Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2017, Page 18

Víkurfréttir - 12.04.2017, Page 18
18 miðvikudagur 12. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is Það verður að teljast ansi merkilegur árangur að hafa þjálfað landslið Ís- lands og afreksfólk í sundi um árabil og vera rétt syndur sjálfur. Þann- ig mætti lýsa uppgangi Steindórs Gunnarssonar sem rambaði í starf sundþjálfara stuttu eftir að hann hóf störf í Njarðvíkurskóla fyrir rúmum 25 árum. Hann var þá blautur á bak við eyrun, nýlega útskrifaður sem íþróttakennari og nýfluttur úr sveit- inni. Steindór, sem varð fimmtugur í febrúar, er sveitadrengur beint úr kart- öflubænum Þykkvabæ. Þar ólst hann upp á bænum Vatnskoti þar sem for- eldrar hans ræktuðu kartöflur og voru með lítinn búskap. Hann var áhuga- samur um íþróttir frá unga aldri og var nothæfur í flestum greinum án þess þó að skara fram úr. Hann gekk í grunnskóla í Þykkvabæ og í gagn- fræðaskóla á Hellu. Því næst lá leiðin á Laugarvatn þar sem hann ætlaði að láta ráðast hvað framtíðin bæri í skauti sér. Upphaflega hugsaði Steindór með sér að vera kokkur en hvarf fljótlega frá því. Á Laugarvatni var Steindór í sex ár. Fyrst kláraði hann menntaskólann og ákvað að honum loknum að læra til íþróttakennarans. „Ég hef alltaf haft gríðarlega mikinn áhuga á íþróttum og verið alæta á þær. Við fylgdumst til dæmis mikið með körfu og þar hélt ég einmitt með Njarðvíkingum,“ rifjar hann upp. Það hefur alltaf legið fyrir Steindóri að hreyfa sig og hann var mikið á ferð- inni með krökkunum í sveitinni. Þar reyndi hann sér fyrir sér í frjálsum og lék sér í fótbolta á kvöldin. Í náminu reyndi á að geta stundað fjölbreyttar íþróttir í verklega hlutanum. Stein- dór segir að námið hafi orðið til þess að hann var opinn og jákvæður fyrir öllum íþróttum. „Minn sundgrunnur er ekki sér- stakur. Ég man ennþá eftir fyrsta tím- anum þar sem ég lærði flugsund, en í sveitaskólanum hafði ég aldrei prófað slíkt. Ég hafði aðallega lært bringu- sund og var hálfósyndur á skriðsundi. Það var mikið hlegið af því þegar við fengum að sjá myndband af okkur í flugsundinu, það var hálfgert djók.“ Steindór fór til Hólmavíkur og varð framkvæmdastjóri hjá héraðssam- bandinu þar ásamt því að þjálfa frjálsar íþróttir, þá 21 árs gamall. Þangað fór hann nokkur sumur þar sem hann spilaði einnig með og þjálfaði fót- boltaliðið á svæðinu, Geisla, sem þá lék í fjórðu deild. Áður en Steindór dagaði upp í Njarðvík stoppaði hann stutt við á Snæfellsnesi og Hólmavík, þar sem hann var íþróttakennari og sinnti stundarkennslu. „Mér fannst höfða til mín að fara að kenna. Mig langaði að takast á við það. Ég á auðvelt með að tengjast fólki og ég á frekar gott með að stjórna fólki. Það hefur ekki reynst mér erfitt að halda aga í tímum. Ég ber þess ekki skaða,“ segir Steindór og brosir. Bannað að kenna annað en körfubolta Örlögin höguðu því þannig að Stein- dór endaði í Njarðvík en áður hafði hann sóst eftir starfi í Grindavík. Það gekk ekki eftir en Gylfi Guðmunds- son, skólastjóri Njarðvíkurskóla, hafði spurnir af þessum unga manni sem leitaði að starfi á Suðurnesjum og vildi fá hann til Njarðvíkur. „Ég sé ekki eftir því í dag,“ segir Steindór sem er orðinn mikill Njarðvíkingur og stór hluti af samfélaginu í Reykjanesbæ. „Mér fannst þetta strax skemmtilegt samfélag. Ég fékk hérna eldskírn þegar Kristbjörn Albertsson bannaði mér að kenna aðrar íþróttir en körfubolta, það var þungi í orðum hans þannig að ég nýi maðurinn vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þegar ég fór svo í íþróttahúsið og álpaðist þar inn á skónum, þá tók Imba mig á teppið,“ rifjar Steindór upp. „Mér var vel tekið hérna og var varla búinn að vera hérna í mánuð þegar téð Imba (Ingibjörg Þorsteinsdóttir) bað mig um að koma að þjálfa sund. Ég hafði frekar hugsað mér að þjálfa kannski fótbolta. Þarna var líka Friðrik Ólafsson sundþjálfari og þetta veitti mér innblástur til þess að takast á við þetta verkefni,“ en þessi áskorun sem ungi maðurinn tók að sér árið 1991 átti heldur betur eftir að breyta miklu í hans lífi. „Ég fékk fljótlega gríðarlega ástríðu fyrir sundinu. Þegar sundfólkið fór að ná árangri þá jókst hann. Sagan er mikil í íþróttinni hérna og þegar ég umgekkst Friðrik þá langaði mig að gera eins vel ef ekki betur en áður hafði verið.“ Fyrst um sinn var Stein- dór að þjálfa yngri iðkendur en fljót- lega fóru Njarðvíkingar undir hans stjórn að láta að sér kveða. Á næstu árum bjó hann til það öflugt lið að árið 1996 var hann kjörinn þjálfari ársins. Eins og áður segir er Steindór ekki afreksmaður sjálfur í sundi eins og svo margir sem fara í afreksþjálfun í greininni. „Nánast allir þjálfarar sem ég þekki eru með grunn úr sundinu. Auðvitað fannst mörgum skrítið að ég væri kominn á þennan stað. Það hefur verið helgið að því lengi að þegar þjálfarar eru látnir keppa þá er ég lang lélegastur,“ segir sundþjálfarinn og hlær. Gefandi starf í Björkinni Steindór kenndi eingöngu íþróttir í Njarðvíkurskóla til ársins 2002 en þá tók hann við sem deildarstjóri Bjarkar- innar í Njarðvíkurskóla. Björkin er ætluð nemendum í Reykjanesbæ með hegðunarerfiðleika sem yfirleitt dvelja tímabundið í deildinni. Steindór segir starfið mjög krefjandi en um leið mjög gefandi. Steindór kennir því ekki lengur íþróttir nema bara þeim örfáu nemendum sem eru í Björkinni hverju sinni. „Ég var til í að prufa þetta í eitt ár, að komast í kennslustofu. Svo hef ég bara ílengst þar. Það hentar ágætlega með þjálfun. Ég virðist vera fastheldinn á margt sem ég geri og endist í því sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Steindór. Óttast að kenna barnabörnum fyrrum nemenda Það eru aðeins tveir starfsmenn Njarð- víkurskóla með lengri starfsaldur en Steindór sem á 26 ára starfsafmæli innan skamms. Það eru Ásgerður Þor- geirsdóttir skólastjóri og Guðjón Sig- björnsson, fyrrum kennari, sem nú er gangavörður. „Það er hálf asnalegt að hugsa til þess hvað maður er búinn að vera hérna lengi. Ég ætla ekkert að hætta að kenna. Það er alls konar í skólaum- hverfinu, kjarabarátta og annað sem er ekki spennandi en ég sé ekki fram á að hætta. Ég kann vel við þetta,“ segir Steindór sem þrífst á því að hafa nóg fyrir stafni. „Ég þekki orðið mjög marga hérna í samfélaginu. Það er eitt af því sem ég kann svo vel við í þessu bæjarfélagi.“ Blaðamaður vottar það en á leið sinni inn á kaffihúsið þar sem viðtalið fór fram heilsaði Steindór nokkrum fyrrum nemendum. Sástu það fyrir þér að ílengjast hér? „Ég gat alveg séð það. Ég keypti mér hér íbúð en kennslan var ekki að gefa það vel að hún myndi duga ein og sér. Þeir íþróttakennarar sem ég þekki hafa yfirleitt verið í þjálfun með, það er nú bara því miður þannig.