Tíminn - 13.02.1983, Qupperneq 18
18
Ifnmm
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983.
erlend hringekja
Börn í þriðja heiminum:
FÖRWARLÖMB
TILRAUWA
LYFJAEDWAÐAR
■ Þriöji heimurinn cr gósenland
gróðasóknar alþjóölegra
lyfjaframleiðslufyrirtækja. í iðnríkjum
vesturlanda er starfscmi slíkra
fyrirtækja háð cftirliti opinberra aðila
en í vanþróuöu ríkjunum stendur þeim
markaðurinn opinn upp á gátt. Þar
skipta yfirvöld sér heldur ekki af
vísindalegum tilraunum
lyfjafyrirtækjanna, sem eru ruddalegri
cn flestir geta ímyndaö sér.
Lífið er ódýrt meðal þjóða sem þjást
af sjúkdómum, vannæringu og
farsóttum. Og lyfjaeftirspurnin er mikil.
Þó að alþjóðaheilbrigðisstofnunin
WHO leyfi cinungis sölu á 200
mismunandi lyfjategundum til að
fyrirbyggja og lækna sjúkdóma eru
þúsundir lyfjategunda scldar á
almennum markaði í þriðja heiminum.
Lyf sem oft eru bönnuð eða fást
einungis gegn lyfseðli í ríka heiminum.
Talsmenn lyfjaiðnaðarins hafa hingað
til vísaö á bug árásum á þessa starfshætti
sína, sem gagnrýnendurnir halda fram
að séu ósiðlcgir, grimmdarlegir og hafi
gróöann cinan aö markmiði. En nú
hefur breska heilbrigðisstofnunin
Oxfam lagt fram greinargóða skýrslu
sem gerir lyfjafyrirtækjunum erfitt með
að vísa ákærunum frá sér.
Oxíam sýnir m.a. fram á að lyf eru
scld án lyfscðla og einnig án
nauðsynlcgra aðvarana um skaðlcgar
aukaverkanir. Einnig cru dæmi um
auglýsingaherferðir er ciga að auka sölu
lyfja sem eru misnotuð og fátækir hafa
varla efni á að kaupa.
Tilraunir með börn
í nokkrum tilfellum hafa
lyfjafyrirtækin orðið að viðurkenna
hinar óprúttnu söluaðferðir. Þau reyna
að verja sig með því að aðferðir þeirra
túlki þrátt fyrir allt hærri siðfcrðilcgan
mælikvarða en lagður sé til grundvallar
lögum viðkomandi landa.
Önnur dæmigerð tilraun til varnar
hljóðar svo: „í raun og veru stendur
valið um það að í þriðja heiminum verði
alls engin lyf cða að tekin verði sú
áhætta sem fylgir cftirlitslausri
lyfjasölu." Lyfjafyrirtækin álíta scm
sagt málið snúast um val á milli dauða
og lækningar með aukaverkunum.
Tilraunir Ciba-Geigys á egypskum
börnum sýna þó að málið cr ekki svo
cinfalt. Þetta svissneska lyfjafyrirtæki
llutti viljandi óvarin börn út á akur sem
síðan var sprautað á skordýraeitrinu
Gálecron. Tilgangurinn var að mæla
eiturmagnið í þvagi barnanna. Síðan
hefur komið í Ijós að Galecron getur
valdið krabbameini.
Ciba-Geigy segir nú að egypska
tilraunin hafi verið einstök mistök sem
fyrirtækið harmi. En fyrirtækið heldur
því fram að tilraunin á börnunum hafi
verið framkvæmd með fullri vitneskju
egypskra yfirvalda.
Breska lyfjafyrirtækið 1C1 er ábyrgt
fyrir öðru atviki. Það fyrirtæki setti
stórhættulcgt lyf á markaðinn sem
undralyf handa vjannærðum börnum í
Bangla Desh, en áður hafði lyfið verið
notað á ólöglegan hátt til að „dópa"
íþróttamenn og veðhlaupahesta.
Hættulegt lyf
Niðurgangur er mikið vandamál í
þriðja heiminum og lyfjabúðir eru
yfirfullar af meðulum sem cnginn
vestrænn læknir mundi láta sig dreyma
um að gcfa sjúklingum sínum.
Þetarbandaríska lyfjafyrirtækið G.D.
Searlc setti Lomotil, sem er mcðal gegn
niðurgangi, á bandarískan markað
■ Börnin í þriðja heiminum þurfa ekki einungis að h'ða hungur og farsóttir. Þau
eiga einnig á hættu að vera notuð sem tilraunadýr alþjóðiega lyfjaiðnaðarins.
kröfðust yfirvöld þess að pakkningunni
skyldi fylgja aðvörun um að alls ekki
mætti gefa börnum undir tveggja ára
aldri lyfið.
Nú er það sannað að Lomotil er selt
í þróunarlöndunum án þessarar
aðvörunar. Lyfið er mjög stemmandi
en það er að dómi lækna versta
hugsanlega aðferð til að lækna hitabeltis
niðurgang. Harðlífið sem lyfið veldur
„bindur" bakteríurnar án þess að drepa
þær. Rétta lækningaaðferðin - og einnig
sú ódýrasta - felst ósköp einfaldlega í
því að drekka mikinn vökva.
