Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 21
21MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg. viðvera eins og núna hjá stærri köll- unum á „djamminu“ okkar þannig að þeir sátu bara í salnum og maður var bara farinn að venjast því að uppá- halds tónlistarmennirnir manns sætu í salnum og væru að fara að hlusta á mann spila. Fyrst var maður nötrandi.“ Sólný: „Fyrsta árið var ég einmitt að syngja lag með hljómsveitinni Yes og var með söngvarann á fremsta bekk og ég viðurkenni það að það var pínu stressandi en þetta snýst ekkert um það að koma, sjá og sigra, þetta snýst meira um að koma upp á svið og hafa gaman. Það er bara það sem þetta snýst um, snýst ekki um heimsfrægð eða að við séum að reyna að verða fræg í útlöndum heldur um þessa gleði og eins og við þekkjum öll, hvernig tónlistin sameinar okkur og við erum þakklát fyrir það að fá að deila þessu áhugamáli með strák- unum okkar.“ Það er örugglega ekki algengt að nán- ast heil fjölskylda fari bara út og taki þátt í svona viðburðum, ekki rétt? Sveinn: „Nei, nei og ég viðurkenni það alveg að þetta hefur vakið mikla at- hygli og við erum kölluð „The Vikings“ um borð, víkingafjölskyldan frá Ís- landi og auðvitað vekur það athygli að við séum fjögur úr sömu fjölskyldunni í þessu prógrammi að spila.“ Sólný: „Sem er kannski algengara á Íslandi heldur en annars staðar, við þekkjum það á mörgum tónlistar- fjölskyldum hér, fólk heldur kannski meira saman. En þetta er náttúrulega alveg einstakt að fá að upplifa það að vera með manninum sínum og sonum sínum að spila og syngja á Karabíska hafinu. Sumir fara í skíðaferðir og þetta er svolítið okkar skíðaferð, við erum mjög þakklát.“ Guðjón: „Fyrir utan það hvað þetta er skemmtilegt.“ Víkkar þetta ekki tengslanetið ykkar í þessum tónlistarheimi, eins og þið sögðuð að þá eru ekki margir í þessari tónlist hér á landi? Guðjón: „Ég stofnaði hljómsveit frá því á síðasta ári, kynntist þeim sem eru með mér í henni í siglingunni og við erum að vinna að plötu en þeir eru báðir frá Kanada.“ Sveinn: „Það er farið að auglýsa þetta sem fyrsta afkvæmi okkar frá „Late Night Jam Sessions,“ þarna voru leiddir saman strákar frá Kanada og Íslandi og úr varð eining sem er að taka upp plötu.“ Guðjón: Við unnum plötuna bæði hér heima og í Toronto. Sólný: „Þetta eru trommuleikari og gítarleikari sem hann er að tala um og síðan fengu þeir líka til liðs við sig bassaleikara úr frábærri hljómsveit sem heitir Haken.“ Sveinn: „Haken er einmitt ein af stóru hljómsveitunum um borð.“ Guðjón: „… eða, hún er mjög þekkt innan þessa samfélags.“ Sólný: „Síðan er tæknin líka orðin þannig í dag að Guðjón gat sent honum tölvupóst þar sem þeir voru í samskiptum fyrir plötuna og hann spilaði inn á sjö lög á þessari plötu.“ Guðjón: „Platan hefur ekki enn verið kynnt en hljómsveitin heitir Umæ, svo var ég að gefa út disk sem heitir „Beyond the Night Sky“ með hljómsveitinni „Ring of Gyges“. Við erum allir héðan frá Íslandi í þeirri hljómsveit og hún var stofnuð fyrir fimm árum síðan. Fjórir af fimm meðlimum hennar voru með okkur í síðustu siglingu.“ Sólný: „Þessi diskur er að fá mjög góða dóma innan þessa „Prog“-heims frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Pól- landi og Spáni. Þeir vönduðu líka til verks og eru að taka ákvarðanir þessa dagana upp á samninga og annað fyrir tónleikatúr. Það hefur eitt leitt að öðru í öllu þessu ferli og gaman að sjá barn fæðast.“ Guðjón: „Ég er meira og minna í tón- list fyrir utan vinnutíma, ég byrjaði að spila á gítar um fermingu, frekar seint en var búinn að spila á píanó áður.“ Sveinn: „Þú varst náttúrulega líka alinn upp við þessa tónlist.“ Guðjón: „Já ég hlustaði á hana frá unga aldri og enduruppgötvaði hana um fimmtán ára aldurinn, ég byrjaði að semja fyrir um þremur, fjórum árum það efni sem ég er að gefa út í dag en maður var byrjaður að semja fljótlega eftir að maður tók upp gítarinn. En ekkert sem hefur svo sem ratað í útgáfu.“ Hvar sérð þú þig í framtíðinni? Guðjón: „Ef ég ætti að ráða þá myndi ég vinna sem upptökustjóri, bæði fyrir eigin verkefni og fyrir aðra. Platan okkar var tekin upp í Stúdíó Brautarholti og hún var lokaverkefnið mitt í hljóðtækninámi.“ Hvernig gengur fjölskyldulífið með svona marga hljóðfæraleikara, söngv- ara og skapandi einstaklinga undir sama þaki? Sveinn: „Það gengur bara vel, eins og fyrir þetta prógramm á skipinu þá eru menn svolítið í sínu horni að æfa en ég nýt stundum aðstoðar Guðjóns þegar það er eitthvað flókið sem ég þarf að kryfja betur. Þá hjálpar hann mér í gegnum það, en svo komum við saman og prófum að taka lögin, þó við séum ekki að spila þau saman, þá getum við æft þau hér.“ Sólný: „En það er líka bara gaman að segja frá því að Svenni hafði ekki snert bassann í mjög mörg ár þegar þetta kom til, þannig að við erum mjög þakklát Guðjóni fyrir að hafa hvatt okkur í þetta því á þessum þremur árum þá hefur kallinn bætt sig svolítið vel og þetta er eins og með íþróttir og annað að æfingin skapar meistar- ann. Það er líka svo skemmtilegt að maður finnur það úti í siglingunni, því þar er fólk á öllum aldri að spila og koma fram og að láta draumana sína rætast í tónlist. Það er meira að segja „Prog“-band sem samanstendur bara af konum í dag sem kynntust á skipinu og eru þær allar yfir fimm- tugt, þannig að það er aldrei of seint að byrja. Ég er bara rétt að byrja. Ég viðurkenni samt alveg eitt, ég bý nátt- úrulega ein með sex karlmönnum. Að vera úti með fjórum karlmönnum í húsbíl og síðan um borð í skipinu í pínulítilli káetu, verandi eina konan, að það var komin smá þreyta í lokin í konuna en þeir höfðu ekki mikinn skilning á því að konan þyrfti að græja sig á daginn og mála sig. En þetta er mikið ævintýri og ég hef alltaf sagt að lífið er eitt ævintýri og maður þarf að taka þátt í því. Þetta er ævintýrið okkar og mjög skemmtilegt ævintýri og sameiginlega áhugamálið okkar.“ Ætlið þið aftur á næsta ári? Öll: „Já.“ Sólný: „Núna ætlar Sighvatur, næst- elsti sonur okkar líka að fara í pró- grammið á skipinu en hann er búinn að sýna sig og sanna og tekur þátt af fullum krafti á næsta ári. Strákkurinn sem hafði bara áhuga á tölvuleikjum þegar hann fór í fyrstu siglinguna fyrir þremur árum. En það verður spennandi að skrá sig inn í pró- grammið fyrir næsta ár en glugginn opnar eftir tvo mánuði og eru flytj- endur á mismunandi tímabeltum, þannig að við þurfum líklega að vakna um miðja nótt til þess að ná lögunum sem við viljum flytja.“ RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Miðvikudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður og skór. Rauði krossinn á Suðurnesjum FLÍSALAGNIR ARINHLEÐSLA MÚRVIÐGERÐIR Myndir á Facebook: Flísalagnir-Arinhleðsla-Múrviðgerðir Ólafur Eyþór Ólason múrarameistari 789-4554 oo@simnet.is HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR ... við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessu sem er alveg einstakt að okkar mati því þetta er eiginlega orðin eins og fjölskyldan okkar, fólkið sem er með okkur í siglingunum. ... við erum þarna saman í fimm daga með öllum þessum listamönnum og fólki eins og okkur sem eru áhugamenn og höfum gaman af því að spila og fáum tækifæri þarna til að flytja tónlist sem við höldum upp á. Sviðið á skipinu. Sólný og Sveinn á sviðinu ásamt Jace Grey frá Kaliforníu. Guðjón í fyrstu siglingunni árið 2015. Ljósmynd: Mike Savoia.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.