Tíminn - 13.02.1983, Síða 5

Tíminn - 13.02.1983, Síða 5
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. .5 Sandinista í Nicaragua og hryggð sinni vegna fráfalls Torrijos, einræðisherra í Panama. Tðkum svo að nýju upp þráðinn. - Nú skulum við ræða um bækurnar þínar. Það hefur verið sagt að í Hundrað ára einsemd takist þér að túlka alla sögu Suður-Ameríku með sögunni um Bú- endía fjölskvlduna. Ykjur? „Hundrað ára einsemd er ekki saga Suður-Ameríku. Bókin er líking (meta- phor) um Suður-Ameríku." - I einni af smásögum þínum, Sak- leysingjanum Eréndiru, þá segir ung vændiskona við elskhuga sinn: „Það sem mér fellur við þig, er hvað þú bullar á alvarlegan hátt.“ Er þetta Gabriel Garcia Marquez að tala um sjálfan sig? „Já, þetta er komið beint úr mínu lífi. Þetta á ekki einugis við um verk mín, heldur um persónu mína. Ég fyrirlít hátíðleika, en ég get sagt hina furðuleg- ustu og ótrúlegustu hluti, án þess að stökkva bros. Þetta erfði ég frá ömmu minni - móðurömmu minni - sem hét Dona Tranquilina. Hún var stórkost- legur sögumaður og sagði mér villtar sögur um yfirnáttúrulega hluti eins og ekkert væri eðlilegra. Sem ég var að alast upp var ég oft að velta fyrir mér hvort sögurnar hennar væru sannar, og yfirleitt hneigðist ég til að trúa henni vegna þess hversu alvarleg hún var alltaf á svipinn. Núna, þegar ég er orðinn rithöfundur, geri ég hið sama: segi' yfirnáttúrulega hluti á alvarlegan hátt. Það er hægt að komast upp með hvað sem er, svo lengi sem maður gerir það trúanlegt. Þetta kenndi amma mín mér.“ „Ég er ekkert annað en stækkunargler“ - Hversu mikið af verkum þtnum á sinn útgangspúnkt í raunveruleikanuin? „Hver einasta lína í Hundrað ára einsemd, raunar í öllum mínum verkum, á sér einhvern útgángspúnkt í raunveru- leikanum. Ég er ekkert annað en stækkunargler svo lesandinn skilji raun- veruleikann betur. Ég skal gefa þér dæmi. I sögunni um Eréndiru, sem þú nefndir áðan, þar er maður sem heitir Ulises og í hvert sinn sem hann snerti gler þá breytir það um lit. Vitanlega getur slíkt ckki gerst. En það er búið að skrifa svo mikið um ástina að ég varð að finna nýja leið til að segja að þessi drengur væri ástfanginn. Og því læt ég glasið skipta um lit, og rnóðir hans segir: „Þetta getur aðeins stafað af ástinni... Hver er hún? í rauninni er ég að segja á nýjan hátt það sem aftur og aftur hefur verið sagt um ástina, að hún kemur róti á lífið. að hún kemur róti á allt.“ - Er amma þín fyrirmyndin að Úrsúlu Búendía, þungamiðju Hundrað ára einsemdar? „Ja, bæði og. Þær voru báðar bakarar og þær voru báðar hjátrúarfullar. En annars eru allar persónur mínár samsett- ar úr mörgum raunverulegum persón- um. Ég tek nokkur brot úr persónu eins og klessi þeim saman við brot úr öðrum. Hvað ömmu varðar, þá bjó ég hjá henni fyrstu átta ár ævinnar. Það var mikið af konum í kringum mig - amnta, ömmu- systir mín, margar fleiri. Afi og ég vorum einu karlmennirnir í húsinu. Allar þessar konur voru ótrúlega hjátrú- arfullar, þær voru brjálaðar- þá í þeirri merkingu að þær höfðu ímyndarafl sem sagði sex. Dona Tranquilina amma mín sagði furðulegustu hluti eins og ekkert væri. Ég er ekki viss um hvaðan hún var upprunnin, en ég held að hún hafi komið frá Galiciu á Spáni. Galicia er mjög undarlegt hérað og fólkið þar gruflar mikið í dulrænum efnum. Hjá ömmu minni hafði hver náttúrulegur hlutur yfirnáttúrulega skýringu. Ef fiðrildi