Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2017, Page 21

Víkurfréttir - 11.05.2017, Page 21
20 fimmtudagur 11. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Í tilefni tímamótanna var vígt nýtt listaverk eftir hinn heimskunna Erró. Margrét Guðmundsdóttir, varaformaður stjórnar Isavia af- hjúpaði listaverkið og sagði m.a. við það tækifæri: „Þegar flugstöðin var opnuð fyrir 30 árum síðan voru keypt stór listaverk sem hafa verið hluti af séreinkennum stöðvarinnar. Þar er um að ræða glerverkin „Flug- þrá“ og „Íkarus“ eftir Leif Breiðfjörð sem hanga í brottfararsalnum og hafa verið einkennandi fyrir hana alla tíð. Um leið eignaðist flugstöðin bronsafsteypuna „Ég bið að heilsa“ eftir Sigurjón Ólafsson og lágmynd af Leifi Eiríkssyni sem stendur á Skólavörðuholtinu. Tvö verk hlutu fyrstu verðlaun í sam- keppni um listaverk við Flugstöð Leifs Eiríkssonar stuttu eftir að hún var vígð. Annað verkið var útilistaverkið „Þotuhreiður“ eftir Magnús Tómas- son, sem sett var upp árið 1990. Verkið er stórt egg úr stáli sem trjóna þotu er að brjótast út úr eins og ungi sem er að brjótast úr eggi. Verkið stendur á steinhrúgu úr íslensku grjóti sem rís upp úr tjörn á lóð flugstöðvarinnar, en hún er hluti af verkinu. Hitt verkið var „Regnboginn“ eftir Rúrí, sem er gert úr ryðfríu stáli og steindu gleri reist árið 1991, en það tók eitt og hálft ár að setja verkið saman. Verkið var á þeim tíma hæsta listaverk á Íslandi, alls 24 metra hátt. Þegar farið var í suðurstækkun flugstöðvarinnar árið 2000 var aftur efnt til listaverka- samkeppni þá voru verkin „Flekaskil“ og „Tilvísunarpunktur“ eftir Kristján Guðmundsson keypt. Um er að ræða gólfverk úr ryðfríu stáli sem eru eitt á hvorri hæð byggingarinnar. Á 20 ára afmæli Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar var keypt verkið „Áttir“ eftir Steinunni Þórarinsdóttur en það hefur verið í geymslu vegna þrengslna en verður sett upp fyrir utan flugstöðina komumegin í sumar. Nú hefur verk Errós bæst í hópinn í tilefni 30 ára vígsluafmælis Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Það er mjög ánægjulegt að fá verk eftir þennan ást- sæla listamann í stöðina. Við afhjúpum á þessum tímmaótum veggmyndina Silver Sabler eftir Erró. Verkið, sem var valið af listamann- inum og fulltrúum Isavia í samein- ingu, er úr handmáluðum keramik- flísum. Það var framleitt af Aleluia cerâmicas í Portúgal undir eftirliti listamannsins, en þetta sama fyrirtæki hefur framleitt aðrar keramíkmyndir listamannsins sem eru á almannafæri í Reykjavík. Verkið er eftirmynd mál- verks frá árinu 1999 með sama nafni, en hefur hér verið stækkað upp í ker- amikmynd sem er 4,5m há og 11m breið. Verkið „Fjallar öðrum þræði um goð- sagnir háloftanna, rótleysi nútíma- mannsins og flugstöðina sem vettvang ævintýranna.“ Það er mjög við hæfi að verk eftir Erró skuli nú prýða flug- stöðvarbygginguna, þar sem enginn listamaður íslenskur er eins víðför- ull og alþjóðlega sinnaður og hann. Listamaðurinn afsalaði sér höfundar- launum fyrir verkið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir þá höfðing- legu gjöf sem hann færir Keflavíkur- flugvelli með því fyrir þá ferðalanga sem þar fara í gegn til að njóta,“ sagði Margrét eftir afhjúpunina. ■ Þrjátíu ára afmæli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var fagnað nýlega en stöðin var opnuð formlega 14. apríl 1987 að viðstöddum um þrjú þúsund gestum. Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum árum en nú er flug- stöðin oft nefnt stóriðja Suðurnesja- manna enda lang stærsti vinnu- staður svæðisins og einn sá stærsti á landinu. ERRÓ vígður í flugstöðinni á 30 ára afmælinu Glaðhlakkalegt veitingafólk frá LaGardier í flugstöðinni. Sandgerðingurinn Jón Norðfjörð (t.h.) var í mörg ár í varastjórn Isavia. Verktakafyrirtækið Húsagerðin í Reykjanesbæ fékk það vandasama verk að setja upp listaverkið hans Erró. Myndin er samsett með 2500 flísum. Þeir voru límdar á platta sem síðan voru settir saman í þessari stóru uppsetningu. Á myndinni eru Birgir Vilhjálmsson og Agnar Áskelsson frá Húsagerðinni fyrir framan verkið. Tónlistarmennirnir úr bítlabænum, Valdimar og Björgvin Ívar léku nokkur lög. Suðurnesjamenn í nýrri stjórn Isavia, Njarðvíkingurinn Helga Sigrún Harðardóttir og Sandgerðingurinn Ólafur Þór Ólafsson. Björn Óli, forstjóri Isavia tók á móti fyrstadagsum- slögum með frímerki af flugstöðinni sem gefin voru út. Bandaríski arkitekinn Hans Faassen sem starfaði við hönnun stöðvarinnar mætti með umslögin. Björn Ingi Knútsson, Jón Böðvarsson og Jón B. Guðnason fengu Keflavíkurflugvöll í „fangið“ þegar Varnarliðið fór árið 2006. Friðþór Eydal var upplýsingafulltrúi Varnarliðsins og tók fljótlega við sem slíkur hjá flugmálastjórn og síðar Isavia eftir brottför Kanans. „Smíði flugstöðvarinnar þótti bera vott um mikinn stórhug og staðfesta að Íslendingar vildu vera í fremstu röð á öllum sviðum, enda húsið tæknivæddasta bygging sem reist hafði verið í landinu. Flugstöðin hefur verið í sífelldri endurnýjun og hátt í fjórfaldast að stærð á síðust tveimur áratugum,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á þrjátíu ára vígsluafmæli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Björn sem var fyrsti forstjóri Isavia en forverar hans voru flugvallar- stjórar, sagði að Keflavíkurflug- völlur hafi verið gerður og rekinn af Bandaríkjaher og við uppbyggingu varnarliðsins á sjötta áratug síðustu aldar hafi (gamla) flugstöðin lent inni í herstöðinni miðri. „Þetta kom þó ekki að sök á meðan flugvöllurinn var einungis áningar- staður og umferð fremur lítil. Flutn- ingur millilandaflugs íslensku flug- félaganna Loftleiða, og síðar Flugfélags Íslands, frá Reykjavík til Keflavíkur á sjöunda áratugnum gerbreytti mynd- inni og borgaralegt flug stórjókst. Það var því ljóst að leita varð nýrra leiða og gerð nýrrar flugstöðvar og athafna- svæðis á nýjum stað markaði farsælar lyktir á miklu þjóðþrifamáli sem átt hafði sér langan aðdraganda. Það var öðrum þræði samvinna íslenskra og bandarískra stjórnvalda til þess að skilja farþegaflug frá starfsemi varnar- liðsins enda greiddu Bandaríkin um tvo þriðju hluta heildarkostnaðar við framkvæmdina,“ sagði Björn m.a. í ræðu sinni. Við vígsluathöfnina fyrir þrjátíu árum var einnig tekið fram að fram- kvæmdin myndi síður en svo verða skuldabaggi á skattborgurum lands- ins. Flugstöðin myndi að öllu leyti standa undir sér og á endanum skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Þetta hefur gengið eftir þótt enn sé nokkuð í að beinum tekjum verði skilað í ríkissjóð. Ríkissjóður greiddi reyndar ekki krónu af sínum kostn- aðarhluta við bygginguna heldur tók lán sem greidd hafa verið upp með rekstrartekjum. Vildum vera í fremstu röð á öllum sviðum í tæknivæddasta húsi landsins ●● Ríkið●greiddi●ekki● krónu●í●flugstöðinni Björn Óli Hauks- son, forstjóri Isavia fór yfir sögu flug- stöðvarinnar. Forsíða Víkurfrétta daginn eftir víglsu stöðvarinnar sem var 14. apríl 1987. Þar er stór mynd tekin yfir gestafjöld- ann sem var um 3 þúsund. Svo eru for- ráðamenn stöðvarinnar skammaðir í forsíðugrein um að hafa hundsað aðila á Suðurnesjum við vígsluna.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.