Víkurfréttir - 30.11.2017, Blaðsíða 22
22 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 30. nóvember 2017 // 47. tbl. // 38. árg.
Tillaga að óverulegri breytingu á
aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi
Reykjanesbæjar 2015-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin fellst í tilfærslu á opnu svæði (OP) til norðurs og tilfærslu á íbúðarsvæði (ÍB20) til
suðurs, auk smávægilegrar breytingar á skilgreiningu IB20 í greinargerð. Greinargerð með
rökstuðningi er á uppdrætti dags. 30.10.2017 í mkv: 1:7.500.
Breytingin er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi fyrir Víkurbraut 21 og 23.
Deiliskipulagsbreytingar í Reykjanesbæ
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipu-
lagsbreytingar.
Deiliskipulagsbreyting Víkurbraut 21 og 23
Breytt deiliskipulag felst í að núverandi lóð Víkurbraut 21-23 færist sunnar og bæjarlandið
norðar á núverandi lóð Víkurbraut 21-23. Nýbygging þriggja 5 hæða fjölbýlishúsa, með allt að
81 íbúð. Niðurrif á saltgeymslum. Breytingu á götuheiti lóðar úr Víkurbraut 21-23 í Hafnargötu
81, 83 og 85 . Tillagan er auglýst samhliða auglýsingu á breyttu aðalskipulagi.
Deiliskipulagsbreyting Framnesvegur 11
Núverandi lóð Framnesvegur 11 stækkar yfir á Framnesveg 9 og Básveg 11. Húsum fækkað úr
fjórum í þrjú 5 hæða fjölbýlishús, með allt að 87 íbúðum. Fyrirkomulag bygginga á lóð breytt.
Niðurrif á Framnesvegi 9.
Deiliskipulagsbreyting Dalsbraut 3 og 5
Breytingin fellst í að byggingareitur við hús nr. 5 verði lengdur um 2m til suðurs í stað þess að
beygja til austurs og íbúðum verði fjölgað úr 26 í 38. Bílastæðahlutfall fer úr 1,8 á íbúð í 1,6.
Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 28. nóvem-
ber 2017 til 8. janúar 2018. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. janúar 2018. Skila skal inn skrif-
legum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 , 230 Reykjanesbæ.
Reykjanesbæ 22. nóvember 2017.
Skipulagsfulltrúi
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeir sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
ATVINNA
STARFSFÓLK ÓSKAST TIL RÆSTISTARFA
Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Í boði er 50% starf með möguleika á meiri vinnu
Vinnutími 08:00 til 12:00 virka daga
Kröfur: Hreint sakavottorð, ökuréttindi
Tungumál: Íslenska eða góð enskukunnátta
Áhugasamir sendið tölvupóst á halldor@allthreint.is
JOB OFFER
STAFF NEEDED FOR CLEANING IN FLE ( KEF AIRPORT )
Available is: 50% job with possibility of more work
Working hours from 08:00 to 12:00 week days
Must have: Clean criminal record, Drivers license
Language: Icelandic or good English
Interested send e-mail to: halldor@allthreint.is
Jólaljósin á vinabæjarjólatrénu
tendruð í fimmtugasta og fimmta sinn
Það er Adrian Andruszkiewicz, nemandi úr 6. bekk Myllubakkaskóla, sem
fær þann heiður á laugardaginn að kveikja ljósin á jólatrénu á Tjarnar-
götutorgi sem er að venju gjöf frá vinabæ okkar, Kristiansand í Noregi.
Viðstaddir athöfnina verða sendiherra Noregs á Íslandi og fulltrúi Norræna
félagsins í Kristiansand sem flytja okkur kveðjur. Forseti bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar veitir trénu viðtöku fyrir hönd bæjarbúa.
Skjóða, Langleggur og jóla
sveinar líta við
Það er næsta víst að margir bæjar-
búar hafa alist upp við það að vera
viðstaddir tendrunina á vinabæjar-
jólatrénu og þótt ekki sé um stór-
brotinn viðburð að ræða þá er þetta
eins og með aðrar jólahefðir, það má
alls ekki breyta þeim. Enda verður
þetta skemmtileg stund. Blásarasveit
frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
leikur jólalög við tréð á meðan gesti
drífur að og systkini jólasveinanna,
þau Skjóða og Langleggur sjá um að
skemmta börnunum ásamt bræðrum
þeirra úr fjöllunum sem dansa með
gestum í kringum tréð.
Boðið verður upp á heitt kakó og
piparkökur til að halda hita á mann-
skapnum.
Dagskráin hefst kl. 17 og verður
lokið kl. 18.
KERTATÓNLEIKAR KARLAKÓRS KEFLAVÍKUR
Hinir árlegu Kertatónleikar Karla
kórs Keflavíkur fara fram í Ytri
Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn
6. desember. Tónleikarnir hefjast
kl. 20:30.
Stjórnandi Karlakórsins er Jóhann
Smári Sævarsson. Á dagskrá eru hefð-
bundin jólalög, bæði í hátíðlegri kant-
inum og léttari jólasöngvar. Píanóleik
annast Sævar Helgi Jóhannsson.
Gestir á kertatónleikunum að þessu
sinni er Kvennakór Suðurnesja sem
syngja bæði einar og með karla-
kórnum. Stjórnandi Kvennakórsins
er Dagný Þórunn Jónsdóttir og Geir-
þrúður Fanney Bogadóttir leikur
á píanó.
Að venju er um rólega og notanlega
stemmingu að ræða sem yljar kór og
gestum á aðventunni.
Miðaverð er kr. 2.500,
Falleg vinastund á milli yngri og eldri borgara
„Gaman saman“ er yndislegt samfélagslegt verkefni
þar sem yngri og eldri borgarar koma saman og eiga
ljúfar stundir. Nemendur á Gimli heimsækja reglulega
vini og vinkonur á Nesvöllum, Selinu og Hrafnistu
og eru með ýmsar uppákomur í formi ljóðalesturs,
söngva og leikþátta.
Í sl. viku fóru börnin á Nesvelli og fluttu Aravísur og sungu
öll erindin sex, textinn er eftir Stefán Jónsson en lagið er
eftir Ingibjörgu Þorbergs. Ingibjörg lagahöfundur dvelur
á Hrafnistu og fagnaði nýverið 90 ára
afmæli. Börnin höfðu sérstaklega æft
Aravísur til þess að syngja fyrir Ingi-
björgu, henni til heiðurs.
Ingibjörgu þótti afar vænt um heim-
sóknina og fannst henni börnin svo
ótrúlega flink að kunna textann og
lagið svona vel. Næst á dagskrá er að
æfa annað lag eftir Ingibjörgu Þor-
bergs Jólaköttinn, ljóð eftir Jóhannes
úr Kötlum. Ingibjörg og vinir hennar
á Hrafnistu bíða spennt eftir að heyra
það og fá börnin aftur í heimsókn.
Þess má geta að þessir sömu nem-
endur frá Gimli munu fimmtudaginn
7. desember flytja leikþátt um Jóla-
sveinana á hinni árlegu aðventustund
Gaman saman hópsins sem haldin er
á Nesvöllum.