Fréttablaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 33
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
20. apríl 2018
Tónlist
Hvað? Michael Jackson að eilífu!
Hvenær? 20.00
Hvar? Menntaskóli í tónlist, Rauða-
gerði
Menntaskóli í tónlist heiðrar popp-
goðið Michael Jackson á tónleikum.
Nemendur skólans flytja alla helstu
smelli meistarans í vönduðum
útsetningum og glæsilegri umgjörð.
Fram koma 11 söngvarar með 11
manna hljómsveit auk 6 dansara úr
Chantelle Carey Elite Dance Group.
Hvað? Jazzhátíð Garðabæjar
Hvenær? 20.30
Hvar? Safnaðarheimili Vídalíns-
kirkju
Í kvöld verður boðið upp á sann-
kallaða latín-jazzveislu í Kirkjuhvoli.
Salsakommúnan er fjölmenn og
spriklandi hress latín-jazzhljómsveit
skipuð ungum jazztónlistarmönn-
um. Söngur og hljóðfæraleikur
blandast skemmtilega og hnyttnir
textar skemmta áheyrendum.
Hvað? 200.000 naglbítar á Hard
Rock – Ekki deyja úr tónleikaleysi
Hvenær? 22.00
Hvar? Hard Rock Café, Lækjargötu
200.000 naglbítar eru í banastuði
og hárbeittir. Fjögur lög af nýju
plötunni eru komin í spilun og hafa
öll farið inn á vinsældalista. Tón-
leikar með Naglbítunum eru eins og
svartir svanir, sjaldgæfir en sturlaðir.
Hvað? Kurokuma, Godchilla &
Morph olith á Gauknum
Hvenær? 21.00
Hvar? Gaukurinn, Tryggvagötu
Þann 20. apríl verður allsherjar
dómsmálmsdansiball á Gauknum
þar sem fram koma Kurokuma
frá Sheffield ásamt Godchilla og
Morph olith. Þessi veisla verður í til-
efni sýningar The Doom Doc í Bíó
Paradís daginn áður.
Hvað? Útgáfutónleikar Danimal &
Bara Heiða á Húrra
Hvenær? 21.00
Hvar? Húrra, Tryggvagötu
Tónlistarsystkinin Bara Heiða og
Danimal gáfu nýlega út plötuna
„Danimal – Says Hi. Bara Heiða – So
Do I“ sem hlaut frábærar viðtökur.
Platan er einstaklega skemmtilega
uppbyggð þar sem lög Danimal
hljóma á fyrri helmingi plötunnar
en Bara Heiða fær að njóta sín á
þeim seinni – sannkölluð systkinap-
lata. Þau spila á Húrra.
Hvað? Blúsmenn Andreu
Hvenær? 20.30
Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði
Hljómsveitin Blúsmenn Andreu,
með söngkonuna Andreu Gylfadótt-
ur í broddi fylkingar, hefur starfað
frá árinu 1989. Sveitin er skipuð
einvalaliði sem eru auk Andreu þeir
Guðmundur Pétursson á gítar, Einar
Rúnarsson á orgel, Jóhann Hjör-
leifsson á trommur og Haraldur Þor-
steinsson á bassa. Tvær hljómplötur
Blúsmenn Andreu
spila í Bæjarbíói í
Hafnarfirði í kvöld.
hafa komið út með Blúsmönnum
þar sem finna má þverskurð af þeirri
tónlist sem hljómsveitin býður upp
á, sambland blues-, soul- og djass-
tónlistar auk laga eftir Andreu sjálfa.
Viðburðir
Hvað? Föstudagspartísýning á
Rocky Horror
Hvenær? 20.00
Hvar? Bíó Paradís
Alvöru partísýning þar sem fólk er
hvatt til að mæta í búningi og það er
auðvitað leyfilegt að syngja með.
Hvað? Kristján Árnason: Frelsi frá
hinu þekkta.
Hvenær? 20.00
Hvar? Lífspekifélagið, Ingólfs-
stræti
Kristján segir frá þýðingu
sinni á bók Krishnamurtis.
Hvað? Bjartir dagar
Hvenær? 10.00
Hvar? Hafnar-
fjörður
Gakktu í bæinn.