flaug fyrir gluggann þá sagði hún: „Bréf kemur í dag." Ef mjólk sauð upp úr á eldavélinni þá var viðkvæðið: „Éinhver er veikur í fjölskyldunni." Þegar ég var barn þá vakti amma mig stundum á næturnar og sagði mér hræðilegar sögur um fólk sem fékk vitrun fyrir dauða sinn, um dautt fólk sem birtist hinum sem lifðu og svo framvegis. Oft var eins og húsið okkar í Aracataca, risastóra húsið okkar, væri reimt. Öll þessi áhrif úr æsku hafa brotið sér leið inn í bækurnar rnínar." - En afi þinn? „Hann var alger andstæða hennar. Hann hét Nicolas Marquez og var sá eini sem ég náði einhverju sambandi við. Heimur kvennanna var svo furðulegur að hann fór alveg fyrir ofan garð og neðan hjá mér. En afi færði mig nær raunvtruleikanum með því að segja mér sögur um raunverulega hluti - sögur úr stríðinu til dæmis en hann var ofursti í her frjálslyndra í borgarastyrjöldinni. í hvert sinn sem amma eða einhver frænka mín var að segja mér einhverja furðusöguna þá sagði hann: „Hlustaðu ekki á þessar kerlingabækur." Hann var líka mjög hagsýnn og þá hagsýni hef ég erft frá honum.“ - Sögur afa þins úr stríðinu hljóta að hafa verið á sinn hátt jafn úgnvekjandi og sögur ömmu þinnar? „Reyndar ekki. Þegar hann talaði um borg^istríðið þá virtist það hin ánægjul- egasu lífsreynsla - svona eins og strákaleikir með byssur. Eitthvað annað en stríðin nú til dags. Auðvitað voru háðar margar hræðilegar orrustur í borgarastríðinu og fjöldamargir dóu. En á sama tíma stóð afi í endalausum ástarsamböndum og hann eignaðist hell- ing af börnum.“ - Ein aðalpersónan í Hundrað ára einsemd, Árelíanó Búendía ofursti, eignaðist 17 úskilgetin börn með 17 konum meðan á stóð 32 borgarstyrjöld- um. Átti Nicolas Marquez einnig 17 börn? „Hver veit? Nákvæm tala mun aldrei verða kunn. Það eru ekki nema 15 ár síðan ég hitti síðast fólk sem reyndist vera skylt mér á þennan hátt. Mamma sagði börnin væru 17, en hún var annað af tveimur sem afi eignaðist í hjónab- andi." - Svo ljúl'ar minningar afa þíns úr stríðinu voru þá raunverulega minningar af hetjudáðum hans á kynferðissviðinu? „Ég held nú að hann hafi notið kynlífs hvort sem stríð fylgdi t kaupbæti eða ekki. í minningu minni er hann einn af hinum mestu kvennabósum." - Það hlýtur að hafa farið i taugarnar á ömmu þinni? „Það var skrýtið hvernig hún brást við. Amma mín var afar, afar afbrýði- söm kona, en í hvert sinn sem hún frétti að afi hefði eignast einn eitt barnið þá gerði hún hið sama og Úrsúla Búendía: hún tók krakkann að sér. Amma sagði sem svo að ekki mætti láta fjölskyldu- blóðið týnast einhvers staðar. Og hún elskaði öll þessi börn rnjög mikið. Um eitt skeið vissi eiginlega enginn í húsinu hver af börnunum voru fædd í hjóna- bandinu og hver ekki. Amma var líka mjög sterk kona. Þegar afi fór í stríðið frétti hún ekkert af honum í heilt ár. Hún hugsaði um húsið og öryggi fjölskyldunnar, en nótt eina var barið að dyrum. Þar var einhver sem sagði: „Tranquilina, ef þú vilt sjá Nicolas, komdu þá úl í dyr." Og hún hljóp til og sá nokkra menn á hestbaki á leið fram hjá, en hún þekkti þá ekki í myrkrinu. Eftir þetta leið enn eitt ár þar til hún frétti aftur af honum." Úrsúla, uppáhaldspersóna Marquez - Það mætti ætla að Úrsúla væri uppáhaldspersónan þín. „Já. Hún heldur veröldinni saman. Það er raunar ólíkt því sem var í minni fjölskyldunni þar sem konurnar voru ábyggilega ekki af þessum heimi. En á heildina