Oxfam staðhæfir að þessi dæmi sýni
aðeins toppinn á ísjakanum. Starfsmenn
stofnunarinnar eru sannfærðir um að
við hlið sérhvers máls sem er afhjúpað
og fært á skýrslur séu þúsundir annarra
sem ekki komist upp.
Góður bisness
Oft á tíðum eru það sömu fyrirtækin
sem versla með lyf og skordýraeitur.
Sala skordýraeiturs hefur minnkað mjög
verulega í hinum vestræna heimi. Þess
vegna hafa framleiðendur þess þurft að
sækja stöðugt fleiri viðskiptavini til
þróunarlandanna og þeir víla engar
söluaðferðir fyrir sér svo fremi sem þær
færi þeim aukinn gróða.
Lyfjasalan er enn mikil á
vesturlöndum. En kostnaðurinn við
samkeppni lyfjafyrirtækjanna og þróun
nýrra lyfjategunda er svo mikill að
fyrirtækin verða sífellt að útvega sér
meiri tekjur í þriðja heiminum.
Og það er góður bisness að selja lyf
ogskordýraeitur í fátæku löndunum. Á
hverju ári fara 20-30% af heimsneyslu
þessara efna til þriðja heimsins.
Lyfjafyrirtækin halda því fram að
tekjur þeirra af sölunni í
þróunarlöndunum séu mjög lágar. Þau
vilja þó ekki skýra frá því hversu lágar
þær eru. En alkunna er að
lyfjaiðnaðurinn notar einungis 1% af
rannsóknarkostnaði sínum til þess að
berjast gegn þeim sjúkdómum sem
herja á þróunarlöndin.
Ljóst er að þó að gróðinn sé ef til vill
hlutfallslega lítill þá rennur hann alla
vega í vasa lyfjaiðnrekenda án þess að
þeir þurfi að kosta miklu til.
■ Derek Frccman, mannfræöingur
frá Nýja-Sjálandi hefur valdiö miklum
umræðum og deilum meðal fræðimanna
með þeirri staðhæfingu sinni að hinn
áhrifaríki bandaríski mannfræðingur,
Margaret Mead, hafi byggt kenningar
sínar á röngum lörsendum. Hann
heldur því fram aö víðfræg skýrsla
hennar um kynlíf íbúanna á
Samóaeyjum sé algjörlega röng. Hann
býr sig nú undir að vcrja skoöanir sínar
í Bandaríkjunum þar sem .Dr. Mead.
sem lést fyrir fjórum árum, hcfur verið
nokkurs konar þjóðhetja í hálfa öld.
Freemaii/ scm cr 66 ára gamall
fyrrverandi prófessor í mannfræði viö
Ríkisháskólann í Ástralíu, vegur að
rannsóknum Margaret Mead í bók sem
kemur út í næsta mánuði og nefnist
Margaret Mead and Samua: The
Making and Unmaking of an
Anthropological Myth. Þegar fréttir u m
Voru
ástir
innihald bókarinnar láku til New York
Times í síðustu viku ákvað Harward
University Press að flýta útgáfunni um
nokkrar vikur og bað Freeman að flj úga
til Ameríku til þess að koma fram í
sjónvarpi.
Freeman segir: „Kenningar Margaret
Mead hafa valdið ómetanlegu tjóni. Þær
hafa verið notaðar til að koma á
framfæri á Vesturlöndum staðhæfingum
sem eiga ekki við rök að styðjast. Þær
hafa blekkt heilar kynslóðir stúdenta."
Freeman bcinir spjótum sínum að
bókinni Coming Of Age In Samoa sem
Mcad skrifaði 1928. Útkoma þcirrar
bókar leiddi til þess að Mead varð ein
af fremstu mannfræöingum heimsins.
Þremur árum áður, 23 ára gömul, hafði
Mead farið til Samóaeyja í Kyrrahafi til
þess að rannsaka þar lífshætti
pólynesískra kvenna á unglingsaldri. Á
Mannfræði Margaret Mead sætir harðri gagnrýni:
staðhæfingar um frjálsar
á Samóaeyjum blekking?
■ Margaret Mead (t.v.) ásaml vinkonu sinni frá Somóaeyju
gert stjarnfræðilegar skyssur og að ég
yrði að skrifa rit sem hafnaði
kenningum hennar."
Freeman eyddi miklu af tíma sínum
næstu 42 árin í heimildasöfnun og fór
margar ferðir til Samóaeyja en hann
talar mál innfæddra. Þcgar hann var við
iiáskólanám í London og Cambridge
fékk hann aðgang að skjalasafni
Trúboðafélags Lundúna en meðlimir
þess félagsskapar höfðu heimsótt
Samóaeyjar á fimmta áratug nítjándu
aldar, skömmu áður en Bretland,
Þýskaland og Ameríka hófu að deila
um hverjum bæru yfirráð eyjanna.
