Tíminn - 13.02.1983, Side 15

Tíminn - 13.02.1983, Side 15
14 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. 15 Helgar-Tíminn fer í saumanna á kenningum Erich von Dánikens og sýnir fram á að þær hafa við engin rök að styðjast og að höfundurinn hefur farið með blekkingar af ásettu ráði Heimsóttu vitsmunaverur úr geimnum jörðina í árdaga? Fáar bækur vöktu jafn mikla athygli og höfðuðu jafn mjög til ímyndunarafls almennings á síðasta áratug og bók Svisslendingsins Erich von Dánikens Voru guðirnir geimfarar? sem út kom árið 1968 (ensk útgáfa 1968 og íslensk útgáfa 1972). Tvær aðrar bækur hans um sama efni fylgdu í kjölfarið og vöktu álíka eftirtekt; í geimfari til goðheima (1969, ísl. útgáfa 1973) og Gersemar guðanna (1973, ísl. útgáfa 1974). Um bækurnar hafa verið gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir og þær selst í milljónaupplagi víða um heim. ■ HöfundurinnvonDánikenerfæddur í Zofingen í Sviss árið 1935. Hann var alinn upp í kaþólskum sið, cn þegar hann var 19 ára gamall varð hann, að eigin sögn, fyrir yfirskilvitlegri reynslu, og í framhaldi af því og vegna ágreinings við föður sinn um trú og lífsviðhorf hætti hann skólanámi og gerðist starfsmaður á hóteli. Hann hóf störf þar sem matreiðslumaður og þjónn, en vann sig upp í stöðu hótelstjóra. Það starf fullnægði honum þó ekki. Hann hafði meiri áhuga á fornleifafræði og stjörnu- fræði og tengslum þcirra við trúarbrögð en hótelrekstri. Meðan hann var hótel- stjóri á Rosenhúgel í Davos í Sviss skrifaði hann fyrstu bók sína. Sagan segir að hann hafi samið hana eftir að gestir hans voru gengnir til náða; oft hafi hann setið við skriftir fram á morgun. Handritið sendi von Dániken Econ- rökum að vitsmunalíf væri að finna annars staðar í geimnum en á jörðinni. Áþekkar kenningar og von Dániken kom orðum að höfðu verið viðraðar nokkru áður í bókum Frakkanna Louis Pauwel, Jacques Berger og Roberts Charroux. Svo margt þótti sambærilegt í þessum bókum og ritum von Dánikens að um tíma íhuguðu útgefendur að stefna Econ-Verlag fyrir ritstuld. Af því varð ekki en Dánikcn féllst á að geta um framlag Frakkanna í bókum sínum. Meðan von Dániken var hótelstjóri og vann að rannsóknum fyrir bækur sínar um gcintfaraguðina ferðaðist hann til Egyptalands, Líbanons og Norður- og Suður-Ameríku til að sjá undur fortíðar með eigin augum. Þessi ferðalög kostuðu sinn skilding, nýr lífsstíll reyndist honum ofviða og brátt varð hann skuldum vafinn. í nóvember 1968 var von ■ Erich von Daniken að mælingum í Perú Dániken tekinn höndum fyrir svindl og tveimur árum síðar var hann dæmdur fyrir skjalafals og fjársvik. Dómurinn hljóðaði upp á þrjú og hálft ár og þrjú þúsund franka sekt. Þegar þá var komið sögu hafði von Dániken efnast á sölu bóka sinna og gat greitt sektina. Hann þurfti síðar ekki að sitja inni nema hluta þess tíma sem dómurinn kvað á um. Heimsókn til forfeðra utan úr geimnum I formála bókarinnar Voru guðirnir geimfarar? kemst von Dániken m.a. svo að orði: „Ég staðhæfi að forfeður okkar hafi fengið heimsóknir utan úrgeimnum áður en sögur hófust. Jafnvel þótt ég viti ekki enn hverjar þessar geimbornu vitsmunaverur voru eða frá hvaða plá- netum þær komu. Ég fullyrði eigi að síður að þessir „gestir" h afi tortímt nokkrum hluta af því mannkyni sem fyrirfannst á þeirri tíð og getið af sér nýtt mannkyn, ef til vill hina fyrstu homo sapiens." Þessi hugmynd er mjög ólíkleg í Ijósi þeirrar þekkingar sem við búum að, en hún er samt sem áður ekki alveg óhugsandi, í henni feist m.ö.o. engin rökleg mótsögn. Hún byggir aftur á þeirri tilgátu að vitsmunalíf af einhverju tagi fyrirfinnist annars staðar í alheimin- um, og því dettur engum í hug að þverneita, enda þótt við höfum ekki hinar minnstu vísbendingar um slíkt líf neins staðar. En þegar sagt er að tilgáta sú sem von Dániken hefur gert fræga sé ekki óhugsandi verður að bæta því við að sama gildir um þúsundir annarra tilgátna sem fræðimenn eða almenningur láta sér koma til hugar. Það er hægur vandi að setja fram kenningar um alla skapaða hluti, en til að slíkar kenningar rísi undir nafni sem vísindi verður framsetning þeirra og prófun að lúta reglum vísinda- enda þótt hagsmunir hans bjóði að hann leyni því fyrir lesendum sínum. Grund- vallaratriði kenningar sinnar orðar hann svo: „Einhvern tíma aftur í myrku örófi alda uppgötvaði áhöfn geimfars nokkurs plánetu okkar. Taldi áhöfnin sig brátt komast að raun um að á jörðinni væru fyrir hendi öll þau skilyrði sem með þyrfti til þess að þar gæti þróast vitsmunalíf. Það er augljóst mál að þær mannverur sem þá lifðu á jörðinni voru ekki homo sapiens, heldur ólíkar þeirri manntegund um flest. Geimfararnir frjóvguðu nokkrar af konunum með gemsæðingu, létu þær falla í fastan svefn, að því er hermir í fornum sögum, og héldu síðan á brott. Þúsundir ára liðu, en svo komu geimfarar aftur og fundu þá fyrir dreifða frumvísa að homo sapiens. Þeir endurtóku kynbótatilraun- ir sínar nokkrum sinnum, uns þeim að lokum tókst að fá fram mannverur, búnar nægilegum gáfum til að geta tileinkað sér þau samfélagslögmál, sem þeim yrðu boðuð. Villimennskan réði þá enn lögum og lofum á jörðinni. Þar eð sú hætta vofði yfir að þessar fáu vitsmunaverur mundu úrkynjast fyrir blóðblöndun við manndýrin, eyddu geimfararnir öllum þeim kynþáttum þar sem kynbæturnar höfðu ekki borið tilætlaðan árangur, eða fluttu þá á brott og fengu þeim aðsetur á fjarlægum meginlöndum. Svo tóku fyrstu samfé- lagshóparnir að myndast, frumvísar að fyrstu handíðum að skjóta rótum, mynd- ir voru gerðar á bergfleti og í hellum, leirkeragerðin var uppgötvuð og gerðar fyrstu tilraunir til að byggja hús.“ „AUar sannanir skortir“ I framhaldi af þessari lýsingu á höfuðkenningu sinni segir von Dániken: „Það skal viðurkennt að enn eru miklar eyður í þessar hugleiðingar. Mér verður svarað því til að allar sannanir skortir. ■ Pirí Rei landabréfið sem von Dániken lelur að sýni þekkingu sem aðeins geimfarar gætu hafa aflað, en fræðimenn telja í engu frábrugðið öðrum 16,-aldar kortum. Dániken hefur um árin verið ljóst að vinnubrögð af þessu tagi eru ósæmileg. Sennilega hefur hann sjálfur að ein- hverju leyti tekið trú á kenningar sínar, en honum virðist vera ljóst að aðferð hans til að leiða rök að þeim er meingölluð og á endanum rís kenningin ekki undir nafni sem vísindi. í frægu viðtali við bandartska tímaritið Playboy árið 1974 var hann að því spurður hvort hann væri kannski, eins og rithöfundur nokkur hefði haldið fram, snjallasti háðfuglinn í þýskum bókmenntum á þessari öld. Von Dániken svaraði: „Svarið er bæði já og nei... Að hluta til er mér fyllsta alvara með því sem ég skrifa. Á liinn bóginn er það líka ætlun mín að tá fólk til að hlæja." Enn fremur sagði von Dánikcn í viðtalinu: „Það er rétt að ég nota það efni sem mér hentar. og sct annað til hliðar. Hið sama gera allir guðfræðing- ar“. „Munurinn er sá", bætti blaðamað- urinn þ_á við, „aö þú þykist vera að sinna vísindum en ekki guðfræði." Forn lágmynd af geimfara? I framhaldi af því sem hér hefur verið staðhæft uni