Víkurfréttir - 08.03.2018, Page 28
28 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.
Ríkið og Suðurnesjamenn
Á Alþingi bíður umræðu tillaga
mín um að fulltrúar ráðuneyta
og sveitarfélagana á Suðurnesjum
vinni tímasetta aðgerðaáætlun um
hvernig efla megi þjónustu ríkisins
við íbúa á Suðurnesjum og mæta
mikilli fólksfjölgun á svæðinu.
Við Suðurnesjamenn eigum að gera
skýra kröfu um að heilbrigðisþjón-
usta, símenntun, skólar, samgöngur
og þjónusta við þá sem eldri eru, verði
í takt við fjölda og aldurssamsetningu
íbúa svæðisins og sambærileg við
önnur landsvæði.
Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað
gríðarlega undanfarin ár, eða um tæp-
lega 5.000 manns á sex árum, en hlut-
fallslega mest síðastliðin tvö ár. Slíkri
fólksfjölgun fylgja óhjákvæmilega
margvíslegar áskoranir fyrir sveitar-
félögin á svæðinu sem sveitarstjórnar-
menn þurfa að takast á við. Stór hluti
nýrra íbúa er af erlendu bergi brotinn,
talar ekki íslensku og þarfnast af þeim
sökum meiri aðstoðar. Fólksfjölgunin
reynir á heilbrigðisþjónustuna og
aðra innviði sem stóðu veikir fyrir
þegar að herða tók á fólksfjölguninni.
Í næstu ríkisfjármálaáætlun sem
leggja á fram á Alþingi 1. apríl, verður
að sjá þessari sjálfsögðu kröfu merki.
Þingmenn og sveitarstjórnarmenn úr
öllum stjórnmálaflokkum verða að
standa saman um þá kröfu og láta
kröftuglega í sér heyra ef fjármála-
áætlunin bætir ekki verulegu fjár-
magni í þjónustu ríkisins við íbúa
Suðurnesja strax á næsta ári. Auk þess
er mikilvægt að fulltrúar ráðuneyta og
sveitarfélaganna á Suðurnesjum vinni
tímasetta og fjármagnaða áætlun um
úrbætur. Vonandi kemst tillagan um
það á dagskrá Alþingis sem allra fyrst.
Ekki í fyrsta sinn
Í nóvember 2014 lagði ég fram svipaða
tillögu sem ekki fékk stuðning Sjálf-
stæðismanna og Framsóknarmanna
og náði því ekki fram að ganga. Í
greinargerð með þeirri tillögu var
bent á það augljósa að samfélögin
á Suðurnesjum höfðu ekki að fullu
náð sér af þeim áföllum sem gengið
hafa yfir svæðið undanfarinn rúman
áratug, þ.e. brotthvarfi hersins árið
2006 og efnahagshruni árið 2008.
Þessir atburðir höfðu gríðarleg áhrif
á stöðu Suðurnesjamanna. Aðkallandi
var að bregðast við ástandinu ekki
síst þegar enn bættist við vandamál
íbúa svæðisins þar sem stærsta bæjar-
félagið átti við stórkostlega fjárhags-
erfiðleika að stríða. Nú hefur staða
Reykjanesbæjar batnað undir forystu
Samfylkingarinnar, Beinnar leiðar og
Frjáls afls en fjárframlög ríkisins eru
enn langt undir því sem þörf er á. Það
er ekki nóg að sveitarstjórnarmenn
vilji búa vel að íbúum, ríkið verður
að standa við sitt.
Vonandi fær tillagan sem nú bíður
umræðu, stuðning stjórnarþing-
manna og aðgerðir fylgi þeim fögru
orðum sem þeir létu falla á fundi um
fjárframlög ríkisins til þjónustu við
íbúa á Suðurnesjum saman borin við
önnur landsvæði, sem haldinn var í
Duushúsum á dögunum.
Ásbrú
Þessu til viðbótar má nefna að með
lögum sem sett voru árið 2006 við
brotthvarf hersins, var Reykjanesbæ
gert skylt að gefa ríkinu afslátt af
fasteignagjöldum vegna yfirgefinna
fasteigna frá hernum sem ríkið hafði
eignast. Sá afsláttur taldi í árslok
2016 rúman hálfan milljarð króna.
