Fréttablaðið - 16.04.2018, Side 2

Fréttablaðið - 16.04.2018, Side 2
Veður Í dag hvessir smám saman af austri, mest við suðurströndina. Þá fer að rigna sunnan- og suðaustanlands en annars staðar er útlit fyrir heldur hægari vind og þurrviðri. SJÁ SÍÐU 16 Alvöru bókabúð og miklu meira www.boksala.is 50-70% afsláttur af erlendum bókum og völdum vörum. 15. mars til 20. apríl Átök og Íslandsmet Átökin voru mikil á Íslandsmóti fatlaðra í kraftlyftingum. Tvö Íslandsmet voru slegin en það gerðu Vignir Þór Unnsteinsson og Sigríður Sigurjónsdóttir. Vignir setti met í bekkpressu þegar hann lyfti 155 kílóum. Sigríður setti Íslandsmet í hnébeygju þegar hún tók 120 kíló. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI HEILBRIGÐISMÁL Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, á sjúkrahúsinu Vogi hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtak- anna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrar- bólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Ein- staklingar sem sprauta sig með eitur- lyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar á Vogi, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eitur- lyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðar- stöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“ kjartanh@frettabladid.is Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu Vel miðar í baráttunni gegn lifrarbólgu C en á Vogi hafa 473 einstaklingar lokið lyfjameðferð við sjúkdómnum og eru læknaðir af smitinu. „Við erum á góðri leið með að ná markmiði okkar um útrýmingu,“ segir yfirlæknir á Vogi. Mikilvægt er að ná til þeirra sem nota eiturlyf í æð ef útrýma á lifrarbólgu C. NORDICPHOTOS/GETTY 72% lægri er tíðni lifrarbólgu C meðal sprautufíkla á Vogi. SAMFÉLAG Friðrik, krónprins Dana, var staddur í Reykjavík um helgina og skemmti sér, að því er virtist, konunglega í höfuðborginni. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins kom hann ásamt fríðu föruneyti á skemmtistaðinn Pablo Discobar. Þar var krónprinsinn á gestalista en hann afþakkaði að fá borð og fór þess í stað beint á barinn og féll vel inn í hóp gestanna sem fyrir voru. Að sögn þeirra sem voru á staðnum höfðu gestir barsins ekki hugmynd um að hér væri sjálfur krónprins Danmerkur á ferð, hvað þá barna-barna-barna-barnabarn Viktoríu Bretadrottningar og sá fyrsti í erfðaröðinni að dönsku krúnunni. Þetta var ekki fyrsta stopp hjá Friðriki og föruneyti hans. Heimild- armaður Fréttablaðsins á veitinga- staðnum Snaps sá prinsinn snæða kvöldverð þar. Þar vakti Friðrik mikla athygli meðal gesta en sumir fengu mynd af sér með prinsinum. Royalistarnir virðast þannig frekar halda til á Snaps en á Pablo Discobar. Krónprinsinn verður fimmtugur þann 26. maí og af því tilefni verða mikil hátíðarhöld í Danmörku. Verða meðal annars haldnar hlaupa hátíðir í fimm borgum. – khn Krónprins með almúganum á Pablo Discobar Friðrik krónprins Dana. SAMGÖNGUR Ekki er heimilt að nota nagladekk í Reykjavík á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Laugar- dagurinn var því síðasti dagurinn sem það var heimilt. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að nagladekk auki kostnað á viðhaldi, auki eldsneytis- kostnað, valda hávaða og dragi úr loftgæðum með aukinni mengun. Þar kemur einnig fram að sam- göngur eru ein helsta uppspretta loftmengunar í Reykjavík. Eru borgarbúar hvattir til að tileinka sér fjölbreytni í samgöngum, og nýta í ríkari mæli vistvænni sam- göngur eins og hjólreiðar, göngu eða almenningssamgöngur. Hlutfall ökutækja á nagladekkj- um í Reykjavík var 45 prósent í mars og má því gera ráð fyrir að mikið verði að gera á hjólbarðaverk- stæðum í vikunni. – la Nagladekk skal taka úr umferð 1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 4 -2 0 1 8 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 6 -4 A C 4 1 F 7 6 -4 9 8 8 1 F 7 6 -4 8 4 C 1 F 7 6 -4 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.