Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.2018, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 08.02.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg. Andrea Róbertsdóttir nýr framkvæmdastjóri hjá Kaffitári Andrea Róbertsdóttir er nýr framkvæmdastjóri kaffi- húsa Kaffitárs. Áður var hún mannauðsstjóri RÚV og for- stöðumaður hjá Tali sem hefur skilað henni víðtækri stjórn- endareynslu. Andrea er með MS gráðu frá viðskipta- og hagfræðideild í mannauðs- stjórnun, BA gráðu í félags- og kynjafræði og hefur lokið MA- diplóma í jákvæðri sálfræði. Hefur Andrea verið starfandi ráðgjafi á sviði stjórnunnar samhliða námi síðustu miss- erin. Kaffitár rekur sjö kaffihús á höfuð- borgarsvæðinu í Bankastræti, Höfðatorgi, Kringlunni, Perlunni og Þjóðminjasafninu. Í Kruðerí Kaffi- társ Nýbýlavegi í Kópavogi og Kruð- erí Kaffitárs á Stórhöfða er kaffihús en þar má einnig finna bakarí. Kruð- erí Kaffitárs sér um framleiðslu á öllu meðlæti fyrir kaffihúsin og eru allar veitingarnar framleiddar frá grunni af sömu ástríðu og lögð er í kaffið. Sem ein vinsælasta kaffihúsakeðja landsins hefur Kaffitár verið öfl- ugur boðberi umhverfisvænna hátta og lítur á það sem samfélagslega ábyrgð sína að huga að umhverfis- málum allt frá baun í bolla. Þannig voru kaffihús Kaffitárs fyrst hér á landi til að fá vottun umhverfis- merkis Svansins árið 2010. Hefur Kaffitár einnig hlotið umhverfis- viðurkenninguna Kuðunginn fyrir öflugt umhverfisstarf. Kaffitár er í eigu hjónanna Aðal- heiðar Héðinsdóttur og Eiríks Hilmarssonar sem stofnuðu Kaffi- tár árið 1990. Þau reka einnig nýja veitingastað í Perlunni, Út í bláinn. VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR KL. 11 Kristin trú gerði akkerið að vonarinnar tákni. Sunnudagsguðsþjónustan verður helguð von og minningu þeim örlagaríka sjóslyssdegi 8. janúar 1988 er Bergþór KE5 sökk og tveir úr áhöfninni fórust en þrír björguðust. Í nærveru aðstandenda, áhafnarmeðlima er komust af og kirkjugesta verður sagan sögð af Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem einnig mun flytja einsöng. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Sunnudagaskóli verður á sínum stað á sama tíma. Sr. Erla þjónar. Messu- og súpuþjónar ásamt fermingarforeldrum sinna mikilvægri þjónustu. Verið öll velkomin að þiggja súpu og Sigurjónsbrauð í lokin. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR KL. 12 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Sr. Erla flytur hugleiðingu og bæn. Arnór organisti spilar og syngur. Gæðakonur bera fram matarmikla súpu og brauð. Velkomin til okkar MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR KL. 13 Seekers bænastund með flóttafólki er öllum opin. Sr. Toshiki Toma, ásamt Keflavíkur- prestum, leiðir stundina í Kapellu vonarinnar. Að gefnu tilefni Á árinu 2017 voru Líknar- og hjálparsjóði Njarðvíkurkirkna færðar peninga- og kortagjafir auk matargjafa, en mest barst tvo síðustu mánuði ársins. Til- gangur sjóðsins, sem stofnaður var 3. maí 1988 og verður því þrí- tugur á þessu ári, er að; „styðja og styrkja með framlögum er koma inn í gjafakortum og peninga- gjöfum til þeirra er til sjóðsins leita.