Tíminn - 13.02.1983, Síða 11
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983.
itmhm
11
mannahöfn 10. júní 1784. Þar leggur
hann til að úr sýslu sinni verði flutt það
fólk sem flósnað hefur upp vegna
harðindanna (de, tienstdygtige omflakk-
enda Folk") og verði farið með það til
Danmerkur eða á einhvern annan stað
á íslandi. Veita ber því athygli að þarna
er berum orðum lagt til að vinnufærir
Islendingar verði fluttir úr landi, en ekki
aðeins sjúklingar og ósjálfbjarga fólk.
Tillaga sýslumanns hlaut ekki góðan
hljómgrunn í Höfn. I svarbréfi frá 31.
júlí 1784 kemur fram að dönsk yfirvöld
telja hugmyndina ekki tímabæra.
Skúli leggst gegn flutningi
Næst verður fyrir okkur álitsgerð um
brottflutning íslendinga vegna Móðu-
harðinda sem Skúli Magnússon hefur
sennilega samið í október-nóvember
1784. Þessi álitsgerð er skrifuð á dönsku
og kom í leitirnar fyrir nokkrum árum.
Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður birti
hana og skýrði í tímaritinu Sögu árið
1977.
Álitsgerð Skúla sýnir að enda þótt
Rentukammerið hafi gefið Jóni sýslu-
manni neikvætt svar um sumarið hefur
hugmyndin ekki verið dottin upp fyrir.
Við vitum hins vegar ekki á hvaða
vettvangi hún var helst rædd og af hve
mikilli alvöru.
í greinargerð Skúla eru nefndir þrír
staðir sem til máls hafi komið að flytja
íslendinga áljótlandsheiðar, Finnmörk
og Kaupmannahöfn. Hann ncfnir töluna
10 til 20 þúsund manns, sem er allt að
helmingur þjóðarinnar.
Skúli er eindregið andvígur brottflutn-
ingi landsmanna. Hann segir að brott-
flutningur í hvaða mynd sem er muni
margfalda þann skaða sem orðinn er í
landinu, og leggja efnahag þess og
verslun í rúst. Enn fremur telur hann að
íslendingar muni þola ferðalagið suður
illa og eins breytt loftslag, og minnir í
því viðfangi á örlög margra íslenskra
námsmanna.
Kostnaður við flutning
kannaður
1 miðjum janúar 1785 ritar síðan
Rentukammerið í Höfn tvö bréf varð-
andi brottflutningshugmyndina. Annað
er sent flotastjórninni, en hitt forstjóra
konungsverslunarinnar. Þá cru menn í
stjórnardeild Islandsmála komnir á þá
skoðun að ef af llutningum verði skuli
þeir takmarkaðir við fólk sem er
þrotbjarga og öðrum til byrði, gamal-
menni. munaðarlaus börn, sjúka menn
og vanburða og svo vinnulausa flækinga.
Samtals áttu þetta að verða um 500
manns.
Flotastjórnin áleit að kostnaður við að
senda tvö skip til Islands yrði nálægt 7-8
þúsund ríkisdölum. Á hinn bóginn var
það mat fulltrúa konungsverslunarinnar
að cf þetta fólk kæmi um borð í skipin
í höfnum verslunarinnar yrði kostnaður-
inn mun minni cða um 1720 ríkisdalir.
í svarbréfi konungsverslunar er að finna
mjög ýtarlega greinargerð um hvemig
að þessum flutningi skuli staðið og m.a.
er tekið fram frá hvaða höfnum fólk
skuli flutt og hve margir frá hverjum
stað.
Ætla má að Rentukammerið hafi
einnig leitað álits Levetzows á fyrirhug-
uðum brottflutningum því varðveist
hefur svarbréf frá honum dagsett 30.
janúar 1785. Hann kveðst þar telja það
góðverk að losa landið við öreiga,
beiningamenn og landhlaupara. Hann
vill að fleiri verði fluttir en 500, eða
samtals um 800 manns.
Landsnefndin andvíg
Landsnefndin sem hér starfaði um
nokkurt árabil fékk hugmyndirnar um
brottflutning Islendinga til Danmerkur
til umræðu. Skjöl um álit einstakra
nefndarmanna eru ekki varðveitt, nema
í dæmi Þorkels Fjelsteðs, sem gerði
skriflega grein fyrir afstöðu sinni. Hann
reyndist á sama máli og Skúli Magnús-
son. Þorkell taldi flutning óhagkvæman
og kostnað við að framfleyta íslenskum
sjúklingum, gamalmennum og börnum
í Danmörku meiri en hér á landi.
Svo virðist sem aðrir í Landsnefndinni
hafi talið þetta sjónarmið rétt og
Rentukammerinu var tilkynnt að nefnd-
in gæti ekki stutt tillöguna um brottflutn-
ing. í framhaldi af því hafa dönsk
stjórnvöld fallið frá hugmyndinni.
/ /
Atti að flytja alla Islend-
inga eða aðeins hluta
þeirra?
