Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.2018, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 08.02.2018, Blaðsíða 17
17FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg. Gerðaskóli í Garði STAÐA SKÓLASTJÓRA Staða skólastjóra við grunnskólann Gerðaskóla í Sveitarfélaginu Garði er laus til umsóknar. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til starfa í góðum skóla, með góðan skólabrag og gera enn betri með metnaði, virðingu og leikgleði í fyrirrúmi. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2018. Helstu verkefni: • Skólastjóri ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi skólans, samkvæmt lögum og stefnu sveitarfélagsins hverju sinni. Vinna að gerð fjárhagsáætlana og ábyrgð á eftirfylgni þeirra. • Að vera faglegur leiðtogi og fyrirmynd með umhyggju fyrir nemendum og starfsfólki. • Að vinna að eflingu mannauðs og annast ráðningar starfsfólks skólans. • Stuðla að framþróun skólastarfsins með reynslu og þekkingu á að leiða skóla- samfélagið út frá skólastefnu sveitar- félagsins og vinna að samstarfsverkefn- um/samningum sem skólinn hefur gert. Menntun, geta og færni: • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla samkvæmt lögum nr. 87/2008, 12. gr. • Framhaldsmenntun í stjórnun mennta- stofnana eða sambærileg viðbótar- menntun. • Menntun og reynsla af stjórnun og rekstri er kostur. • Áhugi og færni í samskiptum. • Áhugi og reynsla til að leiða þróunar- starf og að ná árangri í kennslu og námi. • Leiðtogafærni í teymisvinnu og geta til ákvarðanatöku. Í Sveitarfélaginu Garði eru um 1.600 íbúar. Sveitarfélagið er á nyrsta odda Reykjaness. Í Garði er blómlegt tómstunda-, íþrótta- og menningarlíf. Lögð er áhersla á að allir aldurshópar íbúanna fái notið sín í fjölbreyttu félagslífi. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar í vel búinni Íþróttamiðstöð. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á vefsíðunni svgardur.is. Um 220 nemendur stunda nám við Gerðaskóla og býr skólinn við mjög góðan aðbúnað og aðstöðu. Einkunnarorð skólasamfélagsins í Garði eru: Árangur, virðing, gleði, leikur, sköpun og ábyrgð. Umsókn skal fylgja ferilskrá um menntun, störf og stjórnunarreynslu. Einnig er óskað eftir hugmyndum umsækjanda um starfsemi og þróun skólastarfs undir hans stjórn. Umsóknir skulu sendar bæjarstjóra á Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4, 250 Garður, eða á tölvupóstfangið magnusstefansson@svgardur.is Nánari upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir formaður Skólanefndar (jm@mss.is) Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2018 Sýning á Þingvallamyndum úr einkasafni Sverris Kristins- sonar verður opnuð í sýningar- sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum, menningar og listamiðstöð Reykjanesbæjar, föstudaginn 9. febrúar kl. 18.00. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi veltum við fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar Íslendinga fyrir þjóðarvitundina og þá um leið áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðar- innar. Myndefnið á sýningunni tengist allt Þingvöllum með einum eða öðrum hætti og meðal höfundanna eru helstu listamenn Íslendinga á tuttugustu öld. Gefin er út vegleg sýningarskrá þar sem Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur og sýningarstjóri fjallar um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við Háskóla Íslands, greinir frá tengslum Þingvalla við íslenskra þjóðmenn- ingar. Sýningin stendur til 15.apríl n.k. Listasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir nokkrum viðburðum í tengslum við þessa sýningu í samvinnu við ýmsa aðila, s.s. Byggðasafn Reykja- nesbæjar, Sögufélag Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur o.fl. og eru þeir viðburðir bæði af sagnfræðilegum og myndlistarlegum toga og sömu- leiðis munu tónlist og bókmenntir koma við sögu. Viðburðirnir verða auglýstir nánar á vef safnsins. Í heild sinni er Þingvallaverkefnið, sýningin og viðburðir, hugsað fyrir almenning, sérstaklega skólahópa og fjölskyldur og eru framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018. Jill Esposito staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi kom í heim- sókn í Ráðhús Reykjanesbæjar í síðustu viku og fékk kynningu á bæjarfélaginu og Reykjaneshöfn. Eftir kynningu fóru Jill og sendiráð- steymið með Kjartani Má Kjartan- syni bæjarstjóra og Halldóri Karli Hermannssyni hafnarstjóra til Helguvíkur í skoðunarferð. Jill var í heimsókn á Reykjanesi ásamt sendi- ráðsteymi og kom hún víða við, m.a. í Auðlindagarðinum, Keili á Ásbrú og gagnaveri Advania á Fitjum. Hún lét vel af dvöl sinni þegar hún kom við í Ráðhúsinu til að kynna sér bæjar- félagið, starfsemi þess, þjónustu og samsetningu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jill Esposito staðgengill sendiherra, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ian Campell skrifstofustjóri hjá norrænu Eystrasaltsríkjunum og John P. Kill starfsmaður efnahags, umhverfis og viðskipta hjá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi. Staðgengill sendiherra Bandaríkjanna heim- sótti Reykjanesbæ HJARTASTAÐUR – Þingvallamyndir í Listasafni Reykjanesbæjar í þætti vikunnar á fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is Þróun íbúðabyggðar á Suðurnesjum og 20 ÁRA AFMÆLI MIÐSTÖÐVAR SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM S U Ð U R N E S J A MAGASÍN S U Ð U R N E S J A MAGASÍN Stofna öldungaráð í Grindavík Bæjarstjórn Grinda- víkur samþykkti að stofnað yrði Öld- ungarráð Grinda- víkurbæjar á bæjar- stjórnarfundi þann 30. janúar sl. eftir að félag eldri borgara í Grindavík lagði fram tillögu þess efnis. Verið er að byggja sex nýjar íbúðir við Víðihlíð í Grindavík sem er dvalar- heimili aldraða og hefur tómstunda- starf eldri borgara sem fer fram í Miðgarði í Víðihlíð verið vel sótt. Einnig var sett á laggirnar tilrauna- verkefni um að bjóða eldri borgurum upp á mat í hádeginu, það tókst vel og ákveðið var að halda áfram að bjóða upp á mat í hádeginu í ár.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.