Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2017, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 12.04.2017, Blaðsíða 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • miðvikudagurinn 12. apríl 2017 • 15. tölublað • 38. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000 Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is studlaberg.is Fyrsta skóflustungan að nýju íbúða- hverfi í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ var tekin í síðustu viku. Það kom í hlut Kjartans Más Kjartanssonar, bæjar- stjóra Reykjanesbæjar, að taka skóflu- stunguna. Hlíðahverfi mun rísa á svæði sem hefur gengið undir nafninu Nikel-svæðið undanfarna áratugi. Það er BYGG, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., sem hefur keypt bygg- ingalandið, um 34 hektara lands þar sem hefur verið skipulögð byggð með allt að 485 íbúðum ásamt atvinnu- húsnæði. Deiliskipulag fyrir hluta byggingar- landsins er þegar samþykkt og gerir ráð fyrir byggingu á samtals 300 íbúðum. Gatna- og holræsagerð hefur verið unnin að hluta til á svæðinu og hægt er að hefja framkvæmdir á hluta lóðanna nú þegar. Samkvæmt gild- andi Aðalskipulagi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir byggingu allt að 185 íbúða til viðbótar. Í áfanga eitt, sem er Grænalaut 1-31 og Hallalaut 1-15, verða fimm tveggja hæða fjölbýlishús með samtals 48 íbúðum, þetta eru 4 herbergja 100 fm. íbúðir. Tvö raðhús með samtals 7 íbúðum, 130 fm. hús með bílskúr. Átta parhús þá með 16 einingum þar sem stærð hverra eininga er um það bil 170 til 200 fm. og fjórtán einbýlishús sem eru um 210 til 250 fm. Samtals í þessum fyrsta áfanga eru því 86 íbúðir og áætlar Hörður Már Gylfason, framkvæmdastjóri BYGG, að fyrstu kaupendur flytji inn fyrir skólaárið 2018. Mikið líf verði því komið í hverfið fyrir jólin 2018 og það verður klárað 100% með öllum lóðafrágangi sumarið 2019. Áfangi tvö í Hlíðahverfi er stærri hluti í fjölbýli eða 170 af 235 í heild. Sumarið 2018 er svo áætlað að fara yfir Skólaveginn og byrja á Efrilaut og Asparlaut. Áfangi 3 er svo með fleiri stærri fjöl- býlishús. Þar er deiliskipulag ekki klárt en vinna er að hefjast við það. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjanes- bæjar eru áætlað að 185 til 200 íbúðir verði byggðar á því svæði. Hörður Már segir að samtals verði í hverfinu yfir 500 íbúðir og bygginga- hraði fari auðvitað eftir söluhraða. Áætlun hljóðar upp á 7 til 10 ára ferli ef allt gengur upp og að fullbúið hverfi með öllu verði afhent eftir áratug. Ekki búa til annan Breivik ■ Hin tvítuga Azra Crnac hefur búið á Íslandi alla sína ævi en er ættuð frá Bosníu. Azra aðhyllist íslam eða múslimska trú en aðspurð um trúna segir hún hana snúast um frið og sátt. „Íslam snýst bara um það sama og önnur trúarbrögð. Að lifa í sátt og samlyndi og að koma vel fram við aðra. Þetta er ekki það sem margir halda.“ Azra segist alveg hafa orðið fyrir aðkasti. „Ef ég nefni eitt dæmi, þá sendi ákveðinn ein- staklingur mömmu minni persónu- leg skilaboð á facebook þar sem hún var beðin um að vera ekki að ala upp fleiri Breivik hér á landi og vísaði þá í mig. Þetta eru örugglega þau um- mæli sem sitja hvað mest eftir í mér.“ Framkvæmdir hafnar við 500 íbúðir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna með gull- skóflu og tók svo stærri stungu með stóru vélinni. Forráðamenn Reykjanesbæjar og Bygg eftir skóflustunguna. VF-myndir/pket. ■ Tvær ungar konur eru við stjórnvölinn í Keflavíkurkirkju en það er ekki algengt í kirkjum landsins. Erla Guðmundsdóttir er sóknarprestur og hefur verið með karlaprestum í kirkjunni síðastliðinn áratug. Nú er hún með aðra unga konu sér við hlið í preststarfinu. Hún heitir Eva Björk Valdimarsdóttir. Þriðja konan í Keflavíkurkirkju er rekstrarstjórinn Þórunn Þórisdóttir en fjórði fasti stafsmaðurinn er organistinn Arnór Vilbergsson. Léttleikinn er nokkuð áberandi í kirkjunni og fjölbreytt starfið þar er altalað. „Við lærðum ekki að vera skemmtilegar í guðfræðinni,“ sögðu þær Erla og Eva Björk léttar í bragði en þær sitja fyrir svörum í Víkurfréttaviðtali um ýmis mál sem tengjast kirkjunni og kristinni trú. Viðtalið er á bls. 2 og svo er einnig sjónvarpsviðtal við þær stöllur í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Kvenprestarnir í Keflavíkurkirkju

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.