Lengi vel deildu íslenskir fræðimenn
um það hvort frásagnir á bókum um
brottflutning allra íslendinga til Jót-
landsheiða væru á rökum reistar. Þorkell
Jóhannesson sagnfræðingur taldi söguna
um fyrirhugaðan flutning allra íslend-
inga alranga, og Sigfús Haukur Andrés-
son skjalavörður taldi hana ekki byggða
á skjallegum gögnum heldur aðallega á
hviksögum. Efasemdarmenn bentu á
að sagan hefði á sínum tíma hentað vel
í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, en þar
fyrir yrði hún ekki að traustri sögulegri
staðreynd.
Heimildarmenn að sögunni um brott-
flutning allra fslcndinga voru fram á
síðustu ár fjórir: Hannes Finnsson,
Magnús Stephensen, Jón Espólín og Jón
Sigurðsson. Allir víkja þeir þó -aðeins
lítillega að henni.
Hannes Finnsson segir í bók sinni
Mannfækkun af hallæruin, sem Lær-
dómslistafélagið. gaf út 1796: „1784 var
komið fyrir alvöru í tal að sækja allt fólk
úr landinu til Danmerkur og gjöra þar
af því nýbýlunga."
Magnús Stephensen segir á annáls-
kveri frá 1808 að veturinn 1783-1784 hafi
komið til tals að þjóðin yftrgæfi landið
með allt sitt hafurtask.
Jón Espólín segir í Árbókum sínum
(1854) að til tals hafi komið „að flytja
allt fólk úr landi hér, og setja niður í
Danmörku, og var nær staðráðið."
Eru mikilvæg skjöl glötuð?
Enginn þessara þriggja manna tiltekur
néinn áfangastað, en sagan um að
íslendingum hafi staðið til boða búseta
á Lyngheiði á Jótlandi er komin frá Jóni
Sigurðssyni forseta. Við vitum ekki
hvaðan hann hefur þá heimild sína.
Hugsanlega hefur liann þekkt álitsgerð
Skúla Magnússonar, og eins má vera að
hann hafi stuðst við skjal eða skjöl sem
eru glötuð, eða enn ókomin í leitirnar.
Á meðan að skjalleg. gögn um
fyrirhugaða flutninga allra íslcndinga til
Jótlandsheiða fyrirfundust ekki virtust
rök manna einsog Þorkels Jóhannesson-
ar og Sigfúsar Hauks Andréssonar
sannfærandi. Sigl'ús taldi óframkvæman-
legt að flytja 40 þúsund manns héðan á
skömmum tíma og skapa þeim aðstöðu
í Danmörku. Slíkt hefði og verið
andstætt stefnu dönsku stjórnarinnar
því að með því hefði hún látið landið
laust handa hverjum sem vildi.
Sigurður Líndal og Jóhannes Nordal,
sem einnig kvöddu sér hljóðs um þetta
deilumál, töldu aftur á móti að treysta
mætti orðum Hannesar Finnssonar og
Magnúsar Stephensens. Jóhannes skrif-
aði t.d. í formála að endurútgáfa bókar
Hannesar að ótrúlegt væri að Hannes
færi með „fleipur eitt um svo alvarlegt
mál, og það í ritum Lærdómslistafélags-
ins aðeins nokkrum árum eftir að
atburðirnir gerðust."
Álitsgerð Skúla sannar
flutningshugmyndina
Álitsgerð Skúla Magnússonar. sem
kom fyrst í leitirnar fyrir nokkrum árum,
hefur nú staðfest þessa skoðun. Af
henni verður ekki önnur ályktun dregin
en að hugmyndir um að flytja jafnvel
10-20 þúsund íslcndinga hafi komið til
alvarlegrar umræðu árið 1784. Aö
líkindum hafa þcssar umræðurað mestu
verið óformlcgar og ekki vcrið ta.lin
ástæða til að færa nema fátt tilbókar um
þær. Þó er hugsanlcgt að skjöl þar að
lútandi séu glötuð eða sem ólíklegra er,
ókomin í lcitirnar. Sennilega hefur
umræðan verið takmörkuö viö embættis-
menn og ekki orðið almcnn með
þjóðinni, líklegast hefur allur þorri
manna ekki frétt af henni fyrr en hún var
löngu dottin upp fyrir.
Hitt er svo annað, og raunar ekki
síður forvitnilcgt, umhugsunarefni
hvernig fyrir íslenskri þjóð væri komið
ef af fjöldaflutningunum hefði orðið
fyrir tvcimur öldum. Hvers konar sam-
félag hefði m yndast á Lyngheiði á
Jótlandi? Hvcrjir byggju nú á Islandi?
Án nokkurs vafa hefðu fólksflutningarn-
ir getað orðið örlagaríkir fyrir sögu
þjóðanna í Norðurálfu.
Úrval fremstir á Mallorca
Tryggöu þér gististaö
sem þér hentar best meö
því aö panta far strax
ÚRVAL við Austurvöll @26900
Umboðsmenn um allt land
URVAL
Páskar 27. mars 17dagar Ódýr vorferó 12. april 3 vikur 3. maí 3 vikur 24. maí 3 vikur 31. maí 2 vikur 14. júní 3 vikur 21. júnf 2 vikur “1
12. júlf 2vikur 26. júlf 3 vikur 2. ágúst 2 vikur 16. ágúst 3 vikur 23. ágúst 2 vikur 6. sept. 3 vikur 13.sept. 2vikur 27. sept. 3 vikur