Víkurfréttir - 08.02.2018, Blaðsíða 15
15UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg.
„Ef við hyggjum ekki að for-
tíð okkar, getum við ekki
átt mikla von fyrir framtíð
okkar,“ sagði Jackie Ken-
nedy Onassis á tröppum
Grand Central lestar-
stöðvarinnar í New York
árið 1975, þegar til stóð að
rífa þá merku byggingu og
byggja 59 hæða skrifstofu-
byggingu í staðinn. Hún bætti við: „Við höfum
öll heyrt að þetta sé of seint, eða að þetta þurfi
að gerast, að þetta sé óumflýjanlegt. En ég
held að það sé ekki satt. Vegna þess að ég tel
að þegar það er sterkur vilji, jafnvel á elleftu
stundu, þá getur þú haft sigur og ég veit að
það er það sem munum hafa“.
Og sem betur fer hlustuðu borgaryfirvöld í New
York á þau rök og þessi fallega og sögufræga
bygging heldur upp á 105 ára afmæli sitt síðar
í þessum mánuði. Afmælisbarnið, sem var 62
ára þegar tókst að bjarga því, hefur sjaldan litið
betur út og aldrei hafa fleiri notað bygginguna
en einmitt núna.
Þetta eru vissulega tvö ólík hús, tímarnir eru
aðrir en samt eiga nákvæmlega sömu rökin við
um 68 ára gamla Sundhöllina okkar í dag. Það
er sterkur vilji meðal bæjarbúa fyrir að þyrma
húsinu, þetta er alls ekki of seint, þetta þarf ekki
að gerast og því fer fjarri að þetta sé óumflýjan-
legt. Við erum auk þess réttu megin við þessa
ákvörðun - það hefur ekki verið heimilað að rífa
Sundhöll Keflavíkur og breyting á deiliskipu-
lagi sem heimilar að byggt sé á lóðinni hefur
ekki verið staðfest. Þeir sem segja að þetta sé
frágengið og löngu ákveðið hafa einfaldlega
rangt fyrir sér. Hvers vegna var þá verið að
auglýsa eftir athugasemdum við deiliskipu-
lagsbreytinguna og halda íbúafund? Auðvitað
vegna þess að rétt eins og segir í umsögn Minja-
stofnunar frá því í október 2017, þá er það „…í
höndum sveitarfélagsins að ákvarða um framtíð
þess“. Reykjanesbær fer með skipulagsvaldið
og núverandi bæjarstjórn ber ábyrgð á þeirri
ákvörðun um hvort rífa skuli húsið.
Eignarhald og skaðabætur?
Rætt hefur verið um meintar skaðabætur og
fjárútlát sem myndu lenda á Reykjanesbæ ef
deiliskipulaginu yrði hafnað. Það er einnig
rangt. Það er ekki fyrr en deiliskipulagið yrði
samþykkt sem möguleg skaðabótaskylda gæti
myndast. Húsið var selt fyrir tæpu ári til nú-
verandi eiganda, engin heimild til niðurrifs var
til staðar þá (frekar en nú) samkvæmt gildandi
deiliskipulagi né heimild til að byggja á lóðinni.
Þetta vissu núverandi eigendur þegar þeir keypu
húsið á innan við 40 milljónir króna og þess
vegna sækja þeir um breytingu á deiliskipulagi
til Reykjanesbæjar. Og það er sú tillaga sem ekki
er búið að staðfesta.
Á fjölmennum fundi sem nýstofnuð Hollvina-
samtök Sundhallarinnar héldu sl. fimmtudag,
og nærri 4000 manns hafa horft á á vefnum,
fór Pétur Ármannsson, helsti sérfræðingur
Íslands í verkum Guðjóns Samúelssonar yfir
sögu þessa mikla meistara og mikilvægi Sund-
hallarinnar okkar í þeirri sögu. Margt fróðlegt
kom þar fram og hvet ég lesendur til þess að
horfa á fyrirlestur Péturs og önnur áhugaverð
erindi sem flutt voru á fundinum á heimasíðu
Víkurfrétta og Facebook-síðu hópsins „Björgum
Sundhöll Keflavíkur“. Þar kom einnig fram að
Guðjón Samúelsson tók þátt í að teikna skipulag
Keflavíkur á sínum tíma, eins og hann gerði
víða annars staðar á landinu. Það var einnig
fróðlegt að sjá hvernig önnur bæjarfélög, t.d.
Akureyri, hafa hlúð að byggingum Guðjóns og
varðveitt, enda margar hverjar mestu kennileiti
bæjarins. Þetta getum við líka gert.
Reykjanesbær hefur góða sögu að
segja
Reykjanesbær hefur staðið sig vel á undan-
förnum árum við endurbyggingu á Duus húsum,
Gömlu búð og Fischershúsi. Verkefnið um Duus-
verndarsvæði í byggð þar sem bæjarbúum er
hleypt að skipulagsvinnunni með beinum hætti
er eftirtektarvert og algjörlega til fyrirmyndar.
