Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2017, Síða 13

Víkurfréttir - 11.05.2017, Síða 13
13fimmtudagur 11. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR Fyrirlestur um áhrifaríka fram- komu var haldin í Sjálfstæðishúsinu í Reykjanesbæ og mættu á milli 40 og 50 konur á góðri kvöldstund. Sigríður Hulda Jónsdóttir (SHJ ráðgjöf) leiddi okkur í sannleikann um hvernig auka má áhrifamátt og útgeislun þegar tal- að er fyrir framan hóp af fólki, hvort sem um er að ræða vinnufundi eða stærri viðburði eins og ráðstefnur. Mikilvægt er fyrir konur á öllum aldri að styrkja tengslanetið sín á milli og að styðja hver aðra í leik og starfi. Við- burður eins og þessi stuðlar að því að efla allar konur á svæðinu hvort sem þær eru stjórnendur eða þátttakendur í atvinnulífinu. Við viljum þakka fyrir frábæra mæt- ingu og gott kvöld í góðum félagsskap. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Hanna Björg Konráðsdóttir og Sigrún Ævars- dóttir. Golfklúbbur Grindavíkur óskar eftir að ráða starfsfólk  til afgreiðslustarfa í golfskála klúbbsins í sumar.  Upplýsingar veitir Halldór Smárason í síma 4268720 eða gggolf@gggolf.is GOLFKLÚBBUR GRINDAVÍKUR ATVINNA Hæfniskröfur • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar • Brennandi áhugi á matreiðslu og grilli • Hreint sakarvottorð • Lágmarksaldur 18 ár Við leitum að kjötiðnarmanni, matreiðslumanni eða grillmeistara til að starfa með okkur í Krónunni Fitjum um helgar. Vinnutími 8-17 annan hvorn laugardag eða sunnudag, í boði er líka önnur hver helgi. Viðkomandi verður að geta byrjað sem fyrst. Sótt er um starfið á www.kronan.is Nánari upplýsingar veitir Björgvin Sigurðsson verslunarstjóri í netfanginu bjorgvin@kronan.is Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2017 ERT ÞÚ RÉTTA MANNESKJAN Í STARFIÐ? Fátt gleður augað meir á fögrum haustdegi en að ganga um íslenska náttúru og njóta þeirrar litardýrðar sem fyrir augun ber. Hið sólríka sumar 2016 kvaddi okkur landsmenn með löngu hausti og óendanlegum síbreyti- leika í laufskrúði runna og trjáa. Að ganga um gróðurvaxna náttúru í fjal- lendi þar sem dillandi lækjarsprænur og skófi þaktir bergstallar magna upp dýrðlegt litarskrúð í lyngi, trjám og runnum er upplifun sem gleður mannshjartað. Menn gera sér sérstakar ferðir á Þingvöll til að bera slíkt sjónar- spil auga. Haustlitir planta verða til við það að dregur úr virkni ljóstillífunar í blaðgrænu laufanna er sól tekur að lækka á lofti auk þess sem uppsöfnuð næringarefni í blöðunum flytjast nú niður í rætur plantanna. Erfðaeigin- leiki plantanna sjálfra ákveður mis- munandi litarafbrigði haustlitanna. Þannig verður litur ilmbjarkarinnar gulur, fjalldrapans rauður og af- kvæmi þeirra skógviðabróðirinn með tónum þar á milli. Alþekkt er litskrúð skriðmispilsins með sínum dökkrauðu blöðum þöktum berjaskrúð þar sem hann þekur stokka og steina á yfirferð sinni. Garðunnendur leika sér gjarnan með litardýrð í sumargróðri með fjöl- breytileika í plöntuvali og er mögu- leikinn óendanlegur í þeim efnum líkt og er listamenn tjá sig myndrænt. Íslenska ilmbjörkin (Betula pubes- cens) hefur verið með þjóðinni allt frá landnámi þegar hún klæddi landið frá fjöru til fjalls og gaf landinu þá áferð sem hugsað er til þá við viljum endurvekja sýn þá er við landnáms- mönnum blasti í árdaga. Í tímanna rás þurfti hún að standa af sér ágang manna og kvikfénaðs vegna breyttra búskaparhátta og fór á tímabili halloka í þeirri baráttu. Hún gerðist kræklótt og hrum og ekki beinlínis fagurt gar- ðatré þótt hún fyndist alls staðar þar sem ræktun yfirleitt átti sér stað. Innan um fundust þó einstaklingar sem báru af öðrum, vörpulegir og beinir. Bæjarstaðaskógur í Skaftafelli hefur löngum verið talinn einhver þrótt- mesti birkiskógur landsins þar sem trén eru beinvaxin og allt að 12 metra há. Þangað hefur gjarnan verið leitað fanga til að framrækta einstaklinga með sömu áferð. Erfðabötun birkis hefur markvisst átt sér stað hérlendis síðan 1987 með því markmiði ná fram fyrrnefndum eiginleikum. Beitt hefur verið vefjaræktun í tilraunaglasi til að skapa einstaklinga af sömu gerð, sem síðar er fjölgað með fræjum. Má þar nefna yrkin Emblu og Kofoed sem hafa einstaka vaxtareiginleika. Lykil- maður í þessu bötunarferli hefur verið Þorsteinn Tómasson plöntuerfða- fræðingur sem með víxlfrjóvgunum hefur tekist að ná fram eftirsóknar- verðum eiginleikum í formi og þrótti. Nýjasta hugarfóstur hans er að fram- rækta þróttmikið limfagurt rauðblaða birki eins og til að ögra hinum einslita fagurgræna litaskrúð sem einkennir birkiskóga að sumri. Þorsteinn er Rot- ary félagi og því höfum við í Rótary- klúbbi Keflavíkur fengið hann á fund hjá okkur í klúbbnum þann 11. maí til að kynna okkur þetta verkefni. Eins og fram kemur í grein forseta okkar í síðasta blaði Víkurfrétta hefur eitt af samfélagsverkefnum klúbbsins verðið ræktun skógarlunds við Rósaselsvötn. Svæðið hefur tekið miklum breyt- ingum síðan það starf hófst 1986 og er notalegt að ganga þar og njóta kyrrðar og fuglasöngs á góðum sumardegi. Rótaryklúbburinn hefur ákveðið að bjóða öllum þeim sem áhuga hafa að mæta þetta kvöld til okkar og hlýða á erindi Þorsteins sem áreiðanlega mun vekja athygli. Sérstaklega bjóðum við velkomna félaga í Suðurnesjadeild Garð- yrkjufélags Íslands og Skógræktarfélags Suðurnesja. Fundarstaður er á Park-Inn Hóteli við Vatnsnesveg og hefst þann 11. maí kl. 19:30. Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands hefur á undanförnum árum haldið fjöl- marga fræðslufundi tengda garðyrkju allt frá ræktun matjurta til manneldis til hleðslu grjótgarða til prýðis. Á döfinni er að beina athyglinni að ungviðinu með aðkomu leikskóla á svæðinu. Sennilega er hvergi betri jarðvegur til að sá góðu fræi en í hjörtu þeirra sem erfa munu landið. Konráð Lúðvíksson, læknir Vor í lofti ■ Í gamla tímatalinu var fyrsti sumardagur boðberi hækkandi sólar og betri tíðar með blóm í haga. Oftast var vorið þó varla vaknað en það sjáum við að þessu sinni gerast fyrstu vikur í maí. Veturinn var fremur mildur að jafnaði og í nokkru samræmi við hlýnandi veðurfar á heimsvísu. Náttúran býður samtímis upp á óvænta at- burði eins og nýlegan jarðskjálfta skammt frá Árnesi, samt með öllu eðlilegan vegna spennulosunar í Suðurlandsskjálftabeltinu. Sömu augum getur verið að við munum bráðum líta eldgos í þeim fjórum megineldstöðvum sem allar sýna merki innri spennu og jafnvel upphitunar: Bárðarbungu, Kötlu, Heklu og Grímsvatna. Eins og ávallt fyrr, vonum við að eldsum- brotin valdi sem minnstum vand- ræðum og tjóni. Á Alþingi hefur veturinn liðið án stórra frétta. Stjórn og stjórnarand- staða takast á, oftast vel málefna- lega og ná jafnvel saman eins og við afgreiðslu frumvarps um farþega- og farmflutninga, þar með talið almenningssamgöngur. Stóru bit- beinin krefjast meiri átaka. Þau eru til að mynda ríkisfjármálaáætlun og rammaáætlun, áætlun um orku- skipti, virðisaukaskattur á ferðaþjón- ustu, samgönguáætlun og stefnan í heilbrigðis- og menntamálum svo nokkuð sé nefnt. Ekki er vitað hve- nær þingi lýkur en gera má ráð fyrir að þing sitji fram í júnímánuð. Erfitt er að benda á umtalsverðar framfarir í málefnum Suðurkjördæmis, umfram það sem samþykkt var með fjárlögum fyrir 2017, án aðkomu ríkisstjórnar. Þar liggur á mörgu, svo sem frekari vegabótum, úr- bótum í heilbrigðismálum, á ferða- mannastöðum, í menntamálum og velferðarmálum. Því miður eru nú- verandi stjórnvöld afar treg til að afla fjár til bráðnauðsynlegra aðgerða og um það deila stjórnarliðar og við hin. Hvað sem pólitíkinni líður er ástæða til að gleðjast yfir vor- og sumarkom- unni og hyggja vel að umhverfi til sjós og landa og að dýrum og fólki. Öll höfum við ólíkar aðstæður að kljást við og margar væntinganna verða aðeins að veruleika með sam- hjálp. Ég hef náð að skjótast hingað og þangað í kjördæminu eftir að þinghald hófst í haust. Heimsókn- irnar hafa verið ánægjulegar og ég þakka móttökur og fundi. Varla má slá slöku við því nú stefnir í sveitarstjórnarkosningar næsta vor og að nýjum fjárlögum í haust. Ég sendi góðar vor- og sumarkveðjur í kjördæmið allt, frá Garðskagavita til Hornafjarðar, frá efstu sveitum Suðurlands suður til Víkur. Ari Trausti Guðmundsson, 6. þingmaður Suðurkjördæmis, fyrir VG Erfðabætt rauðblaðabirki -mun brátt gleðja íslenska garðunnendur -aðsent pósturu vf@vf.is Áhrifarík framkoma

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.