litið tel ég að konur séu mun hagsýnni en karlar. Karlarnar eru róm- antískir og vitlausir og gera alls konar dellu; konur vita aftur á móti að raunveruleikinn er harður. Úrsúla er svoleiðis kona; hagsýn og drífandi. Fyrir utan Úrsúlu kann ég best við barnabarn- abarn hennar, Amaröntu Úrsúlu. Af allri ættinni er hún sú sem líkist hinni upprunalegu Úrsúlu mest, en án ford- óma og sálarflækja gömlu konunnar. Amaranta Úrsúla er Úrsúla á nýjan leik, en nú reynslunni ríkari og full nútíma hugmynda. En af því hún lifir og hrærist í því umhverfi sem Árelíanó Búendía ofursti skapaði - umhverfi sem mótast af sigri íhaldsins - þá fær hún ekki að þroska persónuleika sinn. Svoleiðis sögur eru algengar í latnesku Ameríku. - Ersagan um bananuverkfallið 1928, þegar 3000 verkamenn voru myrtir, einnig komin frá afa þínum? „Þessi saga er í rauninni byggð á hörðunt staðreyndum, nema að ekki voru 3000 myrtir heldur í mesta lagi 100. Ég hækkaði töluna til samræmis við tíðarandann. 100 dauðsföl! í svona þorpi árið 1928 höfðu svipuð áhrif og 3000 nú. Það er svo athyglisvert að nú virðist sú skoðun óðum að festa rætur í Kólombíu að það hafi verið 3000 sem voru drepnir; Þingmenn hafa m.a.s. fjallað um þetta opinberlega og þá halda þeir að 3000 hafi verið drepnir. Kannski verður það satt með tímanum. Það er þess vegna sem ég lét patríarkann í Hausti patríark- ans segja á einum stað: „Einu gildir þó það sé ekki satt núna; það verður satt með tímanum." - Hvernig vildi það til að þú ákvaðst að skapa Macondo upp úr minningunum um Aracataca? „Sjáðu til, ég bjó þar í þorpinu þangað til ég var orðinn átta ára, að ég fluttist til foreldra minna. Afi dó úm það leyti. Þegar ég var um tvítugt reyndi ég að skrifa skáldsögu um Búendía fjölskyld- una og hún átti að heita La Casa- Húsið. Sagan átti öll að gerast innan dyra, ekkert fyrir utan. Eftir að hafa skrifað nokkra kafla komst ég að raun urn að ég var ekki tilbúinn til að ráðast í svona stórt verkefni og ég ákvað að byrja smærra og læra í millitíðinni að skrifa. Ég fór að skrifa srnásögur. Um sama leyti - ég var 21s eða svo - fór mamma með mig aftur til Aracataca í heimsókn og hún hafði mikil áhrif, rauna; ómetan- leg áhrif á mig, sem rithöfund. Afi og amma voru bæði dáin og mamma ætlaði að selja húsið þeirra. Bærinn hafði ekkert breyst, akkúrat ekkert. Hann hafði staðið í stað í tímanum. Tíminn leið ekki og ég fékk þá hugmynd að bærinn væri dauður. Þá skildi ég að smásögurnar mínar höfðu ekki verið annað en menntamannalegar æfingar sem komu raunveruleikanunt ekkert við. Þegar við komum heim aftur settist ég niður og skrifaði fyrstu sögunísem gerist í Macondo, Laufstorminn. Það má skjóta því inn í að á leiðinni fórum við mamrna fram hjá bananaplantekru sem ég hafði oft séð þegar ég var krakki. Við plantekruna var skilti: á því stóð Macondo." - Hvenær fór svo bókin að taka á sig mynd í huganum á þér? „Ég hafði gert nokkrar tilraunir en aldrei fundið rétta tóninn. Svo var það einn daginn, árið 1965 held ég, að ég var í ökuferð, og þá sló þessu niður í mig. Ég vissi hvernig ég ætlaði að hafa bókina; ég var kominn með tóninn, allt saman. Þá hófst átján mánaða hörð vinna en á þeim tíma lokaði ég mig næstum algerlega inni, gat ekki um annað hugsað en bókina og Mercedes konan mín varð að sjá urn allan búreksturinn. Við vorum orðin bláfátæk og skuldum vafin í lokin en rukkararnir sýndu okkur vinsemd vegna þess að það hafði spurst út um nágrennið að ég væri að skrifa bók sem allir töldu að væri mjög merkileg. Þegar ég hafði lokið bókinni varð ég að selja heimilistækin til að eiga fyrir póstgjöldunum til útgef- anda. „Nú vantar bara að bókin sé léleg," sagði Mercedes þá.