Víkurfréttir - 30.11.2017, Page 6
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 30. nóvember 2017 // 47. tbl. // 38. árg.
Jólin
í Duus Safnahúsum
JÓLAMARKAÐUR Í BÍÓSAL
Laugardagur 2. des. kl. 12-17
Sunnudagur 3. des. kl. 12-17
Alls kyns handunnar vörur.
JÓLATRÉSSKEMMTUN
Sunnudagur 3. des. kl. 14-15
Frú Ása Olavsen kaupmannsfrú Duus-
verslunar tekur á móti börnunum
og fer með þau 100 ár aftur í tímann.
Gamaldags jólasveinn bregður á leik.
JÓLASVEINARATLEIKUR
Í BRYGGJUHÚSI
Hefst 4. desember til jóla
Jólasveinarnir hafa falið sig um allt
Bryggjuhús og það þarf að finna þá
svo þeir geti sett gjafir í skóinn.
HVERNIG VÆRI AÐ STÍGA ÚT ÚR AMSTRI HVERSDAGSLEIKANS
OG LÍTA VIÐ Í DUUS SAFNAHÚSUM UM HELGINA?
Allir velkomnir
og aðgangur ókeypis
VIBES
HERRAFATAVERSLUN
HAFNARGÖTU 32
SÍMI 421-0053
OPNUNARTÍMI:
MÁNUDAGA–FÖSTUDAGA 11–18
LAUGARDAGA 11–16
Herraföt fyrir alla
karlmenn á Suðurnesjum
hattar
húfur
bolir
úlpur
peysur
hliðartöskur
treflar
skyrtur
slaufur
bindi
bindisnælur
jakkar
buxur
belti
og margt f leira
k
e
f
l
a
v
í
k
Grindavíkurvegur einn slysamesti
og áhættusamasti vegur landsins
- KEMUR FRAM Í GREININGU EURORAP. ÞINGMENN SUÐURKJÖRDÆMIS FUNDUÐU MEÐ FULLTRÚUM GRINDAVÍKURBÆJAR
Þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með fulltrúum Grindavíkurbæjar og
áhugafólki um endurbætur á Grindavíkurvegi í síðustu viku og var staðan
tekin og næstu skref til umbótar Grindavíkurvegs tekin. Vegagerðin mun
hitta fulltrúana í vikunni þar sem reynt verður að þrýsta á undirbúnings-
vinnu svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir á veginum en næstu skref þing-
manna Suðurkjördæmis eru þau að þeir sannmælist um að setja veginn í
forgang til þess að sækja fjármagn fyrir hann.
Fulltrúar Grindavíkurbæjar bentu
þingmönnum meðal annars á það
að klára þurfi að laga holur sem eru
í veginum sem fyrst og einnig það að
það sé löngu komið að þolmörkum og
aðgerðir til að auka öryggi vegarins,
það þoli enga bið. Ásmundur Friðriks-
son þingmaður Sjálfstæðisflokksins
sagði að fundurinn hefði verið mjög
góður og að nú þyrfti að auka fé í
innviðina. Á fundinum var einnig
tekin saman samantekt um Grinda-
víkurveg, hér að neðan eru nokkrir
punktar úr henni.
❱❱ Grindavíkurvegur er einn slysamesti og áhættu-
samasti vegur landsins samkvæmt greiningu
EuroRAP
❱❱ Á árunum 2007–2016 varð eitt banaslys á Grinda-
víkurvegi og sextán alvarleg slys. Alls urðu 124
slys og óhöpp á veginum á þessu tímabilinu.
Á árinu 2017 hafa þegar orðið tvö banaslys.
❱❱ Umferð um Grindavíkurveg við Seltjörn hefur
aukist um nærri 60% á milli áranna 2011 og
2016 samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar.
Árið 2016 fóru að meðaltali nærri 5000 bílar
daglega um veginn yfir sumartímann og meira
en 3700 yfir vetrartímann.
❱❱ Íbúum í Grindavík hefur fjölgað nærri um 14%
á síðastliðnum fimm árum og mikil eftirspurn
er eftir íbúðarhúsnæði og byggingarlóðum í
bæjarfélaginu. Íbúafjölgun ein og sér mun
því valda auknum umferðaþunga á Grinda-
víkurvegi.
❱❱ Bláa Lónið er einn fjölsóttasti ferðamanna-
staður landsins og gera má ráð fyrir mikilli
aukningu ferðamanna sem allir fara um
Grindavíkurveg. Árið 2016 var gestafjöldi
Bláa Lónsins yfir ein milljón og að meðaltali
komu 48 rútur þangað daglega auk mikil fjölda
fólksbíla. Rútuferðirnar einar og sér til og frá
Bláa Lóninu voru því samtals um 35.000
❱❱ Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær lands-
ins. Uppskipaðar sjávarafurðir í Grindavíkurhöfn
voru 43.000 tonn árið 2015 og var þeim öllum
keyrt um Grindavíkurveg til frekari vinnslu, sölu
eða útflutnings. Útflutningsverðmæti sjávaraf-
urða frá Grindavík er rúmlega tuttugu milljarðar
króna. Sama ár var um tuttugu þúsund tonnum
af fiskisalti landað í Grindavík sem var dreift í
saltfiskverkanir á öllu Suðvesturhorninu. Þá
er áætlað að tæplega tuttugu milljónir lítra af
eldsneyti fari um Grindavíkurhöfn árlega sem
síðan er ekið um Grindavíkurveg.
❱❱ Gríðarlega mikil fjárfesting og uppbygging er
á svæðinu fyrir tugi milljarða og mikilvægt að
ríkið fylgi á eftir með öflugum og öruggum
samgöngum. Má þar helst nefna uppbyggingu
fiskeldis hjá Matorku, Íslandsbleikju og Stolt Sea
Farm ásamt umfangsmiklum hótelframkvæmdum
við Bláa Lónið. Allar þessar framkvæmdir munu
auka umferð um Grindavíkurveg verulega.
❱❱ Í farþegaspá Isavia sem gerð var í október
2016 er gert ráð fyrir rúmlega 25% aukningu
ferðamanna á Íslandi á árinu 2017. Hér ber að
nefna svigrúm til aukningar á sumarmánuðum
er takmarkað en aukning í öðrum mánuðum
getur verið allt upp undir 60% miðað við
rauntölur 2016. Samkvæmt tölum frá Isavia
jókst fjöldi farþega í janúar á milli áranna
2016 og 2017 um 70%
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Ók á 144 km hraða á
Sandgerðisvegi
Átta ökumenn hafa verið kærðir
fyrir hraðakstur á síðustu dögum
í umdæmi lögreglunnar á Suður-
nesjum. Sá sem hraðast ók
mældist á 144 km hraða á Sand-
gerðisvegi þar sem hámarks-
hraði er 90 km á klukkustund.
Ökumaðurinn hafði ekki náð 18
ára aldri og var farið með mál
hans samkvæmt því. Annar öku-
maður ók á meira en tvöföldum
hámarkshraða, þ.e. 110 þar sem
hámarkshraði er 50 km á klukku-
stund, en hann var einnig undir
18 ára aldri. Hann var sviptur
ökurétti til bráðabirgða, auk
annarra viðurlaga.
Þá hafði lögregla afskipti af
þremur ökumönnum til viðbótar
vegna gruns um fíkniefnaakstur.
Einn þeirra ók sviptur ökurétt-
indum og hafði lögregla nokkrum
sinnum haft afskipti af honum
áður af þeim sökum.
DAGBÓK LÖGREGLU