“ Mest fór það í matarað- stoð, matakort í skóla, læknis- kostnað, frístundir fyrir börn og margt fleira. Prestar Njarð- víkurprestakalls hafa séð um úthlutun í góðu samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Sóknarnefndir og starfsfólk Njarðvíkurprestakalls vilja þakka öllum þeim einstaklingum, félaga- samtökum og fyrirtækjum sem komu færandi hendi í sjóðinn og óskar þeim blessunar. Auglýst eftir framboðum Uppstillingarnefnd fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ hefur verið falið að gera tillögu að framboðslista fyrir kosningarnar í vor. Af því tilefni auglýsir nefndin nú eftir framboðum á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018. Þeir sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista fyrir sveitarstjórnar- kosningar 2018 skulu senda uppstill- ingarnefnd skriflega kynningu þar sem þeir kynna sig og sinn bakgrunn auk þess að tilgreina hvaða sæti á lista sóst er eftir. Frambjóðendur skulu eiga kosninga- rétt í kosningum til sveitarstjórnar vorið 2018, vera íslenskir ríkisborg- arar og fullra 18 ára þegar kosningar fara fram, eiga lögheimili í sveitar- félaginu og vera meðlimir í Sjálf- stæðisfélögunum í Reykjanesbæ. Framboðum skal skilað netfangið: xd2018rnb@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 15. febrúar n.k. (Fréttatilkynning frá Sjálfstæðisflokknum.) Að mætast á miðri leið Sem stækkandi fjölmenningarsamfélag þurfum við að huga betur að og þjónusta betur þá aðila af erlendu bergi brotnu sem til okkar leita. Atvinnurekendur sem ráða til sín erlent vinnuafl ættu til að mynda að kynna sér vel þá menn- ingu sem erlendu starfsmennirnir koma frá. Með því að gera svo ættu þeir að skilja betur hegðun einstaklingsins og geta betur leiðbeint honum í starfi og átt þannig betri samskipti við hann. Þetta er einstaklingnum sjálfum mjög mikilvægt því ef hann og hans hegðun er ekki skilin eða virt getur það ógnað hans öryggi og þar með andlegri líðan á vinnustaðnum og almennt í hinum nýja menningarheimi. Slíkt óöryggi getur leitt til kvíða og þunglyndis þess sem fyrir slíku verður. Þetta á þó helst við þá sem koma frá menningarheimum sem eru ólíkir þeim vestræna menningarheimi sem Íslendingar hafa alist upp við. Að auki getum við bætt við þekkingu okkar frá öðrum menningarheimum sem nýtist okkur til góðs. Að búa í íslensku samfélagi krefst þess að erlendir aðilar læri íslensku. Tungu- málið er lykill að öruggara líferni þeirra sem þangað flytja þar sem atvinnu-og námsmöguleikar aukast þegar tökum er náð á tungumálinu. Að sama skapi ætti sá sem leitar vinnu á Íslandi að geta gert þá kröfu að vinnuveitandi hans skilji menningarlegan bakgrunn hans og taki tillit til hans. Þegar einstaklingar, hópar og fyrirtæki lifa og/eða vinna í öðrum menningar- heimum en sínum eigin þá taka þeir með sér hugmyndir, þekkingu, fordóma, staðalímyndir og þau gildi sem í þeirra menningu eru ríkjandi og samþykkt. Þessi huglægu gildi hafa þeir alist upp við sem rétt og gild og þurfa því bæði skilning og stuðning við að tileinka sér nýja hugsun. Það er þó mikilvægt að hafa í huga þegar unnið er með fólki frá ólíkum menn- ingarheimum að það er langt frá því að vera einsleitur hópur. Þeir eru án efa eins misjafnir og þeir eru margir en þó mótar menning þeirra stóran þátt í hugsun og hegðun. Þó svo að það sé mikilvægt fyrir stjórn- endur að skilja menningarbakgrunn erlendra starfsmanna sinna er auð- vitað mikilvægt fyrir allt vinnuafl óháð menningu að starfa eftir gildum vinnustaðarins og íslenskum lögum og reglum. Mikilvægt er að erlent vinnu- afl fái upplýsingar og fræðslu um það land og þá stjórnsýslu í því landi sem þeir eru að fara að starfa í. Þá er mikil- vægt að þeir fái fræðslu um réttindi og skyldur starfsmanna, réttindi þeirra í stéttarfélögum ofl. sem tengist vinnu- markaðnum. Fræðsla um lífsvenjur, ís- lenska menningu ofl er líka nauðsynleg. Vinnumálastofnun á Suðurnesjum lætur sitt ekki eftir liggja í þessum málum og veitir fræðslu á vinnustaði bæði