“ - Hvernig kont nafnið á bókinni til? „Hér um bil þegar ég var að skrifa síðusíu blaðsíðuna. Þangað til hafði ég ekki haft hugmynd um hvað ég ætti að kalla bókina. Ég var fyrir löngu búinn að kasta nafninu La Casa fyrir róða. En þegar mér datt í hug þctta nafn fór ég að reikna og komst að því að í bókinni hafa liðið rúmlega hundrað ár í einsemd, en ekki gat ég kallað hana Hundrað fjörutíu og þriggja ára einsemd?;" Rithöfundur og guð - Er rithöfundur að semja skáldsögu í svipuðu hlutverki og guð að skapa heiminn? „Ja, altént er hlutskipti þeirra ekki mjög ólíkt. En vandinn er sá að rithöfundurinn getur ekki drepið per- sónur sínar jafn auðveldlega og guð drepur fólk. Það er ekki fyrr en sögurpersónunni sjálfri þóknast aðdeyja sem hægt er að losna við hana. Þetta gerðist með Úrsúlu. Ef þú sest niður og reiknar, þá hlýtur niðurstaðan að vera sú að hún sé meira en 200 ára gömul. Meðan ég var að skrifa bókina komst ég oft að því að hún hefði lifað of lengi og ég reyndi að láta hana deyja. En hún lifði alltaf af. Ég þurfti alltaf á henni að halda til einhvers. Og ég sat uppi með hana uns hún dó eðlilegum dauðdaga," - Við höfum rætt ýtarlega um Hundr- að ára einsemd. Móðgar það þig er lesendur láta sem það sé eina bókin þín? „Mjög svo. Ég hef lesið marga ritdóma þar sem segir að Hundrað ára einsemd sé hin endanlega suður-ame- ríska skáldsaga. Bull og þvættingur! Ef svo væri hefði ég ekki haldið áfram að skrifa. Ef út íþaðerfarið tel égað Haust patríarkans sé miklu merkilegri bók. Þar geri ég ýmsar og erfiðar tilraunir, enda gat ég ekki skrifað þá bók fyrr en Hundrað ára einsemd hafði tryggt mér öruggar tekjur. Mjög tímafrek bók. Margir segja að Haust patríarkans sé erfið bók að lesa, en þeir ættu að vita hvað það var erfitt fyrir mig að skrifa hana ! Ég veit svo sem að það þarf töluvert bókmenntalegt hugarfar til að lesa hans, en ég vona að hún verði með tímanum jafn auðlæs og aðrar bækur mínar. Mér dettur í hug að ég tel cina gallann á Hundrað ára einsemd vera hversu auðvelt er að lesa hana.“ - Þessi bók um patríarkann - einræðis- herrann - er hún byggð á einhverju sérstöku í lífi þínu? „Ja, eins og áður liggja ræturnar í Aracataca. Þegar ég var að alast upp voru þarna í þorpinu margir útlagar frá Venesúela, en þar var þá við völd einræðisherrann Juan Vicente Gómez. Eins og títt er um útlaga, þá varð einræðisherrann í huga þeirra að goð- sagnakenndri veru. Stækkaði upp úr öllu valdi, ef svo má að orði komast. ímynd þeirra um Gómez er það sem hleypti bókinni af stað. En fleira kom til.“ Fleygði uppkasti að Patr- íarkanum - Ég hef heyrt að þú hafir fleygt fyrsta uppkastinu að Hausti patríarkans vegna þess að það hafi veríð of svipað Hundrað ára einsemd. Er það rétt? „Að nokkru leyti. Ég reyndi þrisvar við þessa bók. í fyrsta sinn sem ég skrifaði hana byggði ég hana á minning- unt mínum frá Havana árið 1959. Ég var þar sem blaðamaður að fylgjast með réttarhöldum yfir einum hershöfðingja Batista sem var sakaður um stríðsglæpi. Réttarhöldin fóru fram á stórum íþrótta- velli og meðan ég fylgdist með honum fylltist ég áhuga á þessari