Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg. STÖRF Í FRAMLEIÐSLUDEILD T A R A M A R Við erum að leita eftir samviskusömum og ábyrgðar- fullum aðilum til starfa í pökkun og við þrif í framleiðslu- deild okkar. T A R A M A R framleiðir lúxus húðvörur í Sandgerði sem seldar eru um allan heim. Um er að ræða störf með nokkuð sveig janlegum vinnutíma. Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréfi frá umsækj- endum sem sendist á netfangið info@taramar.is fyrir 12. mars. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur eða Viðar í síma 570 7100. Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ 2018 hefur verið samþykktur. Friðjón Einarsson skipar efsta sæti listans og Guðný Birna Guðmundsdóttir er í 2. sæti. Þau eru bæði núverandi bæjarfull- trúar listans. Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 er eftirfarandi: 1. Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi 2. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi 3. Styrmir Gauti Fjeldsted, B.Sc í rekstrarverkfræði 4. Eydís Hentze Pétursdóttir, meistaranemi í heilbrigðisvísindum 5. Guðrún Ösp Theodórsdóttir, hjúkrunarfræðingur 6. Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari og sjálfstæður atvinnurekandi 7. Jón Haukur Hafsteinsson, forstöðumaður sérdeildar Háaleitisskóla 8. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri og nemi 9. Elfa Hrund Guttormsdóttir, félagsráðgjafi 10. Valur Ármann Gunnarsson, leigubifreiðastjóri 11. Íris Ósk Ólafsdóttir, rekstrahagfræðingur 12. Sindri Stefánsson, hjúkrunarfræðinemi 13. Hulda Björk Stefánsdóttir, leikskólastjóri 14. Simon Cramer Larsen, framhaldsskólakennari 15. Hjörtur Magnús Guðbjartsson, sérfræðingur 16. Jurgita Milleriene, grunnskólakennari 17. Þórdís Elín Kristinsdóttir, félagsráðgjafi 18. Bjarni Stefánsson, málarameistari 19. Kristjana E. Guðlaugsdóttir, viðskiptafræðingur 20. Vilhjálmur Skarphéðinsson, eldri borgari 21. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, eldri borgari 22. Ingvar Hallgrímsson, rafvirkjameistari Ellefu karlar og ellefu konur skipa framboðslista Framsóknar í Reykjanesbæ sem samþykktur var á félagsfundi í gærkvöldi. Jóhann Friðrik Friðriksson leiðir listann en Díana Hilmarsdóttir skipar annað sæti. Halldóra Fríða Þor- valdsdóttir er í þriðja sæti. Listi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 er eftirfarandi: 1. Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur 2. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar 3. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi 4. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur 5. Bjarni Páll Tryggvason, flugumferðarstjóri 6. Eva Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur 7. Sigurður Guðjónsson, löggiltur bifreiðasali 8. Halldór Ármannsson, útgerðarmaður 9. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari 10. Jóhanna María Kristinsdóttir, söngkona 11. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur 12. Aðalheiður Halldórsdóttir, grunnskólakennari 13. Guðmundur Stefán Gunnarsson, ráðgjafi á velferðarsviði og júdókappi 14. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrv. forseti bæjarstjórnar 15. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari 16. Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari 17. Hólmfríður Guðmundsdóttir, hússtjórnarkennari 18. Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari 19. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, tollvörður 20. Oddný Mattadóttir, húsmóðir 21. Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður 22. Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur Á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ á mánudags- kvöld var tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista fyrir bæjar- stjórnarkosningar í Reykjanesbæ 26. maí 2018 samþykkt samhljóða. 1. Margrét Sanders, ráðgjafi 2. Baldur Þ. Guðmundsson, viðskiptafræðingur 3. Anna S. Jóhannesdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri 4. Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri 5. Andri Örn Víðisson, kerfisfræðingur 6. Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur 7. Ísak Ernir Kristinsson, háskólanemi 8. Þuríður B. Ægisdóttir, stjórnmálafræðingur 9. Sigrún Inga Ævarsdóttir, verkefnastjóri 10. Brynjar F. Garðarsson, háskólanemi 11. Jónína Birgisdóttir, ljósmóðir 12. Kristján Rafn Guðnason, yfirverkstjóri 13. Barbara Marí aSawka, sjúkraliði 14. Sigurður Mar Stefánsson, bókari 15. Anna Steinunn Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur 16. Grétar Guðlaugsson, verkefnastjóri/byggingafr. 17. Birgitta Rún Birgisdóttir, flugfreyja 18. Páll Orri Pálsson, framhaldsskólanemi 19. Karólína Júlíusdóttir, viðskiptamenntun 20. Albert Albertsson, hugmyndasmiður 21. Böðvar Jónsson, viðskiptafræðingur 22. Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi „Mikil stemmning ríkir í herbúðum sjálfstæðismanna sem ganga fylktu liði til komandi kosninga með nýjan oddvita listans, Margréti Sanders í fararbroddi,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Markaðsstofa Reykjaness og Reykja- nes UNESCO Global Geopark hafa að undanförnu staðið fyrir opnum fundum um ferðamál á Reykjanesi í samstarfi við sveitarfélögin á Suður- nesjum. Á fundinum hefur starfsemi Markaðs- stofu Reykjaness, Reykjanes UNESCO Global Geopark verið kynnt sem og stefna sveitarfélaganna í ferðamálum. Góð mæting hefur verið á fundina í öllum sveitarfélögum og fjörugar umræður en aukning ferðamanna og gistinátta hefur verið hvað mest á Suðurnesjum að undanförnu. Að sögn Eggerts Sólbergs Jóns- sonar verkefnastjóra Reykjanes UNESCO Global Geopark var mark- mið fundanna að ræða stöðu ferða- þjónustunnar á Reykjanesi sem og að skoða þau verkefni sem eru fram- undan í þessari vaxandi atvinnugrein. Það hefur margt áunnist á síðustu árum, m.a. hvað varðar ábyrga mark- aðssetningu, skipulagningu innra starfs og uppbyggingu innviða. Það er horft til okkar og áfangastaðurinn Reykjanes hefur fengið viðurkenn- ingar sem eftir hefur verið tekið. Það er þó ekki þar með sagt að starfinu sé lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og vinna í átt að sjálf- bærara samfélagi. Það skiptir miklu máli að ferðaþjónustan byggi sína tilveru á sátt við samfélagið og það er von okkar að þessir fundir ýti undir það. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Sandgerðis, segist í færslu á fésbókinni tilbúinn til þess að leiða nýjan framboðslista um fé- lagshyggju og lýðræði í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. „Það eru spennandi tímar framundan hjá Sandgerðingum og Garðmönnum og það verður í mörg horn að líta á komandi árum. Ég er reiðubúinn til að taka sæti á nýjum framboðslista í nýju sveitarfélagi og er tilbúinn til þess að leiða hann í komandi kosningum. Ég hef það lánsamur að leiða bæjar- stjórn Sandgerðisbæjar síðustu átta árin, á tíma sem hefur verið krefjandi, stundum erfiður en líka ánægju- legur því við höfum séð árangur af vinnunni. Ég hef reynt að láta skyn- semi og samtal ráða ferðinni og ég tel að þannig pólitík sé líklegust til að skila árangri fyrir nýtt sveitarfélag. Með það að leiðarljósi gef ég kost á mér til starfa á komandi kjörtíma- bili um leið og ég vona að reynsla mín og þekking geti orðið að gagni í nýrri bæjarstjórn,“ segir Ólafur Þór í færslunni. Hann hvetur fólk sem hefur áhuga á því að koma með í þetta skemmtilega ferðalag að gefa kost á sér til starfa. Friðjón skipar efsta sæti xS í Reykjanesbæ Jóhann Friðrik leiðir Framsókn í Reykjanesbæ Margrét Sanders leiðir xD í Reykjanesbæ Margt áunnist í ferðaþjón- ustunni á Suðurnesjum ÓLAFUR ÞÓR VILL LEIÐA NÝTT FRAMBOÐ Í GARÐI OG SANDGERÐI Tjaldstæðið í Grindavík hefur hlotið gæðaviðurkenningu Trip Advisor fyrir árið 2017, eða „Certificate of excellence.“ Þessa viðurkenningu geta aðilar á TripAdvisor fengið sem fá ítrekað góða dóma frá gestum og halda stöðugt uppi góðri þjónustu. Tjaldsvæði Grindavíkur hefur hlotið mjög góða dóma frá gestum og er með 4,5 stjörnur af 5 mögulegum á TripAdvisor, 4,5 á Google Maps og fullt hús stiga, 5 stjörnur, á Facebook. Það er því nokkuð ljóst að gestum líkar vel við tjaldsvæðið Grindavíkur- bæjar og endurspeglar mikil fjölgun gesta og gistinátta frá ári til árs þessa stjörnugjöf. REYKJANES HLÝTUR ALÞJÓÐ- LEGA TILNEFNINGU Reykjanesið hefur verið tilnefnt til verðlauna í flokknum Earth Award, Best of Top 100 Destination showing global leadership in combatting climate cange and environmental degradation. Tilkynnt verður um verðlaunahafa í Berlín 7. mars og verður fulltrúi Reykjaness á staðnum. Góðar sögur af Reykjnesi tilnefndar til verðlauna Ímyndarátakið Reykjanes – við höfum góða sögu að segja hefur verið tilnefnt til Árunnar sem eru árangursverðlaun ÍMARK, íslensks markaðsfólks en þeim er ætlað að beina sjónum að her- ferðum sem skilað hafa framúr- skarandi árangri. Góðar sögur er samstarfsverk- efnið sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja en það er leitt af Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Framkvæmd er í höndum HN - Markaðssamskipta. TJALDSVÆÐI GRINDAVÍKUR- BÆJAR HLÝTUR GÆÐAVIÐURKENN- INGU TRIPADVISOR Ráðning skóla- stjóra Gerða- skóla kynnt á miðvikudag Alls sóttu sex umsækjendur um auglýsta stöðu skólastjóra Gerða- skóla í Garði. Jóhann Geirdal, sem nú gegnir stöðunni, sagði upp starfi sínu á dögunum frá og með næsta skólaári. Tillaga um ráðningu skólastjóra verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs nk miðvikudag, þann 7. mars. AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.