Söfn, verslanir
og vinnustofur
listamanna verða
opnar fram á
kvöld.
Hvað? Hugleikur frumsýnir
Hráskinnu
Hvenær? 20.00
Hvar? Hugleikhúsið, Langholtsvegi
Leikfélagið Hugleikur frumsýnir
þann 20. apríl kl. 20 Hráskinnu,
nýtt íslenskt leikrit með söngvum.
Höfundar eru fjórir, Ármann Guð-
mundsson, Ásta Gísladóttir, Sig-
ríður Bára Steinþórsdóttir og Þor-
geir Tryggvason en leikstjórn er í
höndum Rúnars Guðbrandssonar.
Sýnt er í Hugleikhúsinu, Langholts-
vegi 109 (Fóstbræðrahúsinu, gengið
inn baka til), en það er nýtt leikhús í
eigu leikfélagsins.
Hvað? Adam
Hvenær? 20.00
Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu
Myndin gerist í listamanna-
hverfinu Neuköln í Berlín,
þar sem hinn ungi Adam
stendur frammi fyrir erfið-
ustu ákvörðun lífs síns þegar
móður hans, alkóhólsjúkri
teknótónlistarkonu, er
komið fyrir á stofnun.
Sýningar
Hvað? Eins og er // For the Time
Being
Hvenær? 10.00
Hvar? Salur Sambands íslenskra
myndlistarmanna, Hafnarstræti
Um verkin segir Steingrímur: „Mál-
verkið hefur lítið með hugsun að
gera hjá mér, heldur er það í raun
og veru hugsun í sjálfu sér. Ég hugsa
ekki og mála svo, heldur fylgir
hugur hendi og úr verður eitthvert
skemmtilega einlægt kaos. Þessi
gjörningur verður að samtali við
verkið sem inniheldur þá sjálfkrafa
hugsun um hvert næsta skref eigi að
vera og svo koll af kolli. Vinnuferlið
getur þess vegna verið algjör rússí-
bani, kemur sífellt á óvart og verkin
fara oft marga kollhnísa áður en ég
ákveð að þau séu klár.“
Hvað? Kona á skjön, farandsýning á
Bókasafni Akraness
Hvenær? 12.00
Hvar? Bókasafn Akraness
Sýningin er farandsýning, hönnuðir
eru Marín Guðrún Hrafnsdóttir,
bókmenntafræðingur og lang-
ömmubarn Guðrúnar frá Lundi, og
Kristín S. Einarsdóttir, kennari og
leiðsögumaður. Sýning um alþýðu-
konu sem þráði að skrifa skáldsögur
og varð metsöluhöfundur nánast á
einni nóttu.
HAPPY HOUR Á
BARNUM 17-19
Cicha Noc ENG SUB 18:00
A Gentle Creature 17:00, 22:30
Doktor Proktor & tímabaðkarið 18:00
The Rocky Horror Picture Show 20:00
Narzeczony Na Niby ENG SUB 20:00
Adam 20:00
Pitbull Ostatni Pies 22:15
Hleyptu Sól í hjartað 22:00
Nú er opið fyrir umsóknir í Menntaskóla í tónlist
fyrir skólaárið 2018-2019. Skólinn er stofnaður af
Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH
og býður upp á fjölbreytt tónlistarnám í rytmískri og
klassískri tónlist. Námið er góður valkostur fyrir þá
sem vilja stunda fjölbreytt tónlistarnám í skapandi og
skemmtilegu umhverfi . MÍT býður upp stúdentsbraut
þar sem hægt er að ljúka stúdents prófi með tónlist
sem aðalnámsgrein. Einnig býður skólinn upp á
almenna tónlistarbraut sem hentar metnaðarfullum
nemendum á ýmsum aldri.
Tónlistarnám
í takt við
framtíðina
MÍT opnar fyrir umsóknir
Kynntu þér námið á heimasíðu skólans: menton.is.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl og inntökupróf verða
haldin í lok apríl/byrjun maí.
Sótt er um námið á menton.is.
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 21F Ö S T U D A g U R 2 0 . A p R í L 2 0 1 8
2
0
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
8
2
-7
3
D
C
1
F
8
2
-7
2
A
0
1
F
8
2
-7
1
6
4
1
F
8
2
-7
0
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K