverandi en hann eyðir öllum dauðum stundum við æfingar. „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Ég reyndi að stunda hópíþróttir en ég fann mig í þessu. Þetta er mikil útivera. Maður er einn á hjólinu í algjöru frelsi og getur farið þangað sem maður vill,“ segir hann aðspurður um hvað heilli við motocross. Nánast öll bein brotin Aron var alltaf kaldur og lét sig fljót- lega vaða út í erfiðustu brekkur og stór stökk sem gutti. „Stór stökk hafa alltaf verið minn styrkleiki. Pabbi er búinn að fara með mig svona hundrað sinnum upp á sjúkrahús. Ég held að ég sé búinn að brjóta allt sem hægt er að brjóta,“ segir Aron og nefnir að hann sé með tvo pinna í fætinum, úlnliður- inn hefur brotnað illa auk viðbeina og rifbeina. Opið puttabrot og nokkur spor í andliti svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta er allt þess virði, og þetta er líka bara kúl,“ segir Aron og hlær. Hann segir að ekki þýði að fara einn að hjóla ef eitthvað kæmi upp á. „Ef ég fæ ekki neinn með mér á æfingu þá sleppi ég því frekar.“ Aron er bjartsýnn fyrir keppnina erfiðu í Rúmeníu í sumar. „Ég er með það góðan bakgrunn enda verið að frá 12 ára aldri. Ég þarf bara að ná úr mér stirðleika og þessari sjö ára pásu,“ segir Aron að lokum. SNÝR AFTUR EFTIR SJÖ ÁRA ÚTLEGÐ ●● Aron●Ómars●tekur●þátt●í●einni●● erfiðustu●motocross●keppni●heims Vígalegur: Keppnin í Rúmeníu stendur yfir í fimm daga og eru leiðirnar mjög torfærar. Hitinn er oft um 30 gráður og er algengt að líði yfir keppendur og að þeir heltist úr lestinni sökum ofþreytu. Keppendur fara um 180 km. á dag og sitja á hjólinu í um átta klukkustundir. ÍÞRÓTTIR Aldur og félag: 12 að verða 13, Keflavík. Hvað æfir þú oft í viku? 9 sinnum með aukaæfingum. Hvaða stöðu spilar þú? Allar stöður. Hver eru markmið þín í körfubolta? Komast í íslenska landsliðið. Skemmtilegasta æfingin? Drippl æfingar. Leiðilegasta æfingin? Engin leiðinleg æfing. Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Jón Arnór og Emelía Ósk. Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? LeBron James og Breanna Stewart. Lið í NBA? San Antonio Spurs. ÆFIR NÍU SINNUM Í VIKU KÖRFUBOLTASNILLINGUR Anna Lára Vignisdóttir er körfuboltasnillingur vikunnar hjá Víkurfréttum. Hún æfir gríðarlega mikið enda ætlar hún sér að verða landsliðskona. Hún leikur allar stöður á vellinum og í uppáhaldi hjá henni eru stjörnunar LeBron James og Breanna Stewart. Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit í Domino’s deild karla í fyrsta sinn síðan árið 2011. Keflvíkingar virkuðu sannfærandi gegn Stólunum, ef frá er talinn einn útileikur. Grindvíkingar eru sömuleiðis komnir í undanúr- slitum eftir oddaleik gegn Þórsurum og munu þar berjast við Stjörnumenn. Hjá Keflvíkingum tekur við rimma gegn Íslandsmeisturum síðustu þriggja ára, sjálfum KR-ingum. KR hafði öruggan 26 stiga sigur í fyrsta leik liðanna á tímabilinu í TM -höll- inni. Í Vesturbænum var öllu meiri spenna en þar hafði KR þó tveggja stiga sigur. Grindvíkingar fóru síðast upp úr átta liða úrslitum árið 2014 þegar þeir léku til úrslita gegn KR. Stjarnan hafði betur í báðum rimmum liðanna í vetur. Á heimavelli höfðu Garðbæ- ingar 11 stiga sigur og í Mustad höll- inni var munurinn 19 stig á liðunum. Bæði Suðurnesjaliðin byrja á útivelli - Keflvíkingar í kvöld, 30. mars í Vestur- bænum og Grindvíkingar 31. mars í Garðabæ. Endurtekið efni frá bikarúrslitum ■ Keflavíkurkonur hófu leik í undanúrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi en þar kljást þær við Skallagrímskonur. Liðin háðu eftirminnilega rimmu í bikarkeppninni fyrr í vetur þar sem Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi. Í deildinni höfðu Keflvíkingar þrisvar sigur á Borgnesingum en einu sinni töpuðu þær naumlega á útivelli. Þannig að í innbyrðisviðureignum standa Kefl- víkingar mun betur. Keflvíkingar höfnuðu í öðru sæti deildarinnar og Skallagrímur í því þriðja og því eiga Keflvíkingar heimavallarrétt. Suðurnesjaliðin freista þess að komast í úrslit SJÁIÐ INNSLAGIÐ Í Í KVÖLD KL. 20:00 OG 22:00

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.