„Mead hélt því fram að eyjaskeggjar
væru ekki trúaðir," sagði hann, „en hún
komst aldrci í tæri við þessi
þýðingarmiklu skjöl. En í raun og veru
kunna íbúar Samóaeyja Biblíuna aftur
á bak og áfram. Það höfðu þeir upp úr
sem hún og stuðningsmenn hennar í
háskólanum í New York höfðu
fyrirfram. Hann álítur hana ekki hafa
sagt nema hálfan sannleikann er hún
sagðist tala tungu innfæddra og hafa
búið á meðal þeirra: í rauninni hafi hún
búið hjá ameríkönum sem fluttir voru
til Samóaeyja („henni fannst matur
innfæddra of sterkur og kaus heldur að
lifa á bandarískum dósamat") og tók
viðtöl sín í vinnuherbergi sem hún hafði
í bandarísku herstöðinni á
Samóaeyjum. Freeman hcldur að þær
fimmtíu unglingsstúlkur. sem Margaret
Mead talaði við og byggði bók sína að
mestu á, hafi að öllum líkindum skáldað
upp sögur af frjálslegu kynlífi sínu til
þess að stríða henni - en íbúar
Samóaeyja séu mjög stríðnir. „Verk
mitt er byggt á rannsóknum", segir
hann, „Margaret Mead treysti á
heimildarmenn. Ég geri ekki ráð fyrir
þeim tíma greindi mannfræðinga og
sálíræðinga mjög heiftarlega á um það
hvort mannleg hegðun væri líffræðilega
skilyrt eða ákvæöist af menningarlegum
þáttum. Lærifaðir Mead. prófcssor
Franz Boas við Columbia háskólann í
New York tilheyrði síðaðri hópnum.
Níu mánuðum síðar sneri Mead aftur
til Ameríku og lýsti samfélaginu á
Samóaeyjum sem friðsömu, lausu við
trúarlegar deilur og afbrýðisemi. Hinir
ungu íbúar Samóaeyja sem hún
skrifaði um bjuggu í paradís' frjálsra
ásta þar sem nauðganir þekktust ekki.
meydómur var ekki álitinn mikilvægur
og kynferðisleg tryggð var spottuð. Ef
mannlegar verur væru skilyrtar
líffræðilega, sagði hún. þá væru
unglingarnir á Samóaeyjum jafn
oísafengnir og árásargjarnir og
bandarísk æska en ekki eins Ijúfir og
raun bar vitni.
Kenningar hennar hjálpuðu
umhverfissinnum til að enda deiluna og
urðu viðtekin skoðun í nær öllum
kennslubókum og uppsláttarritum.
Freeman segist sjálfur hafa verið
sannfærður skoðanabróðir Mead þegar
hann fór fyrst til Samóaeyja á fjórða
áratugnum að loknu námi sínu í
sálarfræði í Nýja-Sjálandi.
„Ég bjóst við því að ég mundi
staðfesta kenningar hcnnar. En þess í
stað uppgötvaði ég mikið ósamræmi. I
stað ástar í skugga pálmatrjáa komst ég
að raun um skírlífis dýrkun meðal
stúlkna á Samóaeyjum. í stað engra
nauðgana kom í Ijós að nauöganir eru
þar 2'k sinni fleiri en í Bandaríkjunum.
Ég var orðlaus af undrun. Árið 1941 var
ég orðinn sannfærður um að hún hefði
samskiptum sínum við
Trúboðafélagið."
En það var ekki fyrr en 1981 að hann
var orðinn nógu viss í sinni sök til að
láta niðurstöður rannsókna sinna á
þrykk út ganga, eftir að upp á yfirborðið
kom mjög mikilvægur vitnisburður sem
studdi tilgátur hans. Þetta voru
opinberar skýrslur um nauðganir sem
framdar voru á Samóaeyjum árið sem
Mead vann að rannsóknum sínum á
eyjunum og skýrsla amerísks leiðangurs
á sama tíma sem lýsir íbúum Samóaeyja
á þann hátt að á meðal þeirra ríki mikill
samkeppnisandi og þeir séu mjög
trúaðir.
Hvernig gátu þá Margaret Mead
orðið á önnur eins mistök? Freeman
hcldur því fram að hún hafi haft
rómantískar hugmyndir um Kyrrahafið
og hafi viljað staðfesta þær hugmyndir
því að Mead hafi logið. Ef um
blekkingu var að ræða þá var það
sjálfsblekking. Líklega var hún höfð að
leiksoppi."
Freeman hitti Mead í fyrsta sinn í
Canberra árið 1964oggreindi henni þá
frá þeirri vitneskju sem hann hafði aflað
sér. „Hún var mjög slegin vegna þess
sem ég sagði henni." Þau hófu að
skrifast á og í ágúst 1978 bauð hann
henni að lesa uppkast að bók sinni. Hún
svaraði ekki. Þremur mánuðum síðar
lést hún úr krabbameini í New York.
í bók sinni hafnar Freeman aðferðum
og fræðistörfum Mead en gætir þess þó
að veitast hvergi að.henni persónulega.
Hann tekur heldur ekki einstrengislega
afstöðu í deilum umhverfis - og
erfðasinna og telur að báðir aðilar hafi
nokkuö til síns máls.