Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 08.03.2018, Blaðsíða 32
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Kannski pískarnir finnist í BDSM-herbergjum hjá 50+ www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. Volkswagen er með breiddina í rafmagns- og tengiltvinnbílum. Nú bjóðast þeir á vistvænu tilboði. Gríptu tækifærið og skiptu yfir í rafbíl frá Volkswagen sem gengur fyrir íslenskri orku. Vistvænt tilboð 2.890.000 kr. e-up! Vistvænt tilboð 3.850.000 kr. Golf GTE Vistvænt tilboð 3.950.000 kr. e-Golf Vistvænt tilboð 3.990.000 kr. Passat GTE Volkswagen á vistvænu tilboði! HEKLA Reykjanesbæ · Njarðarbraut 13 · Sími 590 5090 · heklarnb.is Útibú Sjóvár í Reykjanesbæ flutti 1. mars sl. af Hafnargötu í Kross- móa 4a í Reykjanesbæ. Flutn- ingurinn leggst afar vel í útibús- stjórann, Arngrím Guðmunds- son, sem hóf störf nú í mars. „Við erum mjög ánægð með þessa nýju staðsetningu og erum búin að koma okkur vel fyrir. Það er heilmikið líf hér í húsinu og við hlökkum til að taka á móti fólki á nýjum stað,“ sagði Arngrímur í samtali við Víkurfréttir. Föstudaginn 9. mars eru gestir og gangandi boðnir sérstaklega vel- komnir í útibúið þar sem boðið verður upp á veitingar og ýmsan glaðning. Til vinstri má sjá mynd innan úr nýja útibúinu sem er á jarðhæð við hlið Landsbankans í Krossmóa. Þrír útibússtjórar! Arngrímur Guðmundsson, til hægri, ásamt þeim Geir Newman og Baldri Guðmundssyni en þeir eru báðir fyrrverandi útibús- stjórar Sjóvár í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi Útibú Sjóvár í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. SJÓVÁ ER KOMIN Í KROSSMÓA Hraðaksturinn kostaði 112.500 kr. Erlendur ferðamaður sem var á hraðferð í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum um helgina mátti greiða 112.500 krónur í sekt þar sem hann ók á 175 km hraða eftir Reykjanes- brautinni þar sem hámarks- hraði er 90 km á klukkustund. Auk hans hefur löreglan á Suður- nesjum kært 35 ökumenn fyrir hraðakstur á síðustu dögum. Langflest áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut. Í mörgum til- vikum, eða 13, var um að ræða erlenda ferðamenn sem stigu of fast á bensíngjöfina. Féll úr stiga utan á vinnulyftu Tvö vinnuslys urðu um síðast- liðna helgi í umdæmi lögregl- unnar á Suðurnesjum. Maður féll aftur fyrir sig úr stiga utan á vinnulyftu á Keflavíkurflugvelli og lenti á steyptu flughlaðinu. Hann var fluttur með sjúkrabif- reið á bráðamóttöku Landspítal- ans í Fossvogi og Vinnueftirlitinu gert viðvart um óhappið. Í hinu tilvikinu var maður að fara úr bát sem lá við bryggju í Grinda- víkurhöfn en skrikaði fótur og datt á bryggjuna. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi og reynd- ist vera með brotna mjaðmarkúlu. Handtekinn tvisvar á sama degi Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók um liðna helgi sama ökumann tvisvar sinnum með fárra klukku- stunda millibili. Maðurinn var án ökuréttinda og þar að auki grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Honum höfðu verið gefin skýr fyrirmæli um að hann mætti ekki aka bifreið hér á landi eins og staðan væri en hann lét sér ekki segjast. Þá hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum til viðbótar sem höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Einn þeirra var grunaður um ölvun við akstur. Fimmti ökumaðurinn ók sviptur ökuréttindum. Fáeinir ökumenn voru svo hand- teknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Miklu magni reiðtygja stolið Brotist var inn í hesthús í um- dæmi lögreglunnar á Suður- nesjum um helgina og miklu magni af reiðtygjum stolið. Hesthúsið var læst en hann hafði verið fjarlægður þegar eigandinn kom að húsinu. Meðal þess sem stolið var voru voru sjö hnakkar, mörg beisli, reiðhjálmar og ýmis annar búnaður sem notaður er í hestamennsku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.