“ Í Björkinni er Steindór með skrif- stofu en þar er frístund á milli 2 og 4 á daginn. Þá fyllist húsið af ungum krökkum. „Ég þarf stundum að fara fram og fá mér kaffi og geng þá í gegnum krakkager. Þá heyri ég vana- lega, „Þú kenndir pabba.“ Ég bíð bara eftir því að einhver segi að ég hafi kennt ömmu þeirra, þá fer þetta að verða gott kannski,“ segir Stein- dór og glottir. Hann segist vera mjög mannglöggur og man nánast öll nöfn fyrrum nemenda og þekkir jafnvel fjölskyldutengsl þeirra. Steindór saknar þess stundum að vera ekki íþróttasalnum og hitta þar fyrir alla nemendur skólans í íþrótta- kennslu, en nú kennir hann aðeins nemendum úr Björkinni íþróttir. „Mér finnst þetta algjör forréttindi. Fyrir það fyrsta að vera heill heilsu, það eru ekki allir sem ná því að verða fimmtugir. Líka það að sjá allt þetta fólk þroskast í kringum mann. Það er mjög gefandi og skemmtilegt.“ Ástríðan smitar út frá sér Árið 2010 tók Steindór sér frí frá af- reksþjálfun en hún getur verið mjög krefjandi. „Ég fann enga löngun til þess að vera í þessu lengur. Ef þú hefur áhuga og ástríðu fyrir þessu þá smitar þú út frá þér. Ef þú ert hálfpartinn áhugasamur þá smitar það líka frá sér. Ég ákvað því að taka mér pásu og fór að þjálfa yngri krakka.“ Þegar afreksþjálfun er annars vegar þá hefur það áhrif á fjölskyldulífið. „Í mörg ár á maður bara tvær vikur í sumarfrí. Það tæmir aðeins út af batteríinu.“ Ári áður en komið var að tali við Stein- dór varðandi það að gerast aðalþjáfari ÍRB aftur, þá var hann kominn með löngun til þess að þjálfa aftur. Hann hafði þá jafnvel hugsað sér að reyna fyrir sér erlendis. Tímasetningin var ekki góð hvað það varðar og því tók hann fagnandi við gamla starfinu. Steindór hefur fengið fín tilboð í gegnum tíðina innan úr Reykjavík en hann hefur ekki langað til þess að reyna fyrir sér þar. Samfélagið stolt af sundfólkinu Í haust er Steindór búinn að þjálfa sund í 25 ár og ná glæsilegum árangri. „Ég held að samfélagið sé mjög stolt af þeim árangri sem sundfélagið hefur náð. Félög í Reykjavík hafa horft til okkar og hvernig við höldum á spöð- unum. Við höfum til dæmis keppt á móti Reykjavíkur úrvali margsinnis og ekki átt í teljandi erfiðleikum með það.“ Í fleiri ár var vaninn hjá Steindóri að vakna fyrir sex á morgnana þar sem morgunæfingar eru stór hluti af íþróttinni. „Þau gerðu nú grín af mér foreldrar mínir. Ég var nefnilega erf- iður unglingur þegar kom að því að koma mér fram úr.“ Þetta er ákveðinn lífstíll að sögn þjálfarans og jafnvel þegar hann tók sér frí frá þjálfun þá var erfitt að breyta út af vananum. Steindór hefur sjálfur orðið betri sundmaður með árunum en hann segist hafa lært mikið af því að standa á bakkanum í öll þessi ár. Hann sér ekki fyrir sér að hætta þjálfun né kennslu á næstunni enda á besta aldri. ●● Steindór●Gunnarsson●hefur●sinnt●kennslu●og●þjálfun●helming●ævi●sinnar SVEITASTRÁKURINN SEM KUNNI EKKI FLUGSUND Steindór er giftur Heiðrúnu Scheving Ingvarsdóttur og eiga þau þrjár dætur, Unni, Margréti og Júlíu. Þrátt fyrir að Steindór sé oft stóran part dags í vinnunum þá er það fjölskyldan sem er ávallt númer eitt, en hann segist vera mjög heimakær og finnst fátt skemmtilegra en að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.