Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2017, Side 23

Víkurfréttir - 11.05.2017, Side 23
22 fimmtudagur 11. maí 2017VÍKURFRÉTTIR H VA R : B Í Ó S A L U R D U U S S A F N A H Ú S A H V E N Æ R : 1 7. M A Í , K L . 1 7–1 8 17 -1 3 74 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA O P I N N Í B Ú A F U N D U R Á H R I F F R A M K V Æ M D A V I Ð F L U G B R A U T I R Á F L U G U M F E R Ð O G H L J Ó Ð V I S T Opinn íbúafundur verður haldinn þann 17. maí kl. 17 í Bíósal Duus Safnahúsa. Á fundinum verður farið yfir framkvæmdir við flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar í sumar og áhrif á flugumferð. Kynntar verða niðurstöður hljóðmælinga og vefur sem opinn er almenningi og sýnir flugumferð í rauntíma. Frummælendur á fundinum eru • Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia • Þröstur Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar • Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar Keflavíkurflugvallar • Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar ■ Víðir byrjar af krafti Víðir vann Hött frá Egilsstöðum 4:1 á Nesfiskvellinum í Garðinum á laugardaginn. Leikurinn var fyrsti leikur Víðis á Íslandsmóti karla í 2. deildi í knattspyrnu í sumar. Víðir hefur verið að gera býsna góða hluti á undirbúningstímabilinu og byrjar deildina af krafti. Víðismenn leiddu leikinn 2:0 í hálfleik og sigruðu að lokum 4:1. Það voru þeir Ró bert Örn Ólafs son, Jón Gunn ar Sæ munds­ son, Helgi Þór Jóns son og Al ex and er Bjarki Rún ars son sem skoruðu mörk heima manna. Keflvíkingar gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik í Inkasso­deildinni í knatt­ spyrnu þegar þeir mættu Leikni úr Reykjavík í Breiðholtinu sl. föstudag. Danski framherjinn, Jeppe Hansen sem kom til Keflavíkur fyrir þetta tímabil skoraði mark bítlabæjarliðsins úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur í fyrri hálfleik. Breiðhyltingar jöfnuðu í síðari hálf­ leik og sóttu í sig veðrið þegar leið á leikinn en Keflvíkingar voru betri fyrri partinn. Fótboltasíðan fotbolti.net hrósar Sindra K. Ólafssyni, markverði Kefla­ víkur og segir hann hafa verið besta mann liðsins, hann varði oft vel og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Keflvíkingar voru jafntefliskóngar í deildinni í fyrra og byrja því nýja keppnistíð eins og þeir voru allt árið í fyrra. Þeir leika fyrsta heimaleikinn á laugardaginn á Nettó­vellinum gegn hinu Leiknisliðinu en það er frá Fá­ skrúðsfirði. ■ Sigur í fyrsta leik hjá Grindavík Grindavíkurkonur tryggðu sér fyrstu þrjú stig sumarsins í gær þegar þær lögðu Hauka í nýliðaslag, 2­1 sl. Fimmtudag í Pepsi­deildinni í knatt­ spyrnu. Grindavík var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hálf ótrúlegt að að­ eins eitt mark liti dagsins ljós. Hin brasilíska Thaisa De Moraes Rosa Mo­ reno tryggði sigurinn með marki á 71. mínútu en hún var í algjöru lykilhlut­ verki í gær og tók við fyrirliðabandinu þegar Bentína fór meidd af velli undir lokin. Grindavíkurstúlkur léku útileik í gær gegn KR. Nánar um það á vf.is. „Þetta verður hörkuleikur. Víkingar eru með góðan leikmannahóp. Þeir voru í deildinni í fyrra og sýndu að þeir eru hörkulið. Ég vil endi- lega hvetja alla til að mæta á leik- inn á sunnudaginn og hvetja okkur áfram,“ sagði Andri Rúnar Bjarna- son en hann tryggði Grindvíkingum sigur á hans gömlu félögum úr Víkingum í Víkinni sl. mánudags- kvöld í Pepsi-deildinni í knatt- spyrnu. Markið kom í uppbótartíma en Andri fékk magnaða sendingu frá Gunnari Þorsteinssyni af vinstri kantinum. Grindvíkingar fara vel af stað í deild­ inni í sumar. Þeir gerðu jafntefli við Stjörnuna í fyrsta leik og unnu svo Víkinga úr Reykjavík á mánudaginn með tveimur mörkum gegn einu. Sigurmarkið kom á uppbótatíma og var það Andri Rúnar Bjarnason sem kom boltanum yfir marklínuna en hann kom frá Víkingum og var því að spila á móti sínum gömlu félögum. Hann byrjaði sinn knattspyrnuferil í Bolungarvík og fór þaðan í Víking. Hvernig ertu að finna þig í Grinda- víkurliðinu? „Bara vel, þetta er góður hópur og mér líður vel hér.“ Hvernig lýsir þú síðustu andartökum leiksins á móti Víkingum? „Þetta var bara geðveikt, boltinn berst út á Gunna á kantinn og hann sendir fyrir og ég næ bara að koma honum yfir marklínuna. Ég sá boltann ekki fara inn en heyrði bara fagnaðarlætin í strákunum.“ Hvernig var að skora þetta mark á móti sínum gömlu félögum? „Það var frábært, sérstaklega að skora í uppbótatíma.“ Var ekkert mál að fagna markinu á gamla heimavellinum? „Nei það var ekkert mál, ég kann vel við mig í Fossvoginum. Ég hafði góða tilfinningu eftir að við skoruðum sigurmarkið að við myndum vinna leikinn.“ Andri Rúnar afgreiddi gömlu félaganna Mynd: Andri Rúnar fagnar á viðeigandi hátti. Mynd/fotbolti.net Grindvíkingar hafa byrjað vel í Pepsi- deildinni í knattspyrnu, gert eitt jafnt- efli og einn sigur. VF-mynd/fobolti.net Jafntefliskóngarnir byrjuðu á jafntefli Jeppe Hansen byrjaði vel með Keflavík og skoraði mark liðsins úr víti. VF-mynd/fobolti.net ■ Njarðvík sótti eitt stig austur Njarðvík gerði 1­1 jafntefli við Hug­ inn frá Seyðisfirði í 2. deild Íslands­ mótsins í knattspyrnu á laugardaginn. Leikurinn fór fram á Seyðisfirði og var fyrsti leikur þessara liða á Ís­ landsmótinu í sumar. Í hálfleik var staðan 1:0 fyrir heimamenn. Njarð­ víkingar höfðu yfirhöndina allan seinni hálfleikinn eins og í þeim fyrri og átti Njarðvík margar góða sóknir en vantaði alltaf herslumuninn á að koma boltanum í netið. Það var svo á 78. mínútu sem jöfnunarmarkið leit dagsins ljós og það gerði Ingibergur Kort Sigurðsson með skalla eftir horn­ spyrnu.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.