Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2017, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.05.2017, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 11. maí 2017VÍKURFRÉTTIR ■ Boðað hefur verið til stofnfundar Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík næsta þriðjudag. Að stofn- fundinum standa þeir Einar M. Atlason og Þórólfur Júlían Dagsson. „Við erum að leita eftir stuðningi íbúa, að þeir sýni stuðning sinn í verki ef þeir eru á móti uppbygg- ingu stóriðju í Helguvík,“ segir Ein- ar. Hann bendir á að margir íbúar í Reykjanesbæ og nágrenni fari mik- inn á samfélagsmiðlum í andstöðu sinni við stóriðju en að meira þurfi til að ná fram breytingum. Líkt og reynslan sýni sé mikilvægt að íbúar mótmæli stóriðjuuppbyggingu áður en ráðist er í framkvæmdir. „Hesta- menn á Mánagrund börðust kröft- uglega gegn stóriðjunni á sínum tíma en nutu ekki mikils stuðnings út fyrir sínar raðir,“ segir Einar. Kísilverksmiðja United Silicon tók til starfa í Helguvík síðasta haust og hefur starfsemin þar verið stöðvuð af Um- hverfisstofnun eftir fjölda mengun- aróhappa. Gangi áætlanir Thorsil eftir mun verða hafist handa við byggingu þeirrar verksmiðju í byrjun næsta árs. Sú verður staðsett við hlið United Sili- con. Búið var að gefa út starfsleyfi til Thorsil en það var á dögunum kært af Landvernd, Náttúruverndarsam- tökum Suðvesturlands og af Ellerti Grétarssyni, náttúruljósmyndara og íbúa í Reykjanesbæ. Þórólfur segir ljóst að stóriðja eigi ekki undir neinum kringumstæðum að vera nálægt byggð líkt og í Reykja- nesbæ en rúmur kílómetri er frá kísil- verksmiðju United Silicon að næstu íbúabyggð. „Við viljum einfaldlega að starfsemi United Silicon verði stöðvuð og að verksmiðja Thorsil fái ekki að rísa,“ segir Þórólfur. Hann segir að meðal verkefna samtakanna verði að kanna skaðabótaskyldu vegna alls þess sem farið hefur úrskeiðis hjá United Silicon. „Nýlega kom í ljós að hæð einnar byggingarinnar er ólög- mæt. Hver ber ábyrgð á því? Svo er líklegt að fasteignaverð á svæðinu muni lækka á næstunni verði öll þessi stóriðjuuppbygging að veruleika. Eiga eigendur fasteigna að bera skaðann af því?“ spyr Þórólfur. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 16. maí næstkomandi klukkan 20:00 í Virkjun mannauðs á Reykjanesi, Flugvallarbraut 740 á Ásbrú í Reykja- nesbæ. - Stofna íbúasamtök gegn stóriðju í Helguvík Ekki nóg að tuða heima og á samfélagsmiðlum Einar Atlason. Þórólfur Dagsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.