Tíminn - 13.02.1983, Síða 9

Tíminn - 13.02.1983, Síða 9
\ t t v • -* /■ -*V ? • A I í) * CTl !//i • r SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. KOMMUNISMINN RUDDI NAZISMANUM BRAUTINA Valdataka Hitlers ■ Hinn 30. f.m. voru liðin fimmtíu ár frá því að Adolf Hitler varð kanslari og valdaferill nazista hófst í f>ýzka- landi. Eðlilega hefur fjölmiðlum orðið mjög tíðrætt um þennan atburð og afleiðingar hans. Einkum hefur verið mikið rætt um tildrög þess, að nazistar skyldu komast til valda á löglegan og lýðræðislegan hátt. Þeir höfðu að vísu náð allmiklu fylgi eða 37.4% greiddra atkvæða í þing- kosningunum í júlí 1932, en hrapað svo niður í 33.1% í þingkosningum, sem fóru fram í nóvember sama ár. Þótt þetta fylgi þeirra reyndist ótrúlega mikið, átti það hvergi nærri að duga Hitler til að ná kanslaraem- bættinu, jafnvel þótt hann hlyti stuðn- ing hins íhaldssama flokks þjóðernis- sinna, sem fékk 5.93 greiddra atkvæða í júlíkosningunum og 8.8% í nóvem- berkosningunum. Úrslitum réði það meira en flest annað, að sósíaldemókratar og mið- flokkarnir, sem höfðu farið með stjórn frá stofnun Weimarlýðveldisins, misstu meirihluta sinn á þingi í júlíkosningunum 1932 og oddaaðstað- an á þinginu féll í hendur kommúnist- um, sem fengu þá 14. 6% greiddra atkvæða og 18.3% greiddra atkvæða í nóvemberkosningunum. Kommúnistar höfnuðu á þessum tíma öllu samstarfi við sósíaldemó- krata og miðflokkana. Þvert á móti töldu þeir sósíaldemókrata vera höf- uðstoð og styttu auðvaldsins. Mestu skipti að brjóta þá og miðflokkana á bak aftur. Margir sagnfræðingar telja, að raun- verulega megi halda því fram, að Weimarlýðveldið hefði hrunið nokkr- um mánuðum áður en Hitler varð kanslari eða í júlíkosningunum 1932, þegar andstæðingar þess, þ.e. nazistar, þjóðemissinnar og kommúnistar, fengu meirihluta á þinginu. Þessir flokkar höfðu barizt gegn því frá upphafi og áttu enga ósk heitari en að láta það hrynja til grunna. Kommúnistar lifðu í þeirri ósk- hyggju, að fengju nazistar völdin, myndi þjóðin rísa gegn þeim og kommúnistar ná forustunni. Einn aðal- leiðtogi þeirra, Hermann Remmele, lét þau orð falla í þingræðu 14. október 1931, að valdataka nazista myndi leiða til samfylkingar undir forustu komm- únista og bylting yrði auðveldari og gerðist fyrr á þennan hátt. Kommúnistar áttu eftir að reyna, að þeir höfðu látið stjórnast af hörmu- legum skýjaborgum. Lýðveldi hinna mörgu flokka Eins og oft hefur verið rakið, lágu til þess margar og mismunandi orsakir, að nazistar efldust eins mikið og raun var á á áratugnum 1920-1930. Ósigur Þjóðverja í fyrri heimsstyrj- öldinni, landamissir og stríðsskaða- bætur áttu að sjálfsögðu mikinn þátt í þessu. Innrás franska hersins í Ruhr- héraðið 1923 var ný niðuriæging fyrir Þjóðverja og hafði örlagarík áhrif. Innrásin var gerð til að knýja Þjóðverja til að standa skil á stríðs- skaðabótum. Afleiðingin var m.a. algert verðfall þýzka gjaldmiðilsins, sem svipti alla sparifjáreigendur inn- eignum sínum. Þau sár voru ekki gróin, þegar heimskreppan mikla gekk í garð og gerði milljónir manna atvinnulausar. Það var því auðvelt fyrir öfgaflokka að halda uppi áróðri gegn Weimarlýð- veldinu og