til erlends vinnuafls sem og stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Hægt er að panta fræðslu hjá stofnun- inni í gegnum netfangið hildur.gisla- dottir@vmst.is eða í síma 515-4800. Hildur J. Gísladóttir Forstöðumaður Vinnumálastofnunar Helgihald í Njarðvíkurprestakalli 8. feb. til 15. feb. 2018. Ytri-Njarðvíkurkirkja Fjölskylduguðsþjónusta 11. febrúar kl. 11:00 í Njarðvíkur- kirkju (Innri) Samhliða guðsþjónustunni verður Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Njarð- víkurkirkju (Innri) í umsjá Heiðars og Péturs. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 13. febrúar kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 14. febrúar kl.10:30–13:30. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 14. febrúar kl.14:00 og kl. 16:00. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 15. febrúar kl.20:00. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Njarðvíkurkirkja (Innri) Fjölskylduguðsþjónusta 11. febrúar kl. 11:00. Samhliða guðsþjónustunni verður Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Heiðars og Péturs. Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl.10:30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Fermingarfræðsla miðvikudaginn miðvikudaginn 14. febrúar kl.15:00. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 15. febrúar kl. 19:30–20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. Sjálfstæðisfélög Sandgerðis og Garðs Boðað er til stofnfundar að nýju félagi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20 í Golfskálanum í Sandgerði. Hið nýja félag óskar eftir frambjóðendum fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur er til 2. mars. Hafið samband við: Hermann Jónsson, s. 782-7333, hjnetfang@gmail.com eða Einar Tryggvason, s. 899-8144, einar.t@simnet.is ATVINNA GRINDAVÍK Starfskraftur óskast til að ræstistarfa í HSS hluta í Víðihlíð í Grindavík. Viðkomandi þarf að hafa aðgang að bíl og geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl 08:00 til 16:00. Leitað er að einstaklingi 25 ára eða eldri. Íslenskukunnátta æskileg (eða góð enska). Umsóknum skal skila á tölvupópóstfangið halldor@allthreint.is fyrir 15. febrúar nk. JOB OFFER IN GRINDAVÍK We need to hire one person for a cleaning job in Grindavík. Drivers license and access to a car necessary. Working hours are from 08:00 to 16:00 . We look for a person 25 years or older. Language: Icelandic or very good English. Interested please send email to halldor@allthreint.is before February 15th. HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Hefur þú áhuga á bæjar- málum hér í Reykjanesbæ? Píratar boða til opins fundar fimmtudaginn 8. febrúar klukkan 20:00 í Virkjun, Flugvallarbraut 740, Ásbrú, Reykjanesbæ. Skipta eftirfarandi hugtök þig máli: Gagnrýnin hugsun, upplýstar ákvarðanir, borgararéttindi, frið- helgi einkalífsins, gagnsæi, ábyrgð, beint lýðræði, tjáningar- frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklinga? Sé svo, má vera að þú eigir samleið með okkur. Píratar á Suðurnesjum eru að undirbúa prófkjör og málefna- vinnu fyrir bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ í vor og því fleiri sem taka þátt í starfinu með okkur því meiri líkur er að okkur takist að knýja fram nauðsynlegar breytingar fyrir fólkið í bænum. Hjá Pírötum fer stefnumótun ætíð fram hjá fólkinu sjálfu, án miðstýringar. Við viljum að þú ráðir. Dagskrá fundarins: 1. Gildi Pírata 2. Almennar umræður um undirbúning sveitarstjórnakosninga 3. Önnur mál Hlökkum til að sjá þig.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.