Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2017, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 12.04.2017, Blaðsíða 11
11miðvikudagur 12. apríl 2017 VÍKURFRÉTTIR Á vinnustofunni er frábær birta og mikil lofthæð. Finnur Björgvinsson hannaði bygginguna. Loftglugginn á vinnustofunni er mikið þarfaþing fyrir listamanninn Sossu. Hann tryggir frá- bæra birtu nánast sama hvernig viðrar. Eldhúsið er tímalaust og sérsmíðað listaverk. Hjónin hafa gaman af því að elda og þegar blaða- maður heimsótti Sossu á föstudegi var hún í óðaönn að undirbúa marrokóska veislu fyrir einginmanninn, en þau elda fyrir hvort annað á hverjum föstudegi. Húsið er vel byggt og virðulegt. Það stendur hátt og er gott útsýni yfir púttvöllinn á Mánagrund. Glugginn í stofunni er einkenni hússins og gefur því mikinn sjarma Eins og gefur að skilja má finna áhugaverð listaverk um allt hús.Verk eftir Sossu má sjá víða á veggjunum en meðal annarra lista- manna eru Stórval og Sólon Íslandus (Sölvi Helgason), Tolli og Kjarval. Lagt var fallegt stafaparket á miðhæðina og var það sérstaklega teiknað upp af hönnuði, enda er það lagt á einstakan hátt. Þarna má svo sjá stólinn sem kom seint í leitirnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.