Víkurfréttir - 08.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@
vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is
// Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea
Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Krist-
björnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is,
Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök //
Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga
er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur
þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er
dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur
frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á
vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Á Suðurnesjum hefur atvinnuþátt-
taka aukist, atvinnurekendum
fjölgað, laun hafa hækkað og lang-
skólagengnum hefur fjölgað. Þetta
kemur fram í nýrri atvinnumála-
könnun sem gerð var meðal íbúa á
Suðurnesjum á tímabilinu október
til desember 2017.
MMR, Markaðs- og miðlarannsóknir,
sáu um framkvæmd könnunarinnar
fyrir Reykjanesbæ og Vinnumark-
aðsráð Suðurnesja. Árið 2013 var
gerð sambærileg könnun, í febrúar
og október 2014 en þá aðeins fyrir
íbúa Reykjanesbæjar. Samanburður
rannsóknarinnar nær því aðeins til
Reykjanesbæjar.
Menntunarstig hefur aukist í Reykja-
nesbæ á milli kannana en alls höfðu
24% svarenda lokið háskólanámi
í október 2017 en það hlutfall var
21% í október 2013. Þeim sem lokið
hafa verklegu framhaldsnámi hefur
einnig fjölgað úr 15% í 22%. Hlutfall
þeirra sem hafa lokið skyldunámi
hefur hækkað úr 40% í október 2013
í 32% í október 2017.
Samkvæmt könnuninni hafa laun
einnig hækkað og þeir sem hafa
lægstu launin hefur fækkað, en miðað
er við samanlagðar mánaðartekjur
fyrir skatt. Töluverð breyting hefur
orðið á atvinnugreinum þegar spurt
er um aðalstarf íbúa Reykjanesbæjar
en 17% störfuðu í ferðaþjónustu, sam-
göngum og við flutninga í febrúar
2013 en fjöldi þeirra sem vinna við
þessar greinar núna er 26%. Kefla-
víkurflugvöllur er jafnframt með
hæsta hlutfall vinnandi fólks eða
75%, þeir sem starfa við verslun og
sölu núna eru 7% og hafa þeir aldrei
verið færri.
Atvinnurekendur eru 13% í Reykja-
nesbæ en í október 2017 voru þeir
7%, launþegum hefur þá fjölgað á
tímabilinu febrúar til 2013 til október
2017 úr 56% í 67% og þá hefur at-
vinnuleitendum fækkað úr 7% í 2%.
FÍ Reykjanesbæ vinna flestir 100%
stöðuhlutfalli eða 83% í Reykja-
nesbæ. Þar eru karlar 94% á móti
67% kvenna.
Hringt var í íbúa á aldrinum 18 til
67 ára og var svarhlutfall 63% eða
1.030 manns af 1.632 manna úrtaki.
Í Reykjanesbæ var svarhlutfall jafnt
eftir kynjum og fór gagnaöflun fram á
tímabilinu 31. október til 6. desember
2017.
Menntunarstig hefur aukist í Reykjanesbæ
RITSTJÓRNARPISTILL
PÁLL KETILSSON
Erum við tilbúin?
Ekki eru nema 3-4 ár síðan að ristjórnarpistlar VF fjölluðu
mikið um atvinnuleysi og hvernig mætti ráða bót á því. Í dag
er öldin önnur. Á stuttum tíma hefur ástandið gjörbreyst
og nú er komin ný áskorun og hún er í stærri kantinum.
Hvernig ætlum við að taka á móti vinnuafli sem mun að
mestu leyti koma frá útlöndum á næstu árum. Erum við
tilbúin? Núna er um fimmtungur íbúa á Suðurnesjum af
erlendu bergi brotnir.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja boðar til málþings í lok
vikunnar um um vöxt á Suðurnesjum í bráð og lengd. Hver
er framtíðarsýn sveitarfélaganna um vöxt og fólksfjölgun á
svæðinu til skemmri og lengri tíma? Til hvaða aðgerða þurfa
sveitarfélögin og ríkið að grípa? Fulltrúar fyrirtækja, stjórn-
valda og aðila sem gegna lykilhlutverki við ákvarðanatöku
um skipulag og þróun íbúðabyggðar mun fjalla um málið.
Og því mun ekki ljúka á þessu málþingi. Langt frá því. Þetta
er eitt stærsta verkefni samfélagsins á næstu misserum.
Í spám Isavia mun störfum fjölga um 400-500 á næstu árum.
Margir kinka kolli við þessa spá og segja jákvætt hvað allt sé í
syngjandi góðri sveiflu á Suðurnesjum. En málið er flóknara
en svo þó svo sumir myndu jafnvel kalla þetta lúxusvandamál.
Við á Víkurfréttum höfum að undanförnu hitt forráðamenn
fyrirtækja á Suðurnesjum sem hafa marga útlendinga í
vinnu og í sumum tilfellum er meirihlutinn útlendingar.
Við ræddum líka við nokkra starfsmenn sem koma flestir
frá Póllandi en líka annars staðar frá. Lang stærstu atriðin
hjá útlendingunum sem margir hafa komið sér vel fyrir á
Suðurnesjum, eru húsnæðismálin. Ekki aðeins er húsaleiga
há heldur er mikil vöntun á húsnæði. Án efa stærsta málið
í þessu verkefni. Það eru fleiri mál sem þeir nefna eins og
vöntun á afþreyingu og að samgöngur mættu vera betri.
Forráðamenn fyrirtækjanna eru mjög ánægðir með starfs-
fólkið þó svo það tali ekki íslensku nema í fáum tilfellum.
Það mætti vissulega vera hærra hlutfall sem það gerði en
margir geti bjargað sér á ensku, sumir skilja þó lítið sem
ekkert. Fólkið er að sögn fyrirtækjanna mjög vinnusamt og
vilji í mörgum tilfellum vinna meira.
Í grein í blaði vikunnar frá forstöðumanni Vinnumálastofn-
unar á Suðurnesjum, Hildi Gísladóttur, segir hún að huga
þurfi betur að þeim útlendingum sem hingað eru komnir
til að vinna, og þjónusta þá betur. Í þessu nýja fjölmenn-
ingarsamfélagi á Suðurnesjum þurfi bæði útlendingarnir
og atvinnurekendur að gera betur. Starfsmennirnir að bæta
tungumálakunnáttuna og atvinnurekendur að kynna sér
betur menningarheim starfsfólksins. Áshildur Linnet, bæjar-
fulltrúi í Vogum sem á sæti í nefnd sveitarfélaganna vegna
málþings um þróun íbúabyggðar á Suðurnesjum segir svo
frá í VF viðtali : „Það þarf líka að byggja upp innviði sam-
félaganna samhliða þannig að við getum tekið vel á móti
fólki og boðið hingað fólki sem tekur þátt í samfélaginu en
er ekki bara til hliðar við samfélagið.“
Málþing um þróun íbúabyggðar á Suðurnesjum verður
haldið í Hljómahöll nk. föstudag. Það er svæðisskipu-
lagsnefnd Suðurnesja sem boðar til málþingsins þar sem
fjallað verður um vöxt á Suðurnesjum í bráð og lengd.
Spurt verður spurninga eins og hver sé framtíðarsýn
sveitarfélaganna um vöxt og fólksfjölgun á svæðinu til
skemmri og lengri tíma og eins til hvaða aðgerða þurfa
sveitarfélögin og ríkið að grípa.
Til málþingsins er boðið fulltrúum þeirra stjórnvalda, fyrir-
tækja og félaga sem gegna lykilhlutverki við ákvarðana-
töku um skipulag og þróun íbúðabyggðar á Suðurnesjum.
Málþingið er sambland af myndbandsinnslögum og
erindum sérfræðinga.
Þau Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi í Sandgerði og
Áshildur Linnet bæjarfulltrúi í Vogum sitja í undirbún-
ingsnefnd fyrir málþingið.
„Við okkur blasir áskorun sem við verðum að taka þátt í
að takast á við og leysa í sameiningu. Þess vegna blásum
við til þessa málþings til þess að stjórnendur í sveitar-
félögunum geri sér grein fyrir að áskorunin er núna á
morgun en ekki eftir 10 ár. Við þurfum að bregðast við
núna til að bjóða nýja íbúa velkomna til Suðurnesja,“
segir Áshildur og bætir við: „Það vantar húsnæði og öll
sveitarfélögin þurfa að taka þátt í að skipuleggja þá íbúða-
byggð sem þarf til að svara kalli fólksins sem hingað er að
koma. Það þarf líka að byggja upp innviði samfélaganna
samhliða þannig að við getum tekið vel á móti fólki og
boðið hingað fólki sem tekur þátt í samfélaginu en er
ekki bara til hliðar við samfélagið,“ segir Áshildur Linnet.
„Við í Sandgerði höfum fundið fyrir miklum vexti síðustu
18-24 mánuði og það er ekkert útlit fyrir að sá vöxtur sé
að hætta. Það hægir kannski eitthvað á honum en fólki
mun fjölga áfram. Eins og Áshildur segir þá þurfa allir
aðilar á Suðurnesjum að koma að þessu verkefni til að
taka á móti fólki og til að byggja upp þá þjónustu og það
svæði sem við viljum búa á. Ef við bregðumst ekki við
sjálf, þá verður hér atburðarás sem við ráðum ekki við.
Þá fyrst förum við að finna fyrir vaxtarverkjum sem
verða virkilega óþægilegir fyrir okkur hér á svæðinu. Því
skiptir máli og við erum að reyna með þessu málþingi
að vekja fólk til umhugsunar um að við þurfum að vera
klár sjálf í að taka á móti, skipuleggja og gera það sem
þarf að gera,“ segir Ólafur Þór Ólafsson.
- Eru vaxtarverkirnir ekki þegar mættir?
„Jú, við finnum að sjálfsögðu fyrir þeim. Við finnum
fyrir því að fólk á erfitt með að finna húsnæði og við
finnum fyrir því á leigumarkaði, í lóðaframboði og hvernig
sveitarfélögin þurfa orðið að fjárfesta í t.d. leikskóla- og
grunnskólahúsnæði. Með samtali erum við að reyna að
ná þessum málum upp á næsta stig,“ sagði Ólafur Þór.
Nánar er rætt við þau Ólaf Þór og Áshildi í Suðurnesjama-
gasíni Víkurfrétta á vf.is og sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
Málþingið er í Hljómahöll á föstudaginn, 9. febrúar, og
stendur frá kl. 12:00 til 15:00. Málþinginu verður gerð
skil í Suðurnesjamagasíni í næstu viku.
- Málþing um þróun íbúabyggðar á Suðurnesjum haldið í Hljómahöll á föstudag
Nýir íbúar taki þátt
í samfélaginu en séu
ekki til hliðar við það
Þau Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi í Sandgerði og Áshildur Linnet
bæjarfulltrúi í Vogum sitja í undirbúningsnefnd fyrir málþingið.
HÉR MÁ NÁLGAST
VIÐTALIÐ VIÐ ÁSHILDI
OG ÓLAF ÞÓR Á VF.IS