Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 12
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg. Grunnskólanemi vikunnar „Langar að verða söng- eða leikkona“ Betsý Ásta Stefánsdóttir er nemandi í Akurskóla en henni finnst skemmtilegast að syngja og vera í fótbolta. Grunnskólanemi: Betsý Ásta Stefánsdóttir. Í hvaða skóla ertu? Akurskóla. Hvar býrðu? Innri Njarðvík. Hver eru áhugamálin þín? Leiklist og söngur. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er tólf ára og er í 7. bekk. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Líklegast allir vinirnir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Ég ætla að reyna að komast inn í Kvennó. Ertu að æfa eitthvað? Nei ekki akkúrat núna. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Syngja og vera í fótbolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst ekki margt leiðinlegt en finnst ekkert svakalega gaman að taka til. Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Örugglega bara venjuleg heyrnatól. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans míns. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Planið er að reyna að verða söng- eða leikkona en annars langar mig að verða viðburðastjóri.   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 SUNNUDAGURINN 11. MARS KL. 11 Fjölskyldumessa. Þátttakendur í Skapandi starfi koma fram í söng. Arnór organisti spilar og leiðir söng. Fermingarbörn taka þátt með lestrum á bænum. Súpa og brauð í boði eftir messu. Frjáls framlög í baukinn renna til verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Sr. Fritz Már og sr. Erla leiða messuna. SUNNUDAGURINN 11. MARS KL. 20 Æskulýðsmessa. Hljómsveitin Sálmari spilar og syngur. Fermingarbörn lesa texta og flytja bænir. Að lokinni messu bjóða fermingarbörn uppá kaffihús í Kirkjulundi. Kaffi, kakó og heimabakað á 500 kr. Ágóði rennur í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Sr. Fritz Már og sr. Erla leiða messuna MIÐVIKUDAGUR 14. MARS KL. 12 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Hugleiðing, bæn ásamt söng og orgelspili. Gæðakonur bera fram matarmikla súpu og brauð. Velkomin öll til okkar. MIÐVIKUDAGUR 14. MARS KL. 13 Seekers bænastund með flóttafólki er öllum opin. Sr. Toshiki Toma, ásamt Keflavíkur- prestum, leiðir stundina í Kapellu vonarinnar. MIÐVIKUDAGUR 14. MARS Kl. 15:15 - fermingarfræðsla fyrir stráka. Kl. 16:05 - fermingarfræðsla fyrir stelpur. Ástkær frændi okkar og vinur, FRIÐRIK ÁRNASON FIDDI Njarðarvöllum 2, Njarðvík, lést á Hrafnistu Nesvöllum, mánudaginn 19. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Nesvalla fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýju. Aðstandendur NÝ BÓNSTÖÐ AÐ IÐAVÖLLUM 9 Alþrif og bón fyrir alla bíla Opnunartilboð 25% afsláttur Splunkuný og fullkomnustu tæki til bílaþrifa. Sækjum og keyrum bíla í fyrirtæki og á heimili. Opið frá kl. 8 til 18 alla virka daga. Laugardaga frá kl. 10 til 18. Iðavellir 9 - Keflavík - Sími 552 9442 HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Helgihald í Njarðvíkurprestakalli 8. mars til 14. mars 2018. Ytri-Njarðvíkurkirkja Fermingarmessa 11. mars kl. 10:30 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 13. mars kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 14. mars kl.10:30-13:30. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 8. mars kl.20:00. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Njarðvíkurkirkja (Innri) Fermingarmessa 11. mars kl. 10:30 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 13. mars kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Spilavist Systrafélags Njarðvíkur- kirkju í safnaðarheimilinu þriðju- daginn 13. mars kl.20. Umsjón hefur Helga Þóra Jónasdóttir. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 8. mars kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. Sigrún Birta Eckard er FS-ingur vikunnar en hún bjó í Danmörku í þrettán ár og hatar kóngulær. FS-ingur: Sigrún Birta Eckard. Á hvaða braut ertu? Ég er á listnámsbraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Sandgerði en bjó samt í Danmörku í 13 ár og ég er 18 ára. Helsti kostur FS? Mjög góðir kennarar. Hver eru þín áhugamál? Áhugamálin mín eru list, tónlist, kvikmyndir og að ferðast. Hvað hræðist þú mest? Ég hata kóngulær og er skíthrædd við neikvætt fólk. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég myndi segja Dagný Halla Ágústsdóttir. Hún er svo virk í öllu, sérstaklega tónlist. Hver er fyndnastur í skólanum? Mér finnst Einar Guðbrandsson mjög fyndinn. Hvað sástu síðast í bíó? Ég sá myndina Game Night. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó og betri samlokur. Hver er þinn helsti kostur? Ég er með geggjaðan tónlistarsmekk. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Lengra hádegi og frjáls mæting. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Sjálfstraust og bros. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það fínt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Stefnan mín núna er að verða listakona. Hvað finnst þér best við það að búa á Suður- nesjunum? Mér finnst fólkið æðislegt og allt er bara mjög fallegt hérna. Hvað myndirðu kaupa þér ef þú ættir þúsund kall? Kaffi og köku. „Ég er skít- hrædd við neikvætt fólk“ F S- in g u r vik u n n ar EFTIRLÆTIS... ... kennari: Íris Jónsdóttir er æðisleg! ... mottó: „If it ain’t broken why fix it?” ... sjónvarpsþættir: RuPaul’s Drag Race, Rick and Morty og Friends. ... hljómsveit/tónlistarmaður: The 1975 er all time fave! ... leikari: Einmitt núna Jennifer Lawrence. ... hlutur: Plötuspilari. Uppáhalds... ...matur: Lasagna. ...tónlistarmaður: Sam Smith eða Jón Jónsson. ...app: Instagram. ...hlutur: Síminn minn. ...þáttur: Castle.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.