Öllum þessum húsum átti að farga á einhverjum
tímapunkti, en var sem betur fer afstýrt. Við
getum þakkað mönnum eins og Bigga Guðna
heitnum fyrir þrautsegju þeirra og baráttu - ég
leyfi mér að fullyrða að það sé erfitt að finna
þann íbúa í dag sem myndi vilja Duus húsin burt.
Sundlaugin okkar var byggð af Ungmannafélag-
inu og íbúunum sjálfum af miklum dugnaði,
þrautseigju og samstöðu. Hún var vígð árið 1939,
óskabarn kauptúnsins og eitt helsta stolt þess.
Sundhallarbyggingin var vígð 1950, var byggð
eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar og var
fjármögnuð af almannafé, með samskotum og
alls kyns fjáröflun meðal bæjarbúa. Þessi saga
er dýrmæt og ber að halda á lofti. Það verður
best gert með því að vernda húsið og finna því
viðeigandi hlutverk. Nú er tíminn til að staldra
við og leita lausnar sem allir geta orðið sáttir
um. Lærum af sögunni og finnum leið til þess
að blanda því nýja með hinu gamla, eins og alls
staðar er að gerast. Ég nefni uppbygginguna á
Grandanum sem nærtækt dæmi.
Fyrir hönd nýstofnaðra Hollvinasamtaka
Sundhallar Keflavíkur skora ég á bæjarstjórn
Reykjanesbæjar að fara að tilmælum Minjastofn-
unar frá 31. janúar og „fresta því að samþykkja
breytingu á deiliskipulagi svo tími vinnist til að
kanna hvort unnt sé að finna húsinu verðugt
hlutverk og varðveita það“.
Undirskriftasöfnun er hafin og má skrifa undir
á netinu (sjá slóð á Facebook- síðu hópsins
Björgum Sundhöll Keflavíkur). Einnig munu
fulltrúar Hollvinasamtakanna vera á ferðinni
næstu daga með undirskriftalistana. Við
hvetjum bæjarbúa til að taka afstöðu með
sögu okkar og Sundhöllinni og skrifa undir
áskorunina.
Ragnheiður Elín Árnadóttir.
NAFN Á SAMEINAÐ
SVEITARFÉLAG
GARÐS OG
SANDGERÐISBÆJAR
Nefnd sem skipuð hefur verið til að gera tillögu að nafni á sam-
einað sveitarfélag Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar
óskar eftir tillögum að nöfnum.
Tillögum skal fylgja rökstuðningur til stuðnings nafninu í sam-
ræmi við leiðbeiningar sem finna má á vef Sandgerðisbæjar
www.sandgerdi.is og Sveitarfélagsins Garðs www.svgardur.is
Öllum er frjálst að senda inn tillögur.
Hægt er að skila tillögum á bæjarskrif-
stofur sveitarfélaganna, eða rafrænt.
Tillögur þurfa að hafa borist fyrir hádegi
þann 12. febrúar næstkomandi.
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
Rjóma Hindberja Karamella Royal Irish
Danskar bollur
Vatnsdeigsbollur
Gerbollur
BOLLUDAGS
B LLUM
Mikið úrval af gómsætum
Rjóma Púns Jarðarberja
Velkomin í
bollukaffi
Vanilla Rjóma Núggat
Vínarbrauðsdeig
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
Rjóma Hindberja Karamella Royal Irish
Danskar bollur
Vatnsdeigsbollur
Gerbollur
BOLLUDAGS
B LLU
Mikið úrval af gómsætum
Rjóma Púns Jarðarberja
Velkomin í
bollukaffi
Vanilla Rjóma Núggat
Vínarbrauðsdeig
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
Rjóma Hindberja Karamella Royal Irish
Danskar bollur
Vatnsdeigsbollur
Gerbollur
BOLLUDAGS
B LLUM
Mikið úrval af gómsætum
Rjóma Púns Jarðarberja
Velkomin í
bollukaffi
Vanilla Rjóma Núggat
Vínarbrauðsdeig
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
Rjóma Hindberja Karamella Royal Irish
Dansk r bollur
Vatnsdeigsbollur
Gerbollur
BOLLUDAGS
Mikið úrval af gómsætum
Rjóma Púns Jarðarberja
Velkomin í
bollukaffi
Vanilla Rjóma Núggat
Vínarbrauðsdeig
Kökulist verslunarmiðstöðinni Firði Hafnarfirði · Iðnbúð 2 og Strikinu 3 Garðabæ · Hólagötu 17 Reykjanesbæ
kokulist@kokulist.is · 555 6655
Björgum Höllinni. Undirskriftasöfnun hafin.
STÖLDRUM VIÐ OG HUGUM AÐ SÖGUNNI OKKAR
Rætt hefur verið um meintar skaðabætur og fjárútlát sem myndu lenda á
Reykjanesbæ ef deiliskipulaginu yrði hafnað. Það er einnig rangt. Það er ekki
fyrr en deiliskipulagið yrði samþykkt sem möguleg skaðabótaskylda gæti
myndast. Húsið var selt fyrir tæpu ári til núverandi eiganda, engin heimild til
niðurrifs var til staðar þá (frekar en nú) samkvæmt gildandi deiliskipulagi né
heimild til að byggja á lóðinni.