Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2017, Page 29

Víkurfréttir - 30.11.2017, Page 29
29UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 30. nóvember 2017 // 47. tbl. // 38. árg. Eyjólfur Gíslason - minningarorð Nú þegar ísköld norðanáttin skellur dögum saman á land við ystu strönd og flasir, syngur há- stöfum í ljóskeri Lýðveldisvitans á Garðskaga. Í léttúð prísa Garðmenn sig sæla yfir skjólinu sem vitinn veitir lágreistri byggð- inni sem stendur á gjöfulum sverði upp af vörum við ströndina við feng- sæl fiskimið. Eyjólfur Gíslason var 4 ára þegar hann fékk skjól hjá fósturfjölskyldu sinni í Presthúsum en hann var tólfta barn foreldra sinna, en móðirin lést af barns- förum fjórtánda barnsins. Eyji var aðeins tveggja ára þegar hann fékk storminn í fangið og systkinahópurinn dreifðist á heimilin í nágrenninu þegar faðirinn veiktist af berklum og fór á Vífilstaði næstu 20 árin. Sem barn kynntist hann þakklætinu, heiðarleikanum og trúnni á Guð al- máttugan sem voru undirstöður að lífi hans til lokadags. Þessar þrjár stoðir voru grunnurinn að lífi þessa sterka og trúaða manns sem ól allan sinn aldur og fjölskyldu sinnar í Garðinum. Hann var stoltur af uppruna sínum, elskaði Garðinn og allt sem honum tengdist. Eyji og Helga eignuðust átta börn, fjöl- skyldan býr af reynslu föður síns og þau standa vörð hvort um annað. Mikil- vægast er heilsteypt fjölskylda en ólíkt foreldrum sínum hefur honum auðnast að sjá börnin sín vaxa úr grasi úr þeirri frjósömu mold sem þau öll tilheyra. Eyjólfur er stolt síns uppruna og gekk í svita sinnar sveitar lífsleið Garðmanns- ins. Vann í fiski frá unga aldri, stundaði sjómennsku á aflaskipum, ók vörubílum, vann á Vellinum og tók á móti Frank Si- natra. Margverðlaunaður heiðursfélagi fyrir afrek sín á sviði knattspyrnunnar hjá Víði og atvinnu- rekendum sínum þegar hann bjargaði skrúfuþotu Loftleiða frá stórtjóni. Já hann var gæfumaður sem reis af vellinum eins og Garðskagavitinn og veitti mörgum skjól. Við Sigga vorum ein þeirra sem nutum þess að vera í skjóli hans og Helgu frá fyrsta degi í Garðinum. Vorum sem hluti af fjölskyldunni og þeir eru ófáir morgnarnir síðustu 8 árin sem við höfum notið þess að mæta í morgunkaffi í Kríulandinu. Þangað koma börnin, barna, og barna- börn og við fósturbörnin og ekki var plássið alltaf mikið þegar 10–15 manns mættu í hlaðborð á laugardagsmorgni. En þessi stóri armur kærleikans sem bjó á þessu heimili tók á móti öllum og þessi ótrúlega fjölskyldustemning er óborganleg fyrir uppeldið og stórt hjartað tók endalaust við. Nú er stóllinn hans auður þar sem hann sat og brosti af gleði eins og tungl í fyll- ingu. Eyji gladdist að sjá niðjar sínar njóta þess að eiga mömmu og pabba, afa og ömmu, nokkuð sem hann fór á mis við í sínu lífi. Eyjólfur var ekki margmáll, sjúkdómurinn sótti á og samskiptin voru meira bros og hlýtt augnaráð. Líkaminn var búinn og dauðinn var líkn sem hann þráði að lokum. Eftir situr minningin um skjólið frá leiðarvita sem bar okkur að kærleika lífsins við eldhúsborðið í Kríulandinu. Þar leiddu hjónin Helga og Eyjólfur fjölskylduna saman svo þau færu aldrei á mis við æskudraum hans um að eiga líf með foreldrum sínum. Það líf eignuðust þau öll. Við Sigga erum þakklát fyrir skjólið og vottum Helgu og fjölskyldunni allri samúð. Ásmundur Friðriksson og Sigríður Magnúsdóttir Suðurnesjalína 2 Samtal, samráð og samvinna Það er eitt af hlutverkum okkar hjá Landsneti að stuðla að því að allir hafi á hverjum tíma aðgang að rafmagni í því magni og þeim gæðum sem þörf er á. Það er líka okkar hlutverk að þróa og byggja upp raforkukerfi landsins en til þess að það sé hægt er mikilvægt að skapa víðtæka sátt um framkvæmdir sem unnið er að og leggjum við mikla áherslu á samtal sem byggist á hreinskilni og gagnkvæmri virðingu. Sveiflur í raforkuflutningi Í nútíma þjóðfélagi eins og okkar, þar sem við erum háð rafmagni, verður að vera hægt að mæta breytileika í orkunotkun og þann- ig forðast raforkuskerðingar eða svæðisbundið kerfishrun. Suður- nesin eru í dag tengd með ein- göngu einni línu við raforkukerfi landsins, um Suðurnesjalínu 1. Þegar sú tenging bregst hefur það í för með sér rafmagnsleysi á Suðurnesjum eins og nýleg dæmi sýna. Því er alveg ljóst að til að bæta afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum og er brýnt að bregðast við og leggja nýja tengingu til Suðurnesja. Frá árinu 2006 hefur verið unnið að undirbúningi innviðaupp- byggingar flutningskerfisins á Suðurnesjum. Í kjölfar ógildingar framkvæmdaleyfa vegna bygg- ingar Suðurnesjalínu 2 höfum við nú hafið undirbúning að nýju um- hverfismati fyrir þessa tengingu í meginflutningskerfinu. Mikilvægt er að flutningskerfið þjóni sínu hlutverki undir þeim fjölmörgu ólíku aðstæðum sem upp geta komið í rekstri raforku- kerfisins. Hér er til dæmis um að ræða skipulögð viðhaldsverkefni í flutningskerfinu