Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2017, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 12.04.2017, Qupperneq 12
12 miðvikudagur 12. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR ■ Í síðustu viku fór fram 22. starfs- hlaup Fjölbrautaskóla Suðurnesja en keppnin hefur verið fastur liður í starfi skólans síðan árið 1994. Í ár kepptu fimm lið í hlaupinu og bar Græna liðið sigur úr býtum eftir ansi spennandi keppni. Appelsínugula liðið endaði rétt á eftir því Græna og Gula liðið lenti í því þriðja. Græna liðið hlaut því Starfshlaupsbikarinn og pítsuveislu í verðlaun. Í hverju liði eru nokkrir tugir kepp- enda sem keppa í ýmsum þrautum og safna stigum. Fyrir hverju liði fara nokkrir fyrirliðar sem koma úr hópi væntanlegra útskriftarnemenda. Umsjónarmenn Starfshlaupsins eru íþróttakennararnir Kristjana Hildur Gunnarsdóttir og Andrés Þórarinn Eyjólfsson. Launadeild Reykjanesbæjar sér um launagreiðslur, greining- ar, ráðgjöf við stjórnendur og starfsmenn, auk annarra verk- efna tengdum kjaramálum sveitarfélagsins. Í deildinni starfa tveir sérfræðingar auk deildarstjóra. Aðsetur launadeildar er í Ráðhúsinu við Tjarnargötu. Helstu verkefni: • Launaútreikningur • Skráning og yfirferð ráðningar- og launagagna • Upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna vegna útborgunar launa • Úteikningur á kjörum og réttindum starfsmanna skv. kjarasamningum • Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af launavinnslu og launabókhaldi • Þekking og reynsla á Navision launakerfi, á H3 launa- og mannauðskerfi og Vinnstund æskileg • Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna • Góð tölvukunnátta, færni í excel áskilin • Skipulagshæfni og samskiptahæfileikar Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2017. SÉRFRÆÐINGUR ÓSKAST Í LAUNADEILD BÆJARINS Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.Launakjör eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitar-félaga og viðkom- andi stéttarfélags. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Nánari upplýsingar veita Iðunn Kr. Grétarsdóttir deild- arstjóri launadeilar, idunn.k.gretarsdottir@reykjanesbaer.is og Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri Fjármálasviðs, thorey. i.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is. Starfshlaupið var grænt í ár Þóra Lind Halldórsdóttir: „Andlega hliðin er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega og því ætti gjaldfrjáls sá lf ræðiþjónusta að vera sjálfsagt mál. Það ætti ekki að vera neinn munur á því að fara í almenna heilsufarsskoðun reglulega eða að fara í sálfræðitíma. Að tala um líðan sína við fagaðila er hollt og nauðsynlegt fyrir alla, sama á hvaða aldri eða hvar þú ert staddur í lífinu og því ætti fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði þegar það kemur að þeim málum. Gjaldfrjáls sálfræði- þjónusta myndi bæta samfélagið til muna.“ Brynja Ýr Júlíusdóttir: „Mér finnst sjálf- sagt að boðið sé upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Allt of margir í dag glíma við einhver andleg veikindi og þurfa nauðsynlega hjálp, en þurfa að borga svo mikið fyrir sálfræðiþjón- ustu sem langflestir hafa ekki efni á. Gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta myndi gera það að verkum að fleiri myndu leita sér hjálpar og þá væri mikið auð- veldara að kljást við veikindin sín. Þannig ég er algjörlega á því að sál- fræðiþjónusta ætti að vera gjaldfrjáls.“ Þórhallur Arnar Vilbergsson: „Sálfræðiþjónusta á alltaf að vera fyrsti kostur á undan lyfjameðferð. Sálfræðingur getur komist að rót vandans og unnið úr meininu á huglægan hátt. Fólk hefur almennt ekki efni á því að fara til sál- fræðings vegna mikils kostnaðar og þar af leiðandi verður lyfjameðferðin, því miður, eina leiðin til betrunar. Gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta væri að mínu mati mjög skynsamleg fyrir allt þjóðfélagið.“ Alexander Hauksson „Flest þurfum við að nýta okkur heil- br i g ð i s þ j ónu s t u einhvern t íma á ævinni, hvort sem það er vegna andlegra eða líkam- legra veikinda. Heilsa er grundvall- aratriði fyrir gott og hamingjusamt líf og því mikilvægt að aðgengi að heilbrigðisþjónustu standi öllum til boða, óháð tekjum, aldri, kyni eða uppruna. Nú þegar mikil aukning er á fólki sem greinist með kvíða, þung- lyndi eða önnur geðtengd vandamál hefur þörfin fyrir gjaldfrjálsa geðheil- brigðisþjónustu orðið háværari krafa í þjóðfélaginu. Einnig er það skammar- legt að fólk sem þjáist af langvinnum veikindum þurfi oftar en ekki að eyða öllum sínum peningum til margra ára í heilbrigðisþjónustu. Á meðan skattar eru eins háir og þeir eru finnst mér sjálfsagt mál að málum verði forgangsraðað á þann hátt að grunn- stoðir samfélagsins skipti mestu máli.“ UNGA FÓLKIÐ UM GJALDFRJÁLSA SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU kl. 20:00 og 22:00 Á besta tíma! Nýr sýningartímiá fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í þáttinn? Sendu okkur línu á vf@vf.is Vorhátíð eldri borgara á Suðurnesjum verður haldin Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, kl.15:00 
í Gjánni við Austurveg 3 í Grindavík (sambyggt Íþróttahúsi & sundlaug). Kvenfélag Grindavíkur sér um veitingar og Suðurnesjamenn og heimamenn 
 um tónlist og skemmtun. Gjald er kr. 2000,- Ath! enginn posi á staðnum. Allir félagar á Suðurnesjum velkomnir! ATVINNA TÆKNIVÍK EHF ÓSKAR EFTIR RAFVIRKJA OG EÐA RAFVIRKJANEMA Í VINNU. Fyrirtækið er leiðandi í stýringum og forritun fyrir fiskeldi. Starfið felst í uppsetningu á töflum, stýringum og allri almennri raflagnavinnu. Einnig óskum við eftir starfsmanni á verkstæði okkar og við vinnu á uppsetningu búnaðar.   Upplýsingar í síma 895 3556 eða á netfangið gulli@eldi.is Tæknivík

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.