kenna þeim, sem með stjórnina fóru, sósíaldemókrötum og miðflokkunum, um allt, sem miður fór. Sennilega hefur svo Weimarlýðveld- ið frá upphafi falið í sér banameinið, þar sem var kosningafyrirkomulagið. Landið allt var eitt kjördæmi og fengu flokkarnir eitt þingsæti fyrir hver sextíu þúsund atkvæði, sem þeim voru greidd. Þingsætatala var því mismun- andi eða réðist af kosningaþátttökunni hverju sinni. Þetta fyrirkomulag ýtti undir marga flokka, sem samdi misjafnlega. Segja má, að það hafi mest lent á þremur flokkum að bera hita og þunga dagsins í Þýzkalandi á dögum Weimarlýðveld- isins eða sósíaldemókrötum, katólska miðflokknum og þýzka þjóðarflokkn- um, sem var undir forustu mikilhæfasta stjórnmálamanns Þjóðverja á þessum árum, Gustavs Stresemann. Með viss- um rétti má segja, að dagar Weimar- lýðveldisins hafi verið taldir, þegar hann féll frá haustið 1929. Athyglisvert er, að þeir flokkar, sem hafa hlotið mest fylgi í Vestur-Þýzka- landi eftir síðari heimsstyrjöldina, rekja að verulegu leyti rætur til þessara þriggja flokka. Sósíaldemókratar í Vestur-Þýzkalandi eru beint áfram- hald af flokki sósíaldemókrata í tíð Weimarlýðveldisins, Kristilegir dem- ókratar eru á vissan hátt arftakar gamla Miðflokksins og hins þýzka þjóðarflokks Stresemanns. Vegna þess, hvað flokkarnir voru margir, tókst þessum þremur flokkum, sem aðallega fóru með stjórnina á árunum 1920-, 1930, aldrei nægjanlega að ná tökum á þróuninni, því að þeir urðu að semja við ýmsa aðra andstæða flokka. Lengst voru 9-10 allstórir flokkar í Weimarlýðveldinu, sem höfðu um milljón atkvæða hver eða meira, auk margra smáflokka. Þessi mikli flokkafjöldi átti vafalítið stóran þátt í falli Weimarlýðveldisins. Rauöa hættan Hitler kunni vel að nota sér í áróðri sínum ósigur Þjóðverja í fyrri heims- styrjöldinni, landamissinn, stríðs- skaðabæturnar, innrás Frakka í Ruhrhéraðið, hrun gjaldmiðilsins og atvinnuleysið eftir að það kom til sögunnar.- Áhrifamesti þátturinn í áróðri hans hefur þó ef til vill verið sá að vara við rauðu hættunni eða kommúnisman- um. Hitler gat ekki aðeins hrætt eigna- fólk og millistéttir með því að benda á það, sem hefði gerzt og væri að gerast í Rússlandi. Hann gat jafnframt bent á, að ekki væri fjarlægt að slíkir hlutir gætu einnig gerzt í Þýzkalandi. Kommúnistar voru orðnir öflugir í Þýzkalandi, þegar fyrri heimsstyrjöld- inni lauk. Þeir efndu til byltingar, sem vel hefði getað heppnazt, ef sósíaldem- ókratar hefðu ekki gengið fram í því að halda uppi lögum og reglu. Síðar stóðu kommúnistar víða fyrir ýmsum byltingartilraunum í Þýzka- landi. Um skeið voru þeir svo bylting- arsinnaðir, að þeir höfnuðu að taka þátt í kosningum. Þannig vildu þeir undirstrika andúð sína á lýðræði og þingræði. Hitler predikaði af miklum móði, að sósíaldemókratar og sundraðir mið- flokkar væru engin vörn gegn rauðu hættunni. Það yrði að efna gegn henni harðskeyttan flokk, sem mætti henni með hennar eigin vopnum. Slíkur flokkur væri flokkur nazista. Þessi áróður Hitlers fékk góðan hljómgrunn, ásamt áróðri hans gegn Gyðingum. Marxistar og Gyðingar voru þau skotmörk Hitlers, sem hon- um féll bezt að fást við. Sterkasta vígi sósíaldemókrata