Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2017, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 30.11.2017, Blaðsíða 31
31ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 30. nóvember 2017 // 47. tbl. // 38. árg. Landsliðstreyjan - tilvalin jólagjöf STAPAFELL Landsliðstreyjan fæst hjá okkur HAFNARGATA 50 - SÍMI 421-2300 „Líklegir til alls ef við spilum saman sem lið“ Magnús Már Traustason leikur með liði Keflavíkur í Domino´s deildinni í körfuknattleik en markmið hans í vetur er að hjálpa liðinu sínu eins mikið og hann getur. Hann er ánægður með liðsfélaga sína, sem taka vel á honum á æfingum, en Magnús segir liðið bæta sig með hverjum deginum. Eftir landsleikjapásu munu Keflvík- ingar mæta í Ljónagryfjuna næst- komandi sunnudag í sannkallaðan nágrannaslag gegn Njarðvíkingum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Eruð þið sáttir með frammistöðuna í vetur? „Ég held við séum ekkert ósáttir en í þessum þremur tapleikjum þá hefðum við geta gert miklu betur. Þetta er langt mót og við bætum okkur á hverjum degi og toppum von- andi á réttum tíma. Við erum með flott lið og erum til alls líklegir ef við spilum saman sem lið.“ Hvernig hafa æfingarnar verið hjá ykkur? „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Frikki er með margar góðar æfingar og svo skemmir ekki fyrir að hafa góða liðsfélaga sem taka vel á manni.“ Hver eru markmiðin þín í vetur? „Markmiðin mín í vetur eru að hjálpa liðinu mínu eins mikið og ég get og gera betur en í fyrra.“ Hver er skemmtilegasti/erfiðasti and- stæðingurinn? „Ég er sjálfur svolítið erfiður við mig en annars eru öll lið erfið ef maður mætir ekki tilbúinn til leiks, alveg sama hvort þau séu i úrvalsdeild eða í neðri deildum.“ Hvert er eftirminnilegasta atvikið þitt í körfunni? „Úrslitakeppnin i fyrra og líka keppnis- ferð til Búlgaríu með U-18 landslið- inu þar sem okkur gekk ágætlega og kynntumst fullt af öðruvísi hlutum.“ Hvað finnst þér best við það að vera í körfu? „Maður kynnist fullt af fólki og eignast góða vini. Einnig er mikið um það að við gerum eitthvað saman sem lið.“ Áttu einhverja skemmtilega sögu af liðinu? „Ég á helling af sögum en þær haldast innan liðsins.“ UTANVALLAR ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN Á SUÐURNESJUM LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA - Halda samstöðumót til styrktar Guðmundi Atla Helgasyni Í nóvember 2015 greindist Guðmundur Atli Helgason með bráðahvít- blæði aðeins 7 ára gamall. Við tók sjö mánaða ferli með lyfjagjöfum og veikindum sem Gummi eins og hann er kallaður tæklaði með jákvæðnina að vopni. Þann 3. september, fimmtán mánuðum seinna og Gummi ný orðinn níu ára endurgreindist hann með bráðahvítblæðið og hefur þegar lokið tveimur lyfjagjöfum. Gummi þarf því að fara til Svíþjóðar í frekari meðferð og mergskipti. Gummi hefur því á sinni stuttu ævi tekist á við marga erfiðleikana en 5 ára flutti hann ásamt systur sinni til ömmu sinnar og afa sem hafa staðið við hlið hans í gegnum allt saman. Sunddeild ÍRB með söfnunarbauk á Aðventumóti Börn á aldri við Guðmund ætla að sýna samstöðu og hafa íþróttadeilir á Suðurnesjum tekið höndum saman og ætla að halda samstöðumót til að styðja og styrkja Guðmund Atla. Sunddeild ÍRB mun hefja leika með Aðventumótinu sínu sem haldið verður þann 29. nóvember nk. og hefst mótið klukkan 17:30, söfnunar- baukur verður á staðnum fyrir þá sem vilja taka þátt í að styðja við bakið á fjölskyldu Guðmundar Atla Helgasonar. Sundráð ÍRB sendir ekki jólakort í ár til stuðningsaðila og gefur andvirði kortanna þess í stað í þetta góða málefni. Fjölmargar íþróttagreinar í Grindavík Þann 3. desember nk. frá klukkan 14- 16 verður keppt í fótbolta í Hópinu í Grindavík, þar verða lið frá öllum Suðurnesjum sem munu keppa inn- byrðis. Í Mustad höllinni í Grindavík fara fram körfuboltaleikir þar en þar mætast einnig lið frá öllum Suður- nesjunum. Júdódeildir Grindavíkur og Þróttar Voga taka líka þátt og verða með sameiginlega æfingu í Gjánni Grindavík, ungir og efnilegir skákleikmenn á öllum aldri munu etja kappi í Gjánni og á sama tíma ætlar sundfólk frá UMFG og Þrótti frá Vogum reyna með sér í sund- lauginni í Grindavík . Guðmundur er lífsglaður og hjarta- hlýr drengur með mörg áhugamál. Hann hefur áhuga á fótbolta, sundi, hjólreiðum, skák og Lego. Hann hefur verið í Myllubakkaskóla með einstökum bekkjarfélögum sem hafa stutt hann á ólýsanlegan hátt á samt því að stunda nám hjá grunnskóla Barnaspítalans í öðrum og nú fjórða bekk. Stefnan í hans meðferð núna er að vera á sjúkrahúsi í Huddinge í Svíþjóð þessi jólin. Styrktarreikningur: Guðmundur Atli Helgason, Kt: 190808-4080, Reikn: 0542-14-40497I. HÖGNI MADSEN TIL LIÐS VIÐ ÞRÓTT Færeyingurinn Högni Madsen mun leika með Þrótti Vogum í knatt- spyrnu á næstu leiktíð. Högni kemur til lands- ins í janúar en hann getur bæði spilað á miðjunni og sem miðvörður. Högni, sem er 32 ára, lék síðast með Fram í Inkasso-deildinni og þar á undan með B36 frá Þórshöfn. Hann á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Færeyjar en hann hafði leikið allan sinn feril í heimalandinu áður en hann fór í Fram. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að það sé mikil ánægja fyrir knatt- spyrnudeild Þróttar að fá Högna í liðið fyrir komandi átök. Alexander verður aðstoðar- og styrktarþjálfari Keflavíkur Alexander Magnússon hefur verið ráðinn að- stoðar- og styrktarþjálfari hjá 2. flokki karla til næstu tveggja ára. Alexander er fyrrum leik- maður meistaraflokks karla og var gríðarlega efnilegur ungur leikmaður, en glímdi við erfið meiðsli sem urðu til þess að hann þurfti að hætta, aðeins 28 ára gamall. Fram kemur á vef Knatt- spyrnudeildar Keflavíkur að félagið sé gríðarlega ánægt með þetta skref og hlakki til að sjá ungu strákana í 2. flokki taka framförum í vetur og á komandi misserum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.