Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2017, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 30.11.2017, Blaðsíða 32
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Lengi lifi byltingin! Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að segja þessi orð. Ég er íhaldsmaður fram í fingurgóma, hef talið að þjóðfélags- breytingar væru almennt betri þegar þær gerast hægt og örugglega og að byltingar væru bara einhver bölvuð vinstri vitleysa. Og þannig leið mér þegar mér var boðið af góðri vinkonu minni af vinstri væng stjórnmálanna inn í fa- cebook hópinn „Í skugga valdsins“ á föstudagskvöldi fyrir tæpum tveimur vikum. Ég hugsaði með mér að nú væru vinstri kellurnar farnar af hjör- unum eina ferðina enn, flestar þeirra sem skráðu sig voru af þeim væng stjórnmálanna. En svo fór ég að lesa frásagnirnar, alls konar frásagnir af alls konar upplifunum. Upplifunum sem ég tengdi við, upplifun af menn- ingu sem sem ég þekkti of vel. Og þá sá ég að þetta var ekki eitthvað sem ætti að snúast um hægri eða vinstri, þetta snerist fyrst og fremst um að uppræta óboðlegan kúltúr sem viðgengst allt of víða í okkar góða samfélagi. Og slíkt gerist ekki nema allir taki höndum saman - vinstri og hægri, karlar og konur - og þá er bylting kannski það eina sem dugar til. Og byltingin hefur verið mögnuð. Það hefur verið ótrúlegt að finna sam- stöðuna meðal kvenna þvert á flokka, á öllum aldri, hvaðanæva af landinu. Kvenna sem ég hef haft atvinnu af því að vera ósammála eiginlega í öllu svo árum skiptir. Þó svo að sögurnar séu margvíslegar og mismunandi Iss! Það Hafnar enginn í jólakettinum í ár. Hafnajól - Litlu jólin á Reykjanesi Sunnudaginn 3. desember milli kl. 12:00 og 17:00 mun Menningarfélag Hafna standa fyrir opnu jólahúsi í félagsheimili Hafna Nesvegi 4. Boðið verður upp á kósí jólastemmningu og heimabakað bakkelsi, kaffi og kakó til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju. Einnig verður einstakur jólabasar á staðnum með handverki og listhlutum frá Hafnabúum og öðru Suður- nesjafólki ásamt skemmtilegum lífstílsvarningi tengdum Höfnum. Meðal þeirra listamanna sem munu selja á jólabasarnum eru: Rut Ingólfs- dóttir, með Lækjarbakkafjölskylduna sem eru litríkir skúlptúrar úr pappa- massa. Valgerður Guðlaugsdóttir með jólaketti úr pappamassa og þrykkt og handlituð jólakort í númeruðu upplagi. Helgi Hjaltalín með hand- gerð kort með vatnslitamyndum úr Höfnum og nágrenni. Einnig verður Lilja Dögg Bjarnadóttir með ýmislegt sniðugt í pakkann eins og vinsælu púðana hennar og skart- gripi og Elíza Newman verður með diska og vínilplötur til sölu á gjafa- verði, m.a. nýendurútgefna fyrstu plötu Kolrössu Krókríðandi, Drápu. Komið og upplifið rólega jólastemmn- ingu í sveitasælunni og nælið ykkur í einstakar jólagjafir í leiðinni. Verið velkomin í Hafnirnar! LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR og að mörgum finnist ýmsu verið grautað saman þá er sterkur þráður sem liggur þarna í gegn og það er sá ósýnilegi þráður sem við viljum út- rýma úr stjórnmálum. Það er ekkert eðlilegt við það að nánast allar konur hafi orðið fyrir óæskilegri hegðun, hvort sem það sé í formi orða eða annars konar áreitis. Við nennum því ekki lengur, þessu skulum við breyta, breyta strax og þá þarf bylt- ingu. Hugarfarsbyltingu. Og þá þurfum við líka að vita hverju við ætlum að bylta. Við ætlum ekki að hætta að vera góð hvert við annað, heilsa með kossi á kinn eða faðma kæra vini. Langflestir þekkja þessi mörk og eru ekkert í vafa um hvað má og hvað ekki. Ég vil ljúka þessum pistli með að vitna í fyrrum samstarfsmann minn á Al- þingi, einn af þeim sem ég hafði at- vinnu af að vera ósammála. En samt er Guðmundur Steingrímsson ágætur og hann nær svo ljómandi vel utan um þetta þegar hann segir: „Verum lifandi, verum skotin, verum frjáls, gerum okkur að fíflum, reynum við, flörtum. Allt þetta má. Við erum mannleg. En ekki vera dónakarl. Sýndu virðingu. Virtu mörk. Ekki niðurlægja.“ VOGAR KL. 18–20 hjá Þorbirni hf. GARÐUR KL. 18–20 hjá gamla pósthúsinu SANDGERÐI KL. 18–20 hjá Grunnskólanum GRINDAVÍK KL. 18–20 á Festisplani hjá Geo hótel GRINDAVÍK KL. 18–20 á Festisplani hjá Geo hótel MÁNUDAGAR ÞRIÐJUDAGAR MIÐVIKUDAGAR FIMMTUDAGAR FÖSTUDAGAR ÆTLUM FARA FARA AF STAÐ MEÐ ANNAN VAGNINN Á FLAKK UM SUÐURNES ÁFRAM OPIÐ Á FITJUM FRÁ KL. 11 TIL 20 ALLA DAGA HÁTÍÐAROPNUNARTÍMI AUGLÝSTUR SÍÐAR ... FYLGIST MEÐ! FER EINGÖNGU EFTIR VEÐRI OG VINDUM HVORT ÞETTA STANDIST FRAM AÐ JÓLUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.