villur og falsanir Erich von Dánikens er við hæfi að fara ofan í saumana á fácinum atriðum í kenningum hans. Hentugast er þá að athuga nokkrar þær fornminjar sem hann telur að renni stoðum undir sjónarmið sín, cn fornleifafræðingar og aðrir athugcndur vilja skýra á annan - og að okkar mati - réttari og rökvísari veg. 1 hinni fornu borg Maya í Palcnquríki í Mexíkó stendur grafhýsi sem er að útliti eins og pýramídi. Allt fram til ársins 1949 hafði þaðekki verið rannsak- að allt að innan. Það var fyrir hrcina tilviljun að mexíkanski fornleifafræðing- urinn Alberto Ruz Lhuiller veitti fingur- holum t gólfhellu athygli, lyfti steininum og uppgötvaði að þaðan lá leynistigi í óþekkt grafhýsi neðanjarðar. (Þetta var árið 1952, en ekki 1935 eins og von Dániken segir á bók sinni). í grafhýsinu fannst m.a. lágmynd, höggvin í stein. Myndinni lýsir von Dániken á svofelldan hátt í bók sinni Voru guðirnir geimfarar? „Þarna á myndinni situr mannvera nokkur og lýtur fram, líkt og þátttakandi á hjólreiðakeppni, og jafnvel krakki mundi nú bera kennsl á farartæki hans sem geimfar. Það mjókkar fram, síðan getur að líta einkennilegar hvylftir, líkt og inngangsop, breikkar aftur eftir og aftast standa svo eldblossar aftur úr logastútum. Sjálf virðist hin álútna mannvera önnum kafin við að handfjatla alls konar stjórntæki og hæll vinstri fótarins hvílir á einhverjum stalli. Klæðnaður mannsins virðist hinn hent- ugasti - stuttbrækur með breiðu belti, treyja með nýtískulegu hálsmáli, að- skornar hlífar um úlnliði og ökla. Vegna fyrri kynna okkar af ekki ósvipuðum myndum mundi það koma okkur á óvart ef viðeigandi höfuðbúnað vantaði. Því fer fjarri, hann er allur hinn margbrotn- asti og upp af honum stendur einhvers konar loftnetssproti. Og geimfarinn á þessari lágmynd - því að það fer ekki milli mála að þar er um geimfara að ræða - lútir ekki einungis fram, heldur má sjá að öll athygli hans er bundin einhverjum mælitækjum í augnhæð örskammt frá andliti hans. Sæti geimfarans er aðskilið afturhluta farsins með skástoðum, og má sjá að bak við það er komið fyrir hylkjum, hringum og fjaðrabúnaði." Tilgátan fjarri lagi Nánari athugun á lágmyndinni leiðir í Ijós að tilgáta von Dániken cr fjarri lagi. Fyrst er þcss að geta að maðurinn er ekki í geimfarabúningi heldur nánast nakinn. Hann er bcrfætturog hefur ekki hanska (neglur á höndum og fótum eru Verlag snemma árs 1967. Forlagið féllst á að gefa bókina út og réð Wilhelm Roggersdorf, höfund kvikmyndahand- rita og leikstjóra, til að umskrifa hana fyrir almenning. í mars 1968 lét forlagið prenta 6 þúsund eintök af bókinni sem á þýsku hét Erinnerungen an die Zukunft og frægari cr undir enska nafninu Chariots of the Gods?; á íslensku hét hún sem fyrr segir Voru guðirnir geimfarar? Nokkrum dögum eftir að bókin kom á markað hóf útbreitt svissneskt fréttablað að birta kafla úr henni, og í kjölfarið fylgdi ný prentun hennar. í lok ársins var bókin efst á metsölulista í Þýska- landi. Ári síðar kom bókin út á ensku og hlaut enn feykilega góðar undirtektir. Ekki ný kenning Von Dániken skrifaði bókina einkum árið 1966 en á því ári var í gangi í Evrópu víðfræg hreyfing undir nafninu „Guð er dauður“ sem hafði talsverð áhrif í hugmyndaheiminum. Sama ár kom út bókin Vitsmunalíf í geimnum (Intel- ligent Life in the Universe) eftir stjörnu- fræðingana I.S. Shklovskiog CarlSagan. Þar er að finna margar hugmyndir sem t sýnilega hafa orðið kveikja að ýmsum skrifum von Dánikens, en í bókinni var reynt að styðja þá umdeildu skoðun ■ Mynd sem von Dániken segir að sé tekin í hinum „undursamlegu hellum" í Suður-Ameríku þar sem mestu fjársjóðir mannkyns eiga að vera geymdir. legrar aðferðar. Tilgáta sem ekki er unnt að ganga með neinum hætti úr skugga um hvort er sönn eða ósönn getur ekki talist vísindaleg. Gosse-feðgar, sem voru miklir andstæðingar þróunarkenn- ingar Darwins á öldinni sem leið, héldu því t.d. fram að Guð hefði skapað steingervinga til að reyna á trúarstyrk manna. Bertrand Russell sagði eitt sinn í gamni að eins mætti fullyrða að heimurinn hafi verið skapaður fyrir fimm mínútum, með öllu sem í honum er, þ.á.m. minningum mannfólksins. Hvorar tveggja þessar kenningar gætu auðvitað haft við rök að styðjast, þótt ólíklegar séu, en það liggur í augum uppi að þær geta ekki talist til vísinda. Ef menn trúa þeim þá hljóta þeir að trúa öllu eða byggja skoðanir sínar á staðreyndum á geðþótta sínum. Varla getur slík afstaða talist mjög gæfuleg og raunar ómögulegt að lifa lffinu eftir henni ef menn ætla að vera samkvæmir sjálfum sér. Geimfarar búa til homo sapiens Von Dániken hefur ekki hirt um að kynna sér leikreglur vísinda, væntanlega vegna þess að hann veit ósköp vel sjálfur að hann er að fiska á öðrum miðum. Framtíðin mun skera úr um það hve margar af þessum eyðum verða fylltar. í þessari bók eru settar fram tilgátur, byggðar á víðtækum hugleiðingum, sem ekki er þó þar fyrir víst að séu „sannar. ““ Oftar víkur von Dániken að því í bókum sínum að margt í hugmyndum sínum séu getsakir, en hann býr svo um hnútana að lesendur hljóta að álykta að þessar getsakir séu mjög sennilegar ef ekki réttar, enda eru oft fáar blaðsíður á milli þess að hann lætur efasemdir í Ijós og þar til hann tekur þær aftur að nokkru eða öllu leyti með fullyrðingum. Annað einkenni á ritum hans er að hann snýr út úr orðum fræðimanna með því að velja til birtingar þau ummæli þeirra sem henta honum en þegir aftur á móti yfir þeim atriðum sem ganga gegn kenningum hans. Hafa margir fræði- menn mótmælt mjög eindregið útúr- snúningum og beinum fölsunum hans. Þá eru ályktunarvillur og hvers kyns rökskekkjur mjög áberandi í ritum von Dánikens. Þýðingar hans á fornum textum eru oftar en ekki út í hött, og hann vísar nánast aldrei til heimilda sinna. Vísindi eða guðfræði? Það er álitamál að hve miklu leyti von ■ Teikningar á Nazca-sléttunni. grcinanlcgar) og klæðin sem hann er í eru dæmigerður skrautbúningur þess tíma þegar myndin var gerð. Myndin sýnir Pacal konung Maya sem dó 683. Saga Pacals konungs er vel varðveitt þar sem hún er skráð á rúnir á loki líkkistu hans og víðar í grafhýsum í Palenque. Þar kemur fram hverjir forfeður hans voru, hvcnær hann fæddist sjálfur, hvenær hann ríkti og hvenær hann féll frá. Athugun leiðir í Ijós að myndin er samsett listaverk þar sem er að finna kross, tvíhöfða höggorm og nokkur stór maísblöð. Súrefnisgríman við höfuð mannsins er skraut sem ekki er tengt nösum hans heldur kemur við nefið sjálft; stjórntækin í geimfarinu eru ekki í tengslum við hendur hans heldur eru þau partar af mynd af Sólarguðnum í bakgrunninum; fóstigin sem geimveran sýnist stjórna eru sjóskeljar (tákn Maya fyrir dauða). Eldblossarnir úr logastút- unum eru mjög sennilega rætur hins helga maís-trés Maya. Öll er myndin þrungin trúarlegum táknum, og eðlileg- ast að túlka hana á grundvelli þekkingar okkar á trúarbrögðum og list Maya. Forn flugvöllur í Perú? Von Dániken telur að hinar einkenni- legu línur sem dregnar eru á Nazca-eyði-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.