Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2017, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 30.11.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 30. nóvember 2017 // 47. tbl. // 38. árg. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@ vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Ásta Kristín Hólmkelsdóttir, sími 421 0001, asta@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM 01–11 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM 12–25 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM 26–28 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM 30–31 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM 29 Á árlegum morgunfundi Isavia sem haldin var á Hilton Nordica sl. þriðjudag var kynnt ný spá um farþegafjölda fyrir Keflavíkurflugvöll árið 2018. Þá var Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson með erindi um hvaða áhrif það hefur fyrir Ísland að Keflavíkurflugvöllur er skiptistöð milli heimsálfa auk þess sem Ásta Kristín Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri íslenska ferðaklasans kynnti viðskiptahraðalinn Startup Tourism, sem hefur hjálpað fjölda sprotafyrirtækja í ferðaþjónustu að komast á legg. Mikil fjölgun skiptifarþega Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar kynnti farþegaspá Isavia. Samkvæmt spánni munu 10,4 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári, 18% fleiri en á þessu ári. Mest er fjölgunin á meðal skiptifarþega, sem millilenda eingöngu á flugvellinum á leið sinni á milli Evrópu og Norður- Ameríku eða 33%. Fjölgun komu- og brottfararfarþega er hlutfallslega minni en undanfarin ár, 10%, en þó er fjölgunin töluvert yfir meðaltals- farþegafjölgun á flugvöllum í Evr- ópu og Norður-Ameríku. Ef spáin er skoðuð niður á mánuði sést að markaðsátak ferðaþjónustunnar og hvatakerfi Isavia, sem hafa markvisst miðað að því að fjölga ferðamönnum utan sumartíma, halda áfram að skila miklum árangri. Þannig er búist við því að fjölgun farþega í júní, júlí og ágúst verði um 4%, en að fjölgun utan mestu álagstímanna verði á bilinu 10-20% og janúarmánuður árið 2018 verður stærri hvað farþegafjölda varðar en júnímánuður árið 2015. Tölurnar sýna að ferðaþjónustan er búin að festa sig í sessi sem heilsár- satvinnugrein. Fjölgun farþega sem fara um Kefla- víkurflugvöll hefur verið hröð undan- farin ár, en árið 2010, þegar Isavia var stofnað, fóru rúmar tvær milljónir farþega um völlinn. Ef spáin gengur eftir mun farþegafjöldi hafa fjór- faldast á átta árum og ríflega tvö- faldast frá árinu 2015. Margvíslegar áskoranir fylgja slíkum vexti og hefur Isavia staðið í tuga milljarða fram- kvæmdum til að mæta vextinum auk þess að fjölga starfsfólki mjög hratt. Áframhaldandi uppbyggingarskeið er í kortunum á flugvellinum og búast má við að Isavia muni framkvæma fyrir yfir 15 milljarða á ári næstu árin. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun farþega hefur starfsfólki á Keflavíkurflugvelli tekist vel að halda uppi þjónustustigi. Hlynur fór yfir niðurstöður ASQ kann- ana, sem eru samræmdar alþjóðlegar þjónustukannanir framkvæmdar á vegum alþjóðasamtaka flugvalla. Sam- kvæmt niðurstöðunum eru farþegar ánægðir með þjónustuna á Keflavíkur- flugvelli og þó einkunnin hafi lækkað frá því sem best var, helst völlurinn í flokki bestu flugvalla í Evrópu hvað varðar þjónustugæði. Hverju skila skiptifarþegar til þjóðarinnar? Á fundinum fór Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson ráðgjafi sérstaklega yfir fjölgun skiptifarþega sem fara í gegnum Keflavíkurflugvöll og þann margvíslega ábata sem af henni hlýst. Fjöldi rannsókna sýna að öfl- ugar samgöngutengingar milli landa skila sér í auknum lífsgæðum fyrir þjóðir. Fjölgun skiptifarþega eykur verulega flugtengingar við Ísland þar sem að flugfélög geta flogið til áfanga- staða sem væru ekki eins ábatasamir ef eingöngu