Kommúnistar gerðu sér aldrei næga grein fyrir þeirri hættu, sem fólst í þessum áróðri Hitlers. Þeir jafnvel töldu hann auglýsingu fyrir sig. Nazist- ar teldu þá aðalandstæðinga sina. Kommúnistar töldu sig eiga aðra andstæðinga verri, sem yrði að ryðja úr vegi fyrst. Það voru sósíaldemókrat- ar og miðflokkarnir. Þrátt fyrir fjandskap nazista og kommúnista á yfirborðinu, kom það iðulega fyrir, að þeir stóðu sameigin- lega að ýmsum mótmælum og verk- föllum, sem beindust gegn stjórnar- völdum. Weimarlýðveldið var sameig- inlegur óvinur þeirra og báðir álitu þeir fall þess ávinning fyrir sig. Iðulega gerðist það líka, að nazistar og kommúnistar samfylktu á þingi og á fylkisþingunum. Frægasta dæmið um það var samvinna þeirra á fylkisþing- inu í Prússlandi vorið 1932. Sósíaldemókratar höfðu lengi haft meirihluta í fylkisþinginu í Prússlandi og farið með fylkisstjórnina þar. Þetta skapaði þeim sterka aðstöðu. í Prússlandi voru þá um 40 milljónir íbúa, en í Þýzkalandi öllu um 60 milljónir. Lögreglan í Prússlandi var mjög öflug og hélt bæði nazistum og kommúnistum meira í skefjum en gerðist annars staðar í Þýzkalandi. Sósíaldemókratar misstu þessa að- stöðu sína, þegar fylkiskosningar í Prússlandi í apríl 1932 fóru á þá leið, að nazistar og kommmúnistar fengu samanlagt meirihluta. Nazistar létu það vera sitt fyrsta verk að bera fram vantraust á fylkisstjórnina. Kommún- istar greiddu atkvæði með vantraustinu og var það því samþykkt. Þannig misstu sósíaldemókratar sterkasta vígi sitt og Hitler reyndist því miklu auðveldara en ella að ryðjast til valda eftir að hann hlaut kanslara- embættið. Fylkisstjórnin í Prússlandi hefði annars getað veitt mikið viðnám. Kosning Hindenburgs Eitt af því, sem átti eftir að reynast Hitler happadrjúgt, var afstaða kommúnista, þegar Hindenburg var upphaflega kosinn forseti. Hindenburg kom ekki til sögu fyrr en í síðari umferð forsetakosninganna Ekkert forseta efnanna hlaut meiri hluta atkvæða í fyrri umfer.'inni, eins og krafizt var, ef kosningin ?.ti að Ftamb;óandi hægri manna hafði fengið flest atkvæði eða 10.7 milljónir. Næst komu frambjóðandi sósíaldem- ókrata með 7.8 milljónir, frambjóð- andi Miðflokksins með 4 milljónir og frambjóðandi kommúnista með 1.9 milljónir. Aðrir frambjóðendur fengu minna en einna minnst fékk Ludendorf hcrshöfðingi, sem var frambjóðandi nazista, eða 200 þús. atkvæði. f síðari umferðinni töldu hægri menn frambjóðanda sinn ekki nógu sigurvænlegan og fengu því Hinden- burg hershöfðingja, sem var mesta stríðshetja Þjóðverja, til að gefa kost á sér. þótt hann væri orðinn 78 ára. Sósíaldemókratar ákváðu þá að draga sinn frambjóðanda til baka og skoruðu á liðsmenn sína og aðra að fylkja sér um frambjóðanda Miðflokksins, Wil- helm Marx. Kommúnistar neituðu að fara að fordæmi sósíaldemókrata og buðu foringja sinn, Ernst Thálmann, fram aftur. Úrslitin urðu þau, að Hindenburg fékk 14.6 milljónir atkvæða, Marx fékk 13.7 milljónir og Thalmann 1.9 milljónir. Framboð Thálmanns hafði þannig tryggt kosningu Hindenburgs. Þetta átti eftir að reynast örlagaríkt, því að Hindenburg var alltaf heldur hliðhollur hægri öflum, þótt hann reyndi að gera skyldu sína. í