stöðu, frá bókmenntalegu sjónarmiði. Þegar ég svo settist niður að skrifa bókina hélt ég að ég gæti skrifað hana sem eins konar einræðu einræðisherrans á leikvellinum. Þessi hugmynd dugði ekki. Allir einræðis- herrar í Suður-Ameríku hafa annað hvort dáið í rúminu eða sloppið með fúlgur fjár úr landi. I annarri tilraun reyndi ég því að skrifa hana eins og þykjustu ævisögu og það var þessi gerð sögunnar sem var of svipuð Hundrað ára einsentd. Ef ég hefði viljað halda áfram að græða peninga hefði ég getað látið að óskum fólksins og skrifað Hundrað ára einsemd upp aftur og aftur, svona eins og þeir gera í Hollywood: Árelíanó Búendía ofursti snýr aftur. Lokaniður- staðan var sú að ég skrifaði bókina eins og seríu af einræðum, en þannig er lífið undir einræðisstjórn. Maður heyrir margar raddir sem segja sama hlutinn á mismunandi hátt." -Nýjasta bók þín, Frásögn um marg- boðaö morð, er nýlcga komin út. Þú sagöir einu sinni að þú myndir ekki gefa út nýja skáldsögu fyrr en Pinochet væri farinn frá völdum í Chile. Hann virðist traustari í sessi en nokkru sinni fyrr en þú ert með nýja bók. Hvað veldur? „Æ, þetta var bara eitthvað sem ég sagði við blöðin rétt eftir að Haust patríarkans kom út. Ég var reiður. Ég hafði stritað í sjö ár við þessa bók og þeir spurðu bara: Hvað ætlarðu að gera næst? Þegar ég fæ svona spurningar þá bulla ég eitthvert svar upp úr mér, hvað sem er, bara til að gera þá hamingjusama. Ég var ekki með neina nýja bók f kollinum og þetta svar kom í veg fyrir að ég yrði spurður um ófyrirsjáanlega framtíð.“ - Þér hefur ekki orðið svaravant í þessu spjalli. En hver er maðurinn að baki ímyndinni? Geturðu sagt okkur eitthvað meira um hann? „Nei. Þess gerist varla þörf. Auk þess hefur hver manneskja sín einkamál sem enginn þekkir til. En égheld að lesendur viðtala hafi engan áhuga á slíkum málum. Þeir vilja heldur fá þá mynd af manninum sem þeir hafa fyrir.“ Feimnasti maður í heimi - En hver ertu þá? „Ég? Ég er feimnasti maður í heimi, en einnig vinsamlegasti maður í heimi. Það er engin spurning!" - Fyrst svo er, hverjir eru þá aðalveikleikar þínir? „Seisei, þessu hef ég aldrei verið spurður að áður; Veikleikar mínir? Hmmmmmmm. Það er hjartað í mér. Ég er svo tilfinningaríkur. Ef ég væri kona gæti ég aldrei neitað neinu. Ég þarfnast ástar mjög mikið. Eini vandi minn er að fá fólk til að elska mig meira og til þess skrifa ég.“ - Það er eins gott að skriftir þínar hafa fært þér ást. Meira að segja þeir sem þola ekki stjórnmálaskoðanir þínar elska bækurnar. „Já, en ég þarf ennþá meiri ást.“ - Þú virðist vera óscðjandi. „Já, hjarta mitt er óseðjandi. Ég vona að þetta komist til skila í þessu viðtali. Ég hef nefnilega grun um að einhvers staðar úti í hinum stóra heimi sé einhver sem ekki elskar mig, og nú vil ég að sá hinn sami elski mig vegna þessa viðtals.“ - Það var og. En svaraðu loks einni spurningu, og sú er ekkert smásmíði. Hver hefur verið tilgangur lífs þíns hingaö til? „Ég get svarað þessu með því að segja þér hvað ég vildi hafa orðið ef ég hefði ekki orðið rithöfundur. Ég hefði viljað spila á píanó á lítilli krá. Þannig hefði ég getað fengið elskendur til að elskast ennþá meira. Ef ég næ því sem rithöfundur - fæ fólk til að elska hvert annað meiravegna bóka minna - þá held ég að það sé sá tilgangur sem ég hef leitað að.“ -ij snuraöi mjög lauslega.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.