Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Page 20

Víkurfréttir - 08.03.2018, Page 20
20 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg. skipi í Karabíska hafinu, við vorum búin að æfa mikið og svo fékk gamla einhvern sviðskrekk, við vorum með mjög flottum trommara úr einu af stóru böndunum þannig að þetta var dálítil spenna hjá okkur fjölskyldunni. Ég ætla alveg að viðurkenna það að sonur minn gaf mér frekar illt auga þegar ég var búin að gera þriðju mis- tökin á sviðinu. Eftir á var meðal ann- ars sagt að það væri ekki víst að við myndum halda jólin saman a.m.k. miðað við svipinn sem hann sendi mömmu sinni. En við kláruðum þetta með stæl að lokum.“ Hvað eruð þið lengi á siglingu? Guðjón: „Við erum fimm daga á siglingu.“ Sveinn: „Við förum frá Tampa til Be- lice, Costa Maya en oft á tíðum förum við ekkert frá borði, það eru tónleikar út um allt og ég held að meirihlutinn fari ekki frá borði, það er svo mikið að gera.“ Sólný: „Það er kannski líka svolítið skemmtilegt að segja frá því að þetta eru í raun og veru ekki bara tónleikar heldur eru þetta líka svona spjall stundir við hljómsveitirnar eða spurt og svarað. Um tíu á morgnana byrjar spjallstund og þú getur verið að spyrja hetjurnar þínar, sem þú ert búin að vera að fylgja í mörg ár persónulega spurninga og þannig að það er það kannski það sem gerir þetta sérstakt. Sumir hafa hlegið af okkur og spurt hvers vegna við förum í siglingu og förum ekkert í land, af hverju förum við ekki bara á tónleika í landi. Þetta er svolítið sérstakt því við erum þarna saman í fimm daga með öllum þessum listamönnum og fólki eins og okkur sem eru áhuga- menn og höfum gaman af því að spila og fáum tækifæri þarna til að flytja tónlist sem við höldum upp á. Þetta er svolítið sérstakt, þú ert kannski að spjalla við gítarleikarann sem þú varst alveg dolfallin yfir að hlusta á kvöldinu áður í morgunkaffinu. Sam- félagið er líka svolítið sérstakt og við brosum stundum og segjum að þetta sé svolítið nördasamfélag. En það má kannski líkja þessu við að fótbolta- menn hvaðanæva að úr heiminum kæmu saman um borð í skipi og gerðu ekkert annað en að spila og spjalla um fótbolta í fimm daga.“ Sveinn: „Værum kannski bara að taka leik með Messi eða Ronaldo í hádeginu.“ Sólný: „Það er það sem gerir þetta sérstakt, við erum í þessum heimi. Strákurinn okkar hann Sighvatur sem er sautján ára í dag, kom með okkur fyrir þremur árum og var ekkert að spila á gítar og var ekkert í tónlist. Þetta varð vendipunktur í hans lífi, þarna kviknaði áhugi á tónlist og hann hefur varla sleppt gítarnum síðan, hann tók þátt í fyrra og núna. Hann spilaði einmitt með okkur á búgarð- inum núna og um borð í skipinu en í annari siglingunni spilaði hann á búgarðinum.“ Þið fóruð fimm saman í fjölskyldunni í siglinguna núna, hvernig gekk það? Guðjón: „Bara mjög vel.“ Sveinn: „Okkur vantar trommara og sá næst yngsti er líklegur kandídat í það.“ Sólný: „Þetta prógram hefur stækkað töluvert frá því að það byrjaði og núna byrjuðum við til dæmis á búgarði.“ Guðjón: „Það eru hjón sem eru hluti af skipulagshópnum í kringum þetta sem búa rétt hjá Tampa á búgarði og þau ákváðu að bjóða þeim sem taka þátt í þessu prógrammi eða þeim sem vildu, tveimur dögum fyrir hátíðina að koma fram, sú hátíð heitir „Prog on the Ranch“. Alls tóku þrjátíu flytj- endur þátt í þeirri hátíð en það voru töluvert fleiri að hlusta. Það var búið að setja upp svið og svo er bara spilað, bæði Progressive Rock og önnur tón- list. Síðan voru líka lögin tekin sem eru spiluð á skipinu, þannig að þetta var smá undirbúningur fyrir það og þarna gafst smá tími til þess að æfa fyrir þá sem gátu komið saman.“ Sólný: „Núna var þetta í rauninni fyrir okkur sjö daga tónlistarhátíð og fyrsta daginn á búgarðinum þá voru flutt 57 lög frá tíu um morguninn til ellefu-tólf um kvöldið og ætli við höfum ekki verið um þrjátíu þarna samtals. Við leigðum okkur húsbíl og vorum í honum við þennan búgarð að flytja tónlist og spila. En það er skemmtilegt að segja frá því að þegar Guðjón útskrifast úr Verslunarskóla Íslands og flestir vinir hans voru á leiðinni til Benidorm, þá fann Guðjón þessa ferð og langaði að fara. Hann bað okkur að koma með, en þá var þetta kerfi komið, að þú þurftir að senda inn upptökur sem voru þátt- tökuskilyrði og við vorum alls ekkert að fara að gera það enda höfðum við ekkert verið í tónlist á okkar seinni árum, þótt við hefðum verið hér áður fyrr svolítið að spila. En Guðjón hætti ekki fyrr en að við samþykktum að senda inn og fer með okkur í sitt- hvoru lagi upp í stúdíóið sitt, tekur upp og sendir, síðasta kvöldið sem skilafresturinn rann út! Síðan var þetta svolítið skemmtileg helgi því ég fékk tölvupóst og Svenni líka, og ég fékk póst um að ég kæmist inn og var alveg jii, hvað ef ég kemst inn en ekki Svenni.“ Sveinn: „Og ég fékk tölvupóst þar sem að ég var samþykktur í hópinn og ég þorði ekki að segja neitt við Sólný.“ Sólný: „Þannig að það leið eiginlega heill sunnudagur án þess að nokkur þyrði að segja frá en við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessu sem er alveg einstakt að okkar mati því þetta er eiginlega orðin eins og fjöl- skyldan okkar, fólkið sem er með okkur í siglingunum.“ Eignist þið ekki góða vini í gegnum þetta? Sólný: „Jú, tónlist tengir fólk saman, það skiptir engu máli hver þú ert.“ Sveinn: „Hvort sem þú ert úr stóru hljómsveitunum eða ekki, það eru allir á sama stigi. En það sem er líka svo skemmtilegt núna er að það hefur aldrei verið jafn mikil þátttaka eða ... við erum kölluð „The Vikings“ um borð, víkingafjölskyldan frá Íslandi og auðvitað vekur það athygli að við séum fjögur úr sömu fjölskyld- unni í þessu prógrammi að spila. SAMÞYKKT DEILISKIPULAG: OFAN SKAGABRAUTAR, SVÆÐI ÍB 10, Í6, ÍB8, ÍB11 OG MV3. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti þann 7.2. 2018 deiliskipulag fyrir ofangreint svæði sunnan Skagabrautar. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athuga- semd barst og hefur þeim sem gerði athugasemdir verið send niðurstaða sveitar- stjórnar. Deiliskipulagið var samþykkt óbreytt. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deili- skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs. Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2017. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. mars kl. 15.00 á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að félagið megi eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í þrjú ár. Stjórn Samkaupa hf. AÐALFUNDUR Í SAMKAUPUM HF. Ljósmyndir: Olga Helgadóttir. Rokkfleyið. Guðjón í fyrstu siglingunni árið 2015. Ljósmynd: Mike Savoia.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.