Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 17
SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 10.–11. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN www.safnahelgi.is Reykjanesbær Rokksafn Íslands Hvar: Hljómahöll, Hjallavegi 2, Ytri-Njarðvík. Opið: Laugardag og sunnudag kl. 11:00–18:00. rokksafn.is Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Þar er saga tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna tvær sérsýningar um íslenska tónlistarmenn, önnur um Pál Óskar Hjálmtýsson og hin um Björgvin Halldórsson. Bókasafn Reykjanesbæjar Hvar: Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12, Keflavík Opið: Laugardag 11:00–17:00 sofn.reykjanesbaer.is Teiknimyndasögusýning Lóu Hlínar eða Lóaboratoríum. Sýningin verður í unglinga- og teiknimyndasöguhorni safnsins. Skessan í hellinum Hvar: Svarti hellir við smábátahöfnina í Gróf, Keflavík. Opið: laugardag og sunnudag kl. 10:00–17:00. skessan.is Skessan úr bókunum Sigga og Skessan, er flutt til Reykjanes- bæjar og hefur komið sér fyrir í Svarta helli í Gróf í Keflavík. Hún býður gestum og gangandi að heimsækja sig í hellinn. Viðburður: 10. og 11.mars kl. 12.00–17.00. Börn geta komið við í Duus Safnahúsum og fengið skessublöðru og þrauta- bækling. Slökkviliðssafn Íslands Hvar: Safnamiðstöðin Rammi, Seylubraut 1, Innri-Njarðvík . Opið: Laugardag og sunnudag 13:00–17:00. Sýning þar sem aldar- löng saga slökkviliða á Íslandi er rakin eins og hún birtist í bílum og tækjabúnaði auk fjölda ljósmynda frá þessari sögu. Sýningin var sett upp og er rekin af slökkvi- liðsmönnum í sjálfboðastarfi. Nú fer hver að verða síðastur til að sjá þessa sýningu því hún verður bráðlega tekin niður. Orkuverið jörð, Reykjanesvirkjun Opið: Sunnudag kl. 12:30–16:30. powerplantearth.is Sýningin rekur sögu orkunnar á myndrænan hátt allt frá Miklahvelli að virkjun jarðhita á Íslandi. Handverk, vinnustofur: Gallerí Svarta pakkhúsið Hvar: Hafnargötu 2, Keflavík. Opið: Laugardag og sunnudag 13:00–17:00. Alls kyns handverk og listmunir eftir íbúa á svæðinu á góðu verði Gler, leir, prjón, fatnaður, skrautmunir, skartgripir o.fl. Sandgerði Sýning í Sandgerði - Frá hafi til hafnar Hvar: Miðhúsum. Opið: Laugardagur og sunnudagur kl. 13:00–16:00 Skipslíkön, myndir og minnigabrot frá ævi sjómannsins. Jónatan Jóhann Stefánsson vélstjóri opnar heimili sitt í Miðhúsum í Sandgerði. Margir merkilegi munir eru þar til sýnis frá ævi Jónatans. Sýningin er opin laugardaginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars milli kl. 13:00 og 16:00. Þekkingarsetur Suðurnesja Sýningar opnar laugardaginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars frá kl. 13:00 til 17:00. Náttúrusýning Náttúrugripasýningu með yfir 70 uppstoppuðum dýrum. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau. Sýningin Heimskautin heilla Sýningin er um franska heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot, einn merkasta landkönnuð síðustu aldar en hann fórst með skipi sínu Pourquoi-pas? og áhöfn við Mýrar 1936. Lista- og fræðslusýningin Huldir heimar hafsins – Ljós þangálfanna Lista- og fræðslusýning. Sýningin er tileinkuð minningu Guð- mundar Páls Ólafssonar, rithöfundar og náttúrufræðings, sem skrifað hefur einstakar bókmenntaperlur um náttúru Ísland. Vogar Ljósmyndasýning í íþróttamiðstöð Hvar: Sundlaugin Vogum, Hafn- argata 17. Opið: Laugardagur kl. 13:00– 15:00. Myndir af mannlífi og náttúru í Vogum fyrr og nú. Kálfatjörn Vatnsleysuströnd Kálfatjarnarkirkja Opið: Sunnudagur kl. 13:00–15:30. Málþing um séra Stefán Thorarensen, sveitarhöfðingja, prest, sálmaskáld og menntafrömuð á 19. öld í Kálfatjarnarkirkju og safnaðarheimili. Norðurkot Opið: Sunnudagur kl. 12:00–13:00 og 15:30–16:30 Kálfatjörn Vatnsleysuströnd Opið í Norðurkotsskóla, sem starfaði 1903–1910 í tengslum við skólann sem Stefán stofnaði og Minja- og sögufélag Vatns- leysustrandar hefur endurbyggt á Kálfatjörn sem skólasafn.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.