Tíminn - 13.02.1983, Qupperneq 25

Tíminn - 13.02.1983, Qupperneq 25
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. ■ í Portoroz í Júgóslavíu s.l. sumar. Þar var Ásta leiðsögumaður, en Einar Örn og bömin áttu náðuga daga í sumarleyfinu. ■ Hann er einbeittur við skriftirnar hann Ingvi Snær, enda um að gera að vanda sig. ■ Líkast til eru þau feðginin að spila Olsen-Olsen. ■ O-flokkurinn leiddi ýmislegt gott af sér: „... meðal annars þetta, að við Ásta skyldum kynnast.“ ■ Ingvi Snxr er einmitt á þeim aldrí þegar brosið er svo sætt... fannst égvera orðinn svo háaldraður þegar ég var tvítugur og alltof gamall til að fara í auglýsingateiknun. Á þeim árum fór fólk í myndlistaskóla eftir landspróf eða gagnfræðapróf en það, hefur breyst og nú fer fólk í myndlista- skóla á öllum aldri.“ Við skiljum nú í bili við Einar Örn háaldraðan, til að æska Ástu Ragnheiðar fari ekki forgörðum. Flugfreyja samhliða Háskólanámi „Ég er fædd í Reykjavík", segir Ásta, „en bjó til sjö ára aldurs á Reykjum i Mosfellssveit. Þar er nokkurs konar ættarheimili, en afi minn, Bjarni Ás- geirsson fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins, ráðherra og síðar sendi- herra, byggði Reyki. Faðir minn er Jóhannes Bjarnason verkfræðingur og móðir mín heitir Margrét Ragnarsdóttir og er húsmóðir. Ég fór í Menntaskólann í Reykjavík, þar var mikið félagslíf og ægilegt fjör. Ég heyri þó þegar Einar talar um Laugarvatn að það hefur verið mjög ólíkt að vera í þessum tveimur skólum. MR-ingar bjuggu yfirleitt í foreldrahús- um og höfðu því miklu meiri fjárráð en Laugvetningar, sem eyddu öllum sínum peningum í mötuneyti skólans. Foreldr- ar mínir segja að ég hafi skemmt mér óskaplega mikið á mcnntaskólaárunum og þau höfðu reyndar í hyggju að senda mig á Laugarvatn þegar þeim þótti keyra úr hóft, en það varð nú (jkkert úr því og við Einar kynntumst ekki fyrr en eftir stúdentspróf. Ég fór svo í ensku og félagsfræði í Háskólanum og var þar í þrjú ár. Einn veturinn var ég reyndar flugfreyja líka, en ég byrjaði að fljúga sumarið eftir stúdentsprófið og flaug síðan alltaf á sumrin á meðan ég var í skóla. Þennan vetur sem ég flaug voru tvær aðrar stelpur í enskunni líka flugfreyjur og við gátum unnið þetta dálítið saman, skipst á stílum og glósum, en í rauninni er alveg ