Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2017, Síða 19

Víkurfréttir - 11.05.2017, Síða 19
19fimmtudagur 11. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR „Það er afar brýnt að fjölga nemendum í tæknigreinum á háskólastigi. Atvinnulífið kallar eftir tæknimenntuðu vinnuafli og alþjóðleg þróun staðfestir að þörfin fyrir tæknimenntað fólk vex hratt – og raunar hraðar en við höldum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en hann flutti ávarp við tíu ára afmælishátíð Keilis þann 4. maí sl. Hann sagði einnig að sameinað átak þyrfti til að bregðast við þessum vanda hér á landi, m.a. með vel fjármögnuðu háskólastarfi sem byði upp á góða tilrauna- og verkefnaaðstöðu. Í ávarpi sínu sagði Jón Atli m.a. að það hefði verið Háskóla Íslands kappsmál að bjóða upp á tæknifræðinám til BS- prófs á vettvangi Keilis enda væru þar afbragðs aðstæður fyrir slíkt nám. Rektor rifjaði einnig upp við hvaða aðstæður Keilir var settur á laggirnar en þá fór m.a. saman aflabrestur á mið- unum og brotthvarf bandaríska herliðsins með tilheyrandi fækkun starfa og þrengingum í samfélaginu. Með Keili hefði ætlunin verið að byggja upp háskólasamfélag og efla bæði rannsóknir og kennslu a svæðinu. „Með samstilltu átaki ólíkra aðila hefur tekist að breyta gamalli herstöð í kvikt og þróttmikið samfélag sem ein- kennist af frumkvæði, nýsköpun, rannsóknastarfi og fjöl- breyttum tækifærum til aukinnar menntunar. Keilir er miðpunkturinn í þessu nýja og gróskumikla samfélagi á Ásbrú. Að mínu mati hefur Keilir því sannarlega staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar í upphafi og gott betur,“ sagðir rektor enn fremur. Texti og myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Góðir gestir! 10 ára saga Keilis á 14 metra langri risamynd Því var fagnað sl. fimmtudag að tíu ár eru frá því Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs var stofnaður á Ásbrú í Reykjanesbæ. Tímamótanna var minnst í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og svo var gestum boðið að skoða skólann og njóta veitinga. Það hefur margt gerst á þessari tíu ára vegferð Keilis en því helsta í sögunni eru gerð skil á fjórtán metra langri og tveggja metra hárri mynd sem sett hefur verið upp í Keili. Það er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, sem lét gera myndina sem er sett upp í tímalínu og hefur þegar vakið mikla athygli. Myndin er á einum af göngum skóla Keilis og öllum til sýnis á opnunar- tíma skólans. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmda- stjóri KADECO, afhenti Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Keilis, verkið. Jónína Aradóttir, fyrrum nemandi við Keili, spilaði og söng frum- samið lag í afmælisveislunni. Brýnt að fjölga nemendum í tæknigreinum á háskólastigi ●● Keilir●hefur●staðið●undir●væntingum●og●gott●betur Fjölmargir gestir mættu í afmæli Keilis. Fremsta sjáum við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði afmælisgesti. Í Þ Æ T T I V I K U N N A R á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 GJÓLAN KRÓKÓDÍLL Queen stoppar ekki hjólareiðakappa og margt annað áhugavert í þæi vikunar á barnahátíð í DUUS messan í Keflavíkurkirkju Ítarlega umfjöllun um 10 ára afmæli Keilis má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.