Fréttablaðið - 16.04.2018, Side 4

Fréttablaðið - 16.04.2018, Side 4
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! FERÐAÞJÓNUSTA Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmti- ferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. Áætlaður heildarfjöldi farþega árið 2018 er þannig vel yfir 147.000. Árið 2008 komu alls 59.308 farþegar með skemmtiferðaskipum hingað til lands og voru skipa- komurnar þá 83 talsins. Á síðasta ári voru komurnar 135 og farþega- fjöldinn ríflega 128.000 manns. Þetta kemur fram í minnis- blaði Faxaflóahafna um móttöku skemmtiferðaskipa. Þar segir jafn- framt að nú þegar sé búið að bóka 178 skipakomur árið 2019 þar sem heildarfarþegarými sé tæplega 191.000. Þannig mun skipakomum fjölga um 6,3 prósent og farþega- fjöldinn aukast um 29 prósent. Þjóðverjar hafa frá árinu 2001 verið stærsti hópur ferðamanna sem hingað koma með skemmtiferða- skipum til Faxaflóahafna, en ferða- menn frá Bandaríkjunum fylgja þar fast á eftir. Í minnisblaðinu segir jafnframt að brýnt sé að bæta aðstöðu á Skarfabakka í ljósi þessarar fjölg- unar. Þetta tekur til betri aðstöðu til innritunar nýrra farþega, geymslu á farangri farþega og aðstöðu til öryggisskoðunar á farangri. – khn Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Tæplega 180 skemmtiferðaskip koma hingað á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1 Píratar: Tregða og lítill skilningur á vanda skuldara 2 Manchester City enskur meistari í fimmta sinn 3 Ferðamaður í ölæði braust inn á skemmtistað 4 Pútín hvorki „fífl“ né „sikkópati“ 5 Þingmaður kveður hund með trega MEST LESIÐ Heildarfarþegarými skemmtiferðaskipa á næsta ári verður 191.000 manns. HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upp- hæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaað- gerðir á Klíníkinni er um ein millj- ón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snú- ast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaður- inn við þær ferðir er um þrjár millj- ónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hag- kvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opin- bera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbók- haldið sitt,“ bætir Hjálmar við. Á þessu ári hefur úrskurðar- nefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaað- gerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíník inni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferða- kostnaðar, uppihalds og dagpen- inga, bæði fyrir sjúkling og fylgdar- mann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þing- maður Vinstri grænna í velferðar- nefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akra- nesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunar- skurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekk- ingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór. sveinn@frettabladid.is Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra Klíníkurinnar. „Enginn myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ segir hann. Framkvæmdastjórinn segir skorta pólitískan vilja til að gera samning við Klíníkina. Þingmaður VG segir varhugavert að gera slíkan samning og hafa þannig liðskiptaaðgerðir á fleiri stöðum en færri. 385 eru á biðlista. NORDICPHOTOS/GETTY Þetta snýst um lélega pólitík. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Klíníkurinnar SAMFÉLAG Feður búa ekki yfir jöfn- um rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmála- ráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar and- vana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnu- málastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóð- skrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóð- skrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytis- ins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafn- framt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum við- kvæma tíma,“ segir Andrés Ingi. – sa Tryggja þurfi rétt feðra vegna fósturláta Andrés segir þörf að jafna rétt föðurs og móður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 4 -2 0 1 8 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 6 -5 E 8 4 1 F 7 6 -5 D 4 8 1 F 7 6 -5 C 0 C 1 F 7 6 -5 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.