Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2017, Page 1

Víkurfréttir - 12.01.2017, Page 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • fimmtudagurinn 12. janúar 2017 • 2. tölublað • 38. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA • Sala bí la • Sala varahluta • Verkstæðisþjónusta 590 5090 Þrýstihópurinn „Stopp - hingað og ekki lengra!“ eru menn ársins 2016 á Suðurnesjum að mati Víkurfrétta. Hópurinn var stofnaður á samfélags- miðlinum Facebook snemma í júlí 2016. Markmið hópsins var að þrýsta á að lokið verði við tvöföldun Reykja- nesbrautar og úrbætur gerðar á um- ferðarmannvirkinu í kjölfar bana- slyss sem varð á Reykjanesbraut við Hafnaveg. Í þrýstihópnum eru 16.000 einstaklingar sem lögðust á árarnar í baráttu fyrir betri Reykjanesbraut. Á árinu munu verða gerð tvö hringtorg á Reykjanesbraut, við Þjóðbraut og Aðalgötu og þá er tvöföldun brautar- innar frá Njarðvík inn að flugstöð komin á Samgönguáætlun. „Þegar við hér á Suðurnesjum stöndum saman og róum í sömu átt gengur okkur ótrúlega vel. Samstaða í þessu verkefni var lykill að árangri sem við náðum,“ segir Ísak Ernir Kristinsson en hann og Guðbergur Reynisson, stofnendur hópsins tóku við viðurkenningu Vík- urfrétta og fara yfir málin í viðtali í blaðinu og í sjónvarpsþætti vikunnar. Ísak og Guðbergur og þær Margrét Sanders og Martha Jónsdóttir tóku við viðurkenningu frá VF fyrir hönd hópsins. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) hefur keypt Miðland ehf. sem á land í Hlíðahverfi í Reykja- nesbæ, oft nefnt Nikkel svæðið, af Landsbankanum. BYGG átti hæsta tilboðið í félagið í opnu söluferli og greiddi 651 milljónir króna fyrir það. Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu 300 íbúða á um 20 hektara skipu- lagssvæði samkvæmt samþykktu deiliskipulagi og allt að 185 íbúðum til viðbótar ásamt atvinnuhúsnæði, á samtals um 14 hektara svæði sam- kvæmt gildandi aðalskipulagi. Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og var öllum opið sem uppfylltu hæfismat og gátu sýnt fram á 300 milljón króna fjárfest- ingargetu. Fjögur óskuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í fyrri hluta söluferlisins sem lauk 26. október og þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í seinni hlutanum sem lauk 30. nóv- ember. Afhending og greiðsla fyrir hlutaféð hefur farið fram, segir á heimasíðu Landsbankans. Stopp - hingað og ekki lengra! - Suðurnesjafólk ársins! Nikkel svæðið selt á 650 milljónir kr. ● Byggingarland fyrir 485 íbúðir Séð yfir hluta svæðisins þar sem tæplega 500 íbúðir verða byggðar. Gangandi vegfarendur hafa fengið mikla samgöngubót á Fitjum en á morgun verða formlega tekin í notkun undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveg. Undirgöngin eru langþráð enda hafa íbúar á Ásbrú verið duglegir að nýta sér verslun á Fitjum en þurft að fara yfir umferðarþunga Reykja- nesbraut. Umferðarhraði er mikill þarna og þá var ekið á gangandi vegfaranda á þessum slóðum árið 2013 með þeim afleiðingum að hann lést. Síðasta sumar varð einnig banaslys í um- ferðinni þar sem undirgöngin eru nú komin. Rétt er að ítreka við þá sem nota undirgöngin að nýta einnig göngustíg sem liggur frá göngunum og niður á Fitjar en síðustu daga hefur mátt sjá fólk nýta undirgöngin en ganga svo á vegöxl Reykjanesbrautarinnar, sem er hættulegt, sérstaklega í myrkrinu. Mikil samgöngubót fyrir gangandi Ásbrúarfólk Séð yfir framkvæmdasvæðið þar sem undirgöngin eru komin undir Reykjanes- brautina. VF-mynd: Hilmar Bragi Nýr sýningartími • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Sjónvarpsstöðin Hringbraut og vf.is umollun.vf.is Skoðaðu vf.is í dag!SUÐURNESJAMAGASÍN Nýtt veftímaritVíkurfrétta

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.