væri verið að markaðs- setja ferðir til og frá Íslandi. Tengi- flugið er því orðin mikilvæg stoð undir uppbyggingu flugs á Íslandi og til framtíðar þarf að huga að því hvernig íslenskt hagkerfið geti nýtt þá stoð enn betur til aukinna lífskjara. Huginn Freyr fór yfir nokkra þætti í þessu sambandi eins og aukna sam- keppnishæfni landsins, tækifæri til að laða að margs konar starfsemi, stuðning við útflutning og lækkun vöruverðs. Ferðasprotar til framtíðar Viðskiptahraðlinum Startup Tourism var ýtt úr vör árið 2016 með það að markmiði að styðja við þá miklu nýsköpun sem orðið hefur í ferða- þjónustu undanfarin ár. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans kynnti hraða- linn og sagði frá nokkrum af þeim fjölmörgu verkefnum sem tekið hafa þátt í hraðlinum og eru orðin starf- andi ferðaþjónustufyrirtæki í dag. Bakhjarlar Startup Tourism viðskipta- hraðalsins eru Isavia, Vodafone, Ís- landsbanki og Bláa lónið en Icelandic Startups og Íslenski ferðaklasinn sjá um framkvæmd verkefnisins. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia: „Fjölgun farþega sem eiga leið um Keflavíkurflugvöll hefur verið gríðar- lega hröð undanfarin ár og mun hrað- ari en í löndunum í kringum okkur. Þegar Isavia var stofnað árið 2010 var farþegafjöldinn tvær milljónir og við búumst við tíu milljónum á næsta ári. Starfsfólk Isavia og ann- arra rekstraraðila á Keflavíkurflug- velli hefur sannarlega lyft grettis- taki við að taka á móti þessari miklu fjölgun en halda á sama tíma uppi góðu þjónustustigi. Við þurfum að halda þessari vinnu ótrauð áfram, því áframhaldandi farþegafjölgun er fyrirséð á sama tíma og við stöndum í framkvæmdum á einu mesta upp- byggingarskeiði í sögu flugvallarins.“ Skiptifarþegum, sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli, fjölgar um 33% Yfir 10 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2018 Í kjölfar samantektar sem Reykja- nesbær lét vinna og kynnti í október sl. ákváðu sveitarfélögin á svæðinu að taka höndum saman og fylgja málinu eftir, sem hófst með því að fundað var með fulltrúum fjármálaráðuneytisins. Síðan þá hefur verið fundað með mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytinu. Á næstunni verður einnig fundað með fulltrúum dóms- málaráðuneytisins. Þetta segir Ás- geir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann skrifar í vikulegt fréttabréf sitt úr Vogum. Auk framkvæmdastjóra sveitarfélag- anna og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sitja forsvarsmenn þeirra ríkisstofnanna á svæðinu, sem í hlut eiga hverju sinni, fundina þar sem farið er yfir stöðuna og vakin athygli á þróuninni á svæðinu og þeim fjárveitingum sem stofnanirnar fá til að reka starfsemi sína. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lét fyrr í haust vinna samantekt um fjárfram- lög ríkisvaldsins til stofnanna sinna á Suðurnesjum. Á opnum fundi, sem haldinn var þann 19. október sl., var niðurstaða greiningar á framlögum ríkisins til landshlutans kynnt og er óhætt að segja að niðurstöðurnar hafi verið sláandi. Fólksfjölgun hér á Suðurnesjum er fordæmalaus um þessar mundir, íbúum hefur fjölgað um ríflega fimm þúsund manns á undanförnum sjö til átta árum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti, ekki síst í ljósi áætlana um aukinn fjölda farþega sem fara um Kefla- víkurflugvöll á næstu árum og öllum þeim fjölda nýrra starfa sem munu koma til vegna þess. Slíkum vexti fylgir mikið álag á alla opinbera þjónustu, hvort heldur hún er veitt af sveitarfélögum eða ríkisvaldinu. Sveitarfélögin funda með ráðu- neytum vegna vaxtar Suðurnesja RITSTJÓRNARPISTILL HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Jólaprófin Nú er sá árstími að fjölmargir eru með í maganum yfir prófum. Hvernig kemur til með að ganga í stærðfræðinni, dönskunni eða eðlisfræðinni. Á flakki um veraldarvefinn rakst undirritaður á bréf frá erlendum skólastjóra sem hann hafði sent til foreldra skömmu fyrir prófin. Bréfið hljómar svona: Kæru foreldrar. Börnin ykkar munu taka próf hér í skólanum mjög fljótlega og ég veit að ykkur er mjög annt um að þeim gangi sem allra best. En munið samt að meðal þeirra sem munu taka þessi próf er listamaður sem þarf ekki endilega að skilja stærðfræði. Þarna verður frumkvöðull sem kærir sig kollóttann um sögu eða bókmenntafræði. Einnig verður þarna tónlistarmaður sem mun ekki nýta efnafræðiformúlurnar, íþróttamaður sem kærir sig lítið um eðlisfræði. Ef barnið þitt fær hæstu einkunnir þá er það frábært en ef það gerir það ekki, takið þá ekki frá því sjálfstraustið og sjálfsvirðinguna. Segið þeim að þetta sé allt í lagi, þetta er aðeins próf. Þeim séu ætluð miklu meiri hlutverk í lífinu og að ást ykkar á þeim breytist ekki og að það séu miklu fleiri atriði í lífinu sem skipta máli. Gerið þetta og fylgist með börnunum ykkar leggja heiminn að fótum sér. Próf eða lágar einkunnir taka ekki burt drauma þeirra eða hæfileika. Og munið að læknar og prófessorar eru ekki eina fólkið í heiminum sem er hamingjusamt. Svo mörg voru þau orð. Gangi ykkur vel í jólaprófunum. Útgáfa á aðventunni Framundan er myndarleg útgáfa Víkurfrétta á aðventunnu. Við hvetjum ykkur til að standa með okkur vaktina og benda okkur á áhugavert efni til birtingar í blaðinu okkar. Við tökum við ábendingum á póstfangið vf@vf.is eða í síma 421 0002 alla virka daga kl. 09-17. Þá er vakt allan sólarhringinn í síma 898 2222. Garður Hafnir Ásbrú Njarðv ík Sandge rðisbæ r Ný jal an d Ga rð va ng ur Þekkin garset ur Suðurn esja Varðan Íþrótta miðstö ð Pó st hú s Ve lli r 89 89 89 55 8887 1 88 Leifsst öð Grinda vík Garðab ær Keflav ík Reykja nesbæ r Reykja vík Kringla n BSÍ Háskóli Íslands LSH Tannga rður Ásgarð ur (Akt u Taktu) Klambr atún Hlíðar Fjörður - Skip tistöð l eiðHafnar fjörður Vogar Vegamó t Vogar Grindav ík Vegamó t Ráðhús Fríkirkj uvegur Aðalbraut Lögreglustöð Miðstö ð Fjölbra ut Heiðarendi Heiðarsel Heiðarbraut Álsvelli r Dansko mpaní Vatnsh oltB aldursg arðurA ðalgata Fótbolt a- völlur Holta- skóli Reykjav íkurtorg Ne sv ell ir Hjallave gur Ólafslu ndur Vesturg ata Melteig ur Fischer shús Gamli b ærinn Vinaminni Hornbjarg Myllubakkaskóli Ha fn ar ga ta St ján i b lái K ro ss mó i Nj ar ðv íku r- t or g Bo laf ót ur Steinás Grænás No rð ur tú n Heiðar- skóli Heiðar- garður Fitjar Grænás braut Bogabr aut Eldey Seljavo gur Djúpivo gur Landná msbær Kirkju- vogur Háaleit isskóli Virkjun Fjörhei mar Keilisbr aut Keilir Skógar torg Skógar braut Stekkja rkot Stekkja rgata Akursk óli Tjarnar hverfi Spóatjö rn Hafdalu rUn nardalu rA spardal ur Furuda lur Kambur Urðarbraut Engjadalur Beykidalur 55 Stræ tó á Rey kjane si 89 55 88 87Hring leið Njarðví k Ásbrú Hafnir Reykjan esbær - Reykja vík Vogar Reykjan esbær - Grinda vík Garður - Sandg erðisbæ r ©® Hu garflug ehf. - I ngi Gun nar Jóh annsso n • Gra phic De sign: Pr entun.i s hugarfl ug@int ernet.is • All r ights r eserve d • Hu garflug ehf 20 16 LEIÐA LYKIL L® Leiðarkerfi er á vefnum https://www.straeto.is Gjaldtaka í strætó Reykjanesbær hefur ákveðið að hefja gjaldtöku í strætó frá 1. janúar 2018. Gjaldtaka fer fram í formi árskorta en einnig verður hægt að kaupa einstaka ferðir um borð í strætó. Verðskrá árskorta er sem hér segir: Almennt kort 5000 kr. Börn 6-18 ára 2000 kr. Aldraðir og öryrkjar 2000 kr. Einstök ferð 300 kr. (hvorki skiptimynt né skiptimiðar í vögnum) Charges in public transportation. Information in english: www.reykjanesbaer.is Podatki w autobusie. Informacje w języku polskim: www.reykjanesbaer.is Sala árskorta 2018 hefst 1. desember nk. á eftirtöldum stöðum: Bókasafni Reykjanesbæjar Sundmiðstöð við Sunnubraut Íþróttamiðstöð Njarðvíkur Rokksafni Íslands, Hljómahöll Upplýsingamiðstöð ferðmanna í Duus Safnahúsum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.