eða hjá not- endum þess svo sem í virkjunum eða ef um óvæntar truflanir að ræða. Því er mikilvægt þegar innviðauppbygging er annars vegar, að horfa ekki eingöngu á einn „hefðbundinn“ dag í núinu og láta hann endurspegla for- sendur alls líftíma línunnar. Í undangenginni umræðu hefur borið á að mörgum hafi yfirsést þetta mikilvæga atriði. Hugsað til framtíðar Nú þegar hefur orðið mikil fólks- fjölgun og uppbygging á Reykja- nesi. Mikil aukning hefur orðið í raforkunotkun hjá almennum notendum og hjá fyrirtækjum sem nota mikið rafmagn svo sem gagnaverum Þá hefur nýt- ing jarðvarma í landshlutanum aukist mikið. Það hefur því hefur orðið ör uppbygging bæði hjá notendum og framleiðendum raforku. Tengingunni, nýrri Suðurnes- jalínu, er ætlað að fullnægja flutningsþörf svæðisins til fram- tíðar en slík mannvirki er ætlað að endast í það minnsta í 50 ár en þess má geta að elstu línur á landinu eru um 70 ára. Fyrir utan þá aukningu sem þegar hefur orðið er vert að benda á fyrir- sjáanlegan vöxt á svæðinu t.d. samkvæmt raforkuspá. Samtal við hagsmunaðila Landsnet hefur boðið hags- munaaðilum til samtals á Suður- nesjum í sérstöku verkefnaráði fyrir Suðurnesjalínu 2 tilnefndum m.a. af sveitarfélögum á fyrir- huguðu framkvæmdasvæði. Markmiðið með stofnun þessa vettvangs er að tryggja virkara samtal, skilning og betra upp- lýsingaflæði milli hagsmunaaðila í aðdraganda ákvarðana um fram- kvæmdir á okkar vegum. Við hvetjum alla til að fylgjast með á www.landsnet.is þar sem upplýsingar um framvindu verk- efnisins verða settar inn sem og fundargerðir og annað sem við- kemur verkefninu. Steinunn Þorsteinsdóttir Upplýsingafulltrúi Landsnets Deildarstjóri Félagsleg heimaþjónusta Velferðarsvið Reykjanesbæjar auglýsir 100% stöðu deildarstjóra Félags- legrar heimaþjónustu og frekari liðveislu lausa til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Félagsleg Heimaþjónusta er staðsett á Nesvöllum. Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að aðstoða íbúða við heimilishald, persónulega umhirðu og aðdrætti vegna skertrar getu. Félagleg heimaþjónusta stuðlar að því að gera öldruðum, fötluðum og sjúkum kleift að búa sem lengst í heimahúsum. Til félagslegrar heimaþjónustu telst aðstoð við heimilishald, innlit, aðstoð við aðdrætti og heimsending matar. Frekari liðveisla er þjónusta til við- bótar við aðra lögbundna þjónustu sem fólki með fötlun stendur til boða. Frekari liðveisla er margháttuð persónuleg og einstaklingsmiðuð aðstoð. Hún er veitt fólki sem býr í sjálfstæðri búsetu og fyrst og fremst á heimili viðkomandi Helstu verkefni • Daglegur rekstur deildarinnar og fagleg ábyrgð • Mat á þjónustuþörf og gerð þjón- ustusamninga • Skipulag og samræming á þjónustu, þróun faglegs starfs og innleiðing á matskerfi. • Tekur við umsóknum og heldur utan um málafundi. Afgreiðsla umsókna og upplýsingagjöf til umsækjenda. • Mannauðsmál innan félagslegrar heimaþjónustu og frekari liðveislu ásamt mótun liðsheildar Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólanám á sviði félags eða heilbrigðisvísinda s.s. félagsráðgjöf eða iðjuþjálfun • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni • Reynsla af starfi með öldruðum eða þekking á málefnum aldraðra • Þekking á starfi félagsþjónustu sveitafélaga • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði • Reynsla af stjórnun æskileg Deildarstjóri í Dagdvöl aldraðra Velferðarsvið Reykjanesbæjar auglýsir 100% stöðu deildarstjóra Dagdvala aldraðra lausa til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Dagdvöl aldraðra heyrir undir öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar og er staðsett á Nesvöllum. Dagdvöl aldraða er rekin annarsvegar á Nesvöllum og hinsvegar í Selinu, fyrir minnisskerta. Markmiðið með þjónustunni er að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun, ásamt því að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. Meginverkefni: • Daglegur rekstur deildarinnar og fagleg ábyrgð • Tekur við umsóknum og heldur utan um málafundi. Afgreiðsla umsókna og upplýsingagjöf til umsækjenda. • Samræming verkferla og þver- fagleg teymisvinna innan stofnunar og utan • Mannauðsmál ásamt mótun liðs- heildar • Samstarf og samvinna við aðstand- endur Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni • Reynsla af starfi með öldruðum eða þekking á málefnum aldraðra • Þekking á starfi félagsþjónustu sveitarfélaga • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs • Reynsla af stjórnun æskileg • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði Við erum í besta liðinu, vilt þú vera með? Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags. Umsóknarfrestur er til 5. desember Nánari upplýsingar veitir María Rós Skúladóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar á netfangið: maria.r.skuladottir@reykjanesbaer.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.