forsetakosningunum 1932 voru miðflokkarnir og sósíaldemókratar til- neyddir að styðja endurkjör Hinden- burgs, þótt hann væri orðinn 85 ára. Önnur leið stóð ekki opin til að koma í veg fyrir sigur Hitlers, sem var mótframbjóðandi Hindenburgs, þar sem ekki var um samvinnu við kommúnista að ræða. Hindenburg átti síðan verulegan þátt í því, að Hitler varð kanslari, þótt hann hefði á honum ógeð. Brautin rudd Það má vera Ijóst að því, sem hér er rakið, að kommúnistar áttu mikinn þátt í því að ryðja Hitler og nazistum brautina til valda, þótt margt fleira styddi að því, eins og áður er nefnt. Kommúnistar ruddu brautina fyrir nazista á margan hátt. Byltingartilraunir þeirra og bylting- arboðskapur sköpuðu nazistum gott tækifæri til að vara við rauðu hættunni og telja sig helzta varnargarðinn gegn henni. Barátta kommúnista gegn sósíal- demókrötum og miðflokkunum veikti mjög ríkisstjórnir þeirra og hjálpuðu nazistum til að vekja ótrú á þeim. Iðulega áttu svo kommúnistar beina eða óbeina samleið með nazistum, t.d. þegar þeir samþykktu með þeim yantraust á sjtórn sósíaldemókrata í Prússlandi. Það átti víðar við en í Þýzkalandi á þessum tíma, að komúnistar og nazist- ar voru bæði römmustu andstæðingar og svo samherjar inn á milli. Samagilti um ýmsa afturhaldssama flokka og kommúnista. Þannig studdu kommúnistar hér- lendis Sjálfstæðisflokkinn í baráttunni gegn vinstri stjóminni á árunum 1934 1937. í staðinn hjálpaði Sjálfstæðis- flokkurinn kommúnistum til að brjóta niður forustu Alþýðuflokksins í verka- lýðshreyfingunni. Lært af reynsiunni Stjórnmálaþróunin í Vestur-Þýzka- landi cftir síðari heimsstyrjöldina hef- ur orðið allt önnur cn í Þýzkalandi eftir fyrri styrjöldina. í rauninni hefði mátt búast við því, að ósigri Þjóðverja eftir síðari heims- styrjöldina fylgdi upplausn og mikil vonbrigði engu síður en eftir hina fyrri. Ósigurinn eftir síðari heimsstyrjöld- ina var raunar öllu meiri. Stór hluti Þýzkalands var innlimaður í Sovétríkin og Pólland. Hér var um að ræða landshluta, þar sem Þjóðverjar höfðu búið í aldaraðir. Því, sem eftir var af Þýzkalandi, var tvískipt og hafði það að sjálfsögðu margvíslegar hörmungar og erfiðleika í för með sér. Fyrstu eftirstríðsárin voru Vestur- Þjóðverjum mjög erfið, eins og ráða mátti af þýzkri kvikmynd, sem hér var nýlega sýnd, cn þar var lýst kjörum þýzkrar fjölskyldu á þessum árum. Samt hefur hvorki nazismi eða kommúnismi skotið upp kollinum að neinu ráði, heldur aðallega risið upp flokkar, sem byggðir eru á grunni þeirra flokka, sem báru uppi Weimar- lýðveldið á sinni tíð. Annað verður ekki ráðið af þessu en að Vestur-Þjóðverjar hafi lært furðu vel af reynslunni. Þeir hafa lært að varast nazismann og kommúnismann. Samanburð er ekki hægt að gera á Austur -Þýzkalandi og Þýzkalandi millistríðsáranna, þar sem aðstæður eru á flestan hátt ólíkar. Það er hins vegar sennilegt, að þróunin hefði orðið svipuð í Austur-Þýzkalandi og í Vestur-Þýzkalandi, ef Áustur-Þýzka- land yrði ekki að miklu leyti að hlíta erlendri forsjá. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Hitler og Hindenburg teljast gi»d. Pví varö að kjósa aítur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.