Á sama tíma hefur ríkið selt eignir
sem herinn skildi eftir, fyrir marga
milljarða króna. Það kostar sitt að
fara í nauðsynlegar framkvæmdir svo
Ásbrú verði í raun aðlaðandi hverfi
Reykjanesbæjar og eðlilegt að ríkið
leggi þar sitt að mörkum og endur-
greiði Reykjanesbæ í það minnsta
afsláttinn í það verkefni.
Oddný G. Harðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar
í Suðurkjördæmi
Miðflokkurinn býður
fram í Suðurkjördæmi
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjör-
dæmis (MFS) hefur tekið ákvörðun
um að bjóða fram í sveitarstjórnar-
kosningunum sem haldnar verða
laugardaginn 26. maí n.k.
Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost
á sér á framboðslista flokksins í
sínu sveitarfélagi eru vinsamlegast
beðnir um að senda eftirfarandi
upplýsingar á sudur@midflokkur-
inn.is: Nafn, heimilisfang, starfs-
heiti, símanúmer, netfang ásamt
því sæti sem óskað er eftir. Loka-
frestur til að skila inn framboðum
er klukkan 12:00, laugardaginn 3.
mars n.k.
Stjórn og varastjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis,
Einar G. Harðarson,
formaður - s.662 5599
Sigrún Gísladóttir Bates,
varaformaður – s.896 4509
SKÝR AFSTAÐA FÉLAGSMANNA VSFK
Trúnaðarráð, samningarnefnd og stjórn VSFK greiddi atkvæði um upp-
sögn kjarasamninga á samningafundi, sem fram fór þann 27. febrúar sl.
Niðurstaða þeirrar kosningar var
skýr. Félagsmenn töldu forsendur
kjarasamninga brostnar og ekkert
annað í stöðunni en að segja upp
samningum. Það er á kristaltæru
að verkalýðnum á Suðurnesjum er
nóg boðið með sífelldar himinháar
launahækkanir í fjármálageiranum,
hjá alþingismönnum og núna síðast í
Landsvirkjun svo eitthvað sé nefnd.
Guðbjörg Kristmundsdóttir, varafor-
maður félagsins, fór á formannafund
ASÍ í morgun með atkvæði félagsins
sem samþykkti uppsögn á kjarasamn-
ingi. Niðurstaðan varð hins vegar
ekki sú sem við óskuðum. Kjarasamn-
ingurinn verður því gildur út samn-
ingstímabilið eða til 31. desember
2018 og ljóst að ekkert verður gefið
eftir í þeirri samningsgerð. Þetta
eru vissulega mikil vonbrigði en 21
greiddu með uppsögn, 28 á móti.
Það er því ljóst að mikil vinna er fram-
undan og krafa félagsmanna er skýr.
Það er ekki hægt að setja þá kröfu á
eina stétt að hún haldi stöðugleika
meðan aðrar virðast ekki bera nokkra
ábyrgð á honum. Þegar launahækk-
arnir sem jafngilda mánaðarlaunum
verkamanns eru raunveruleiki hjá
ákveðnum stéttum hlýtur það að setja
tóninn í komandi samningum.
Guðbjörg Kristmundsdóttir,
varaformaður VSFK.
Frumkvöðull
á Kálfatjörn á 19. öld
Stefán Thorarensen var prestur á
Kálfatjörn 1857–1886 og kom mörgu
til leiðar. Hann ritstýrði sálma-
bókum, þýddi og orti fjölda sálma
og stofnaði skóla sem enn starfar.
Minningu Stefáns verður haldið á loft
á Kálfatjörn á sunnudaginn, 11. mars,
kl. 13. Fjallað verður um störf hans
og sungnir sálmar eftir hann. Haukur
Aðalsteinsson flytur erindi um Stefán,
uppbyggingu hans á Kálfatjörn og
um stofnun skólans. Una Margrét
Jónsdóttir á Rúv flytur erindi um
sálmaskáldið og sálmana og kór Kálfa-
tjarnarkirkju flytur nokkra sálma. Að
loknu kaffihléi mun prófessor Hjalti
Hugason flytja erindi um prestinn
Stefán Thorarensen.
