Fréttablaðið - 20.04.2018, Side 18
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429
Hjá Nesdekkjum er hugsað stórt og því hefur verið opnað eitt stærsta og
fullkomnasta hjólbarðaverk-
stæði landsins að Breiðhöfða 13.
Nýjasta Nesdekkjaverkstæðið
er tilkomið m.a. vegna hraðs
uppgangs í ferðaþjónustu og hjá
verktakafyrirtækjum í landinu.
Þetta hefur kallað á meiri og betri
þjónustu við þann stóra og fjöl-
breytta bílaflota sem fyrirtæki í
þessum geira reka.
Hægt að aka í gegnum
húsið að Breiðhöfða
Gestur Árskóg, þjónustustjóri
atvinnubíla hjá Nesdekkjum, segir
að tilkoma þessa nýja hjólbarða-
verkstæðis að Breiðhöfða marki
tímamót í starfsemi fyrirtækisins.
„Það er óhætt að segja að nýja Nes-
dekkjaverkstæðið okkar í Breið-
höfðanum sé kærkomin viðbót við
Nesdekkjaflóruna. Hér er hugsað
stórt í öllu tilliti og nýja húsið er
sérhannað fyrir starfsemina með
tækjabúnaði og aðstöðu til að veita
bílum af öllum stærðum fyrsta
flokks hjólbarðaþjónustu,“ segir
Gestur og nefnir m.a. niðurgrafnar
lyftur sem henta vel fyrir bíla
sem lágt er undir og snertilausar
umfelgunarvélar sem rispa ekki
felgurnar.
„Þá býður hönnunin upp á þá
nýjung að hópferða- og vöruflutn-
ingabílar geta keyrt í gegnum verk-
stæðið. Hér er því á ferðinni eitt
fullkomnasta hjólbarðaverkstæði
á landinu sem á eftir að gjörbylta
möguleikum okkar til að veita
eigendum bíla af öllum stærðum
betri þjónustu í hvívetna.“
Gestur ítrekar að þetta eigi ekki
síst við um stóru bílana. „Við erum
á besta stað hér í Breiðhöfðanum,
bæði miðsvæðis og með þægi-
lega aðkomu fyrir stóra sem smáa.
Afkastagetan er mikil og má geta
þess að rými er til að sinna fjórum
til sex trukkum í einu án þess að
það bitni á þjónustu við minni
bílana. Kjörorð okkar í Breiðhöfða
er: Stærðin skiptir ekki máli – við
dekkjum alla bíla.“
Dekkjahótel
Hjá Nesdekkjum er hægt að
láta geyma dekk og spara þann-
ig geymslupláss og fyrirhöfn.
„Dekkjahótel Nesdekkja býður
upp á þægilega leið til að geyma
dekk við réttar aðstæður og hafa
þau tilbúin næst þegar skipta þarf
undir bílnum. Með þessari þjón-
ustu sleppa viðskiptavinir okkar
við að meðhöndla dekk sem bera
óhreinindi um bílinn og heimilið,“
segir Gestur.
Nesdekk bjóða faglega ráð-
gjöf við dekkjaval
Öll hjólbarðaverkstæði Nesdekkja
eiga það sameiginlegt að veita bíla-
eigendum fyrsta flokks þjónustu.
Þar finna bílaeigendur sömu-
leiðis einhverja breiðustu línu af
hjólbörðum sem völ er á, að sögn
Gests.
„Nesdekk bjóða upp á sex
gæðamerki; Pirelli, Toyo Tires,
BFGoodrich, Maxxis, Interstate og
Nordexx. Þar geta allir fundið dekk
við sitt hæfi í ýmsum verðflokkum.
Interstate býður til að mynda
upp á gæðadekk á frábæru verði.
Toyo-dekkin bjóða upp á lága
vegmótstöðu, minni eldsneytis-
notkun og lágt veghljóð á meðan
Pirelli er einn stærsti dekkjafram-
leiðandi heims og hannar m.a.
gæðadekk í samstarfi við helstu
lúxusbílaframleiðendur í heimi. Í
því sambandi má nefna Porsche,
Ferrari, Lamborghini og McLaren,“
segir Gestur.
Að hans sögn er það viðurkennd
staðreynd að dekkin hafa heil-
mikið að segja um aksturseigin-
leika bílsins og því veltur öryggi
ökumanna og farþega á gæðum
þeirra.
„Þess vegna skiptir miklu máli
að velja réttu dekkin. Við kapp-
kostum að hjá Nesdekkjum séu
fagmenn að störfum sem geti veitt
bestu ráðgjöf við dekkjaval og
þjónustu sem völ er á. Viðskipta-
vinirnir geta treyst okkar mönnum
fyrir bílum sínum og atvinnu-
tækjum þegar dekkin eru annars
vegar,“ segir Gestur að lokum.
Gestur Árskóg, þjónustustjóri atvinnubíla, segir að nýja verkstæðið marki tímamót í starfsemi Nesdekkja.
Nýverið var opnað
nýtt og fullkomið
dekkjaverkstæði undir
nafni Nesdekkja að
Breiðhöfða og eru þau nú
orðin sex talsins.
Njarðarbraut 9
Reykjanesbær
Lyngás 8
Tangarhöfða 15
Breiðhöfða 13
Grjóthálsi 10
Fiskislóð 30
NESDEKK ER NÚ Á 6 STÖÐUM!
FÁÐU GÓÐ RÁÐ UM RÉTTU DEKKIN HJÁ FAGMÖNNUM OKKAR.
Fiskislóð 30
101 Reykjavík
561 4110
Grjótháls 10
110 Reykjavík
561 4210
Njarðarbraut 9
260 Reykjanesbæ
420 3333
nesdekk.is / 561 4200
Tangarhöfði 15
110 Reykjavík
587 5810
Lyngási 8
210 Garðabæ
565 8600
Breiðhöfði 13
110 Reykjavík
590 2080
2 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . A p R Í L 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RSumARDeKK
2
0
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
8
2
-7
D
B
C
1
F
8
2
-7
C
8
0
1
F
8
2
-7
B
4
4
1
F
8
2
-7
A
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K