Víkurfréttir - 08.02.2018, Blaðsíða 24
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
MUNDI
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
Má ekki hnoða í nokkur
snjóhús til að leysa bráðasta
íbúðavandann?
Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, ölda spennandi
fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú
að góðu vaxtarsvæði til framtíðar.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.isÞú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is
Viltu árfesta
á vaxtarsvæði?
Valhallarbraut 891 Stærð: 464 m2
Tegund: Atvinnuhúsnæði
Suðurbraut 890 Stærð: 2385 m2
Tegund: Vöruhús og skrifstofur
Eignirnar verða til sýnis föstudaginn 9. febrúar næstkomandi milli kl. 13–15.
Tilboð óskast eigi síðar en kl. 11 þriðjudaginn 13. febrúar. Nánari upplýsingar á kadeco.is
LOKAORÐ
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
Meistaramánuður
Febrúar mættur og það er kominn
meistaramánuður! Skemmtilegt átak/
tilraun sem gengur út á það að reyna að
fá fólk til að koma sér upp betri venjum
í lífinu. Fólk á að skora á sig sjálft, setja
sér göfug markmið og verða besta út-
gáfan af sjálfum sér. (Hvað sem það nú
þýðir.) Markmiðin geta verið stór eða
smá en allt frá því að klífa fjöll, taka
matarræðið í gegn nú eða þá fara hrein-
lega fyrr á fætur. Allt saman til gamans
gert en samt skv. rannsóknum þá tekur
það yfirleitt ca. 21 dag fyrir fólk að til-
einka sér nýjar venjur svo markmiðið
með þessu er eflaust að við temjum
okkur nýja og betri siði sem verða svo að
vana en ekki undantekningu. Við eigum
sem sagt að taka einn mánuð í það að
gera okkur gott en höldum svo eflaust
bara áfram að vera lúsablesar hina 11
mánuðina nema við komum þessum
góðu siðum upp í vana (sem við fæst
gerum). Alls ekki svo slæm hugmynd,
nema kannski með mánuðinn febrúar
– það mætti taka einn af sumarmánuð-
unum sem dæmi. Ég er búinn að velta
því mikið fyrir mér að taka samt þátt
að þessu sinni, en hvað ég ætti eigin-
lega að setja mér sem markmið? Nú er
mánuðurinn byrjaður og þetta er ekki
alveg komið hjá mér, hvorki markmið
né löngunin í að taka þátt. Ég byrjaði
reyndar að taka mararræðið í gegn í
janúar (að mestu leyti) svo það gengur
eiginlega ekki upp, ég nenni ómögulega
að klífa fjöll (í febrúar) og þá vakna ég
yfirleitt nokkuð snemma því ég á bestu
vekjaraklukkur í heimi (strákana mína).
Hvað mögulega gæti maður samt gert
er stóra spurningin? Í kringum mig
er fólk sem setti sér alls konar mark-
mið, einn ætlar að heimsækja ömmu
sína oftar í febrúar sem ég skil reyndar
ekki alveg því hún er með Alzheimer
og mun þar af leiðandi ekkert muna
eftir fleiri heimsóknum. Annar sem ég
þekki ætlar að mæta í ræktina í fyrsta
sinn síðan í febrúar í fyrra og jafnvel
drekka meira af vatni (blandað með
smá gerjuðu korni þó). Eitt besta mark-
miðið sem ég heyrði er frá kunningja
mínum sem ætlar að grilla allar máltíðir
mánaðarins. Það verður gaman á því
heimili. Mitt markmið er komið, ætla
reyndar að fresta meistaramánuðnum
um óákveðinn tíma, taka þetta bara alla
leið þegar ég er tilbúinn. Febrúar er
ekki alveg mánuðurinn minn, nokkur
þorrablót eftir sem dæmi. Hugmyndin
með þessum meistaramánuði er eins
og áður segir alls ekkert svo slæm en
væri það ekki sniðugra að snúa þessu
öllu við? Þ.e.a.s hafa 11 mánuði ársins
sem meistaramánuði og taka svo einn
mánuð þar sem maður gerir nánast
ekkert, heimsækir engan, étur einungis
ruslfæði, rífur kjaft og er hreinlega til
vandræða. Þá erum við ekki besta út-
gáfan af okkur í einn mánuð heldur í 11
mánuði ársins en þennan eina mánuð
sem við erum í „ruglinu“ gætum við
verið í sumarfríi t.d erlendis? Spánn
sem dæmi? Á Spáni er gott að djamma
og djúsa ekki satt?
Nýtt hverfi, Hlíðahverfi, byggist nú hratt upp í
Reykjanesbæ. Það er BYGG, Byggingafélag Gylfa
og Gunnars hf., sem byggir hverfið. Í fyrsta
áfanga rísa byggingar við Grænulaut og Hallalaut.
Um er að ræða fimm tveggja hæða fjölbýlishús með sam-
tals 48 íbúðum. Þar verða 4 herbergja 100 fm íbúðir. Einnig
tvö raðhús með samtals 7 íbúðum, 130 fermetra hús með
bílskúr. Átta parhús þá með 16 einingum þar sem hver
eining er c.a 170 – 200 fermetrar. Þá verða 14 einbýlishús
í fyrsta áfanga. Þau eru ca. 210 – 250 fermetrar.
Samtals í þessum fyrsta áfanga eru því 86 íbúðir og áætlað
er að fyrstu kaupendur flytji inn fyrir skólaárið 2018-19.
Áfangi tvö í Hlíðahverfi er með stærri hluta í fjölbýli eða
170 íbúðir af 235 í heild. Verkinu hefur verið skipt upp í
þrjá áfanga en fullbúið hverfi á að vera tilbúið í júní 2027,
samkvæmt áætlunum BYGG.
86 íbúðir í fyrsta áfanga Hlíðahverfis
Byggingar í nýju Hlíðahverfi rjúka upp og steypubílar eru algeng sjón í hverfinu. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson