Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2017, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 11.05.2017, Blaðsíða 22
21fimmtudagur 11. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR Hjólreiðafólk lét smá gjólu ekki aftra sér frá þátttöku í Geysi Reykja- nesmótinu í hjólreiðum sem fram fór í Sandgerði síðasta sunnudag. Um 370 keppendur voru skráðir til leiks sem eru nokkru fleiri en í fyrra þegar þeir voru um 300. Hægt var að velja um þrjár leiðir, 106 km, 63 km og 32 km. Þríþrautardeild UMFN stóð fyrir mótinu. Að sögn Svans Más Scheving, móts- stjóra, voru aðstæður til hjólareiða mjög góðar á keppnisdaginn. Hjólað var af stað frá Stafnesvegi. „Veðrið hefði getað verið verra því það er ekki nema vika síðan hér var allt í snjó. Nú er smá gjóla. Það verður mótvindur í byrjun en meðvindur til baka,“ sagði Svanur. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 2011. Þá voru keppendur 25 og árið á eftir voru þeir 50 svo að mótið hefur vaxið með ári hverju. Rannveig Anna Guichar- naud úr Breiðabliki kom fyrst kvenna í mark á 106 km leiðinni en Óskar Ómarsson úr Tindi var fyrsti karlinn. Í 63 km hringnum var það Jóhann Sigurjónsson sem varð fyrstur karlanna og Fríða Ammendrup úr Hjól- reiðafélagi Akureyrar varð hlutskörpust kvenna. Guð- laug Sveinsdóttir úr 3N kom fyrst kvenna í mark í 32 km og Helgi Björns- son varð fyrstur í karlaflokki. Úrslit í öllum aldursflokkum má nálgast á vefnum timataka.net. Umfjöllun í Suðurnesjamagasíni Nánar verður fjallað um Geysi Reykjanesmótið í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00 og 22:00. Með- fylgjandi myndir tóku Dagný Hulda Erlendsdóttir og Arnar Thorarensen Skúlason. Tæplega 400 hjólreiðakappar mættu á Stafnes ●● Aðeins●25●mættu●á●mótið●fyrir●sex●árum●en●það●hefur●vaxið●með●hverju●árinu Mótvindur var í byrjun hjólaleiðanna en með- vindur til baka. Fjöldi hjólreiðafólks á öllum aldri tók þátt í Geysi Reykjanesmótinu í ár. Um 370 þátttakendur hjóluðu í mótinu. Sumir áhorfendur fengu betra útsýni en aðrir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.