Á Kálfatjörn hefur lítið skólahús, sem
reist var í Norðurkoti 1903, verið
endurbyggt sem skólasafn. Það verður
opið og athyglinni beint að upphafi
skóla í Vatnsleysustrandarhreppi 1872
og þætti Stefáns Thorarensen í því.
Stefán var vinsæll prestur, stundaði
búskap og árabátaútgerð af myndar-
skap, byggði upp staðinn og stofnaði
einn af fyrstu barnaskólum landsins
sem nú heitir Stóru-Vogaskóli. Lík-
lega er hann þekktastur fyrr framlag
sitt til sálmabóka landsmanna. Hann
sat í sálmabókarnefndunum 1867
og 1878, lagfærði eða orti 95 sálma í
sálmabókinni sem kom út 1871, og 44
sálma í sálmabókinni1886. Sóknar-
börn hans báru honum í alla staði
mjög vel söguna.
Athöfnin hefst kl. 13 í Kálfatjarnar-
kirkju og eru allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Skólasafnið opnar
kl.12. Sjá nánar um Safnahelgi 2018
á vefnum safnahelgi.is
AUGLÝSING
Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Frístundabyggð í Hvassahrauni.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 28. febrúar 2018 að aug-
lýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, skv.
1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í eftirfarandi:
• Lóð númer 22 skiptist í tvær lóðir. Lóðin var áður
8.340 m2 og innan hennar byggingarreitur fyrir
eitt frístundahús, verkfærahús og bátaskýli. Að-
koma akandi umferðar og bílastæði er frá að-
komuvegi austan lóðarinnar. Eftir breytingu
verða til tvær lóðir og fá þær númerin 22A og
22B.
• Lóð 22A er 4.181 m2 og er aðkoma að henni
og bílastæði frá aðkomuvegi vestan lóðar-
innar.
• Lóð 22B er 4.163 m2 og er aðkoma að henni
og bílastæði frá aðkomuvegi austan lóðarinn-
ar, á sama stað og gert var ráð fyrir aðkomu
og bílastæðum áður en lóðinni var skipt í tvær
lóðir.
• Ástæða þess að samanlögð stærð lóða 22A
og 22B er 4 m2 meiri en lóð 22 var áður er
ónákvæmni í uppgefinni stærð á uppdrætti
gildandi deiliskipulags.
Innan beggja lóða er byggingarreitur fyrir frí-
stundahús, verkfærageymslu og bátaskýli.
• Hámarks grunnflötur frístunahúsa innan
byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu
fer úr 120 m2 í 190 m2.
• Hámarks grunnflötur verkfærageymsla innan
byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu
fer úr 10 m2 í 50 m2.
• Hámarks grunnflötur bátaskýla innan bygg-
ingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr
15 m2 í 30 m2.
• Heimilt er að hafa verkfærageymslu og báta-
skýli sem eitt hús og ef svo er má stærð bygg-
ingar vera að hámarki samanlögð stærð
þeirra beggja, þ.e. 80 m2.
• Breytingar eru gerðar á texta á þann hátt að
fellt er út að frístundahús á skipulagssvæðinu
séu 1 hæð og svefnloft og þess í stað verður að-
eins gert ráð fyrir hámarkshæð bygginga, sem
hækkar úr 5,0 m í 6,5 m. Vegghæð skal vera að
hámarki 5,0 m.
• Heimilt verður að hafa gististarfsemi í frí-
stundahúsum á skipulagssvæðinu skv. flokki I
(heimagisting) og flokki II (gististaður án veit-
inga) í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016
um veitingastaði, gististaði og skemmtana-
hald. Sækja þarf um rekstrarleyfi til sýslu-
manns vegna starfsemi í flokki II, gististaður
án veitinga, í samræmi við 25. gr. áðurnefndr-
ar reglugerðar.
Tillagan er sett fram á uppdráttum ásamt greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeg-
inum 7. mars 2018 til og með miðvikudagsins 18. apríl 2018. Tillagan er einnig aðgengilega vef Sveitar-
félagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila
skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið
skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 18. apríl 2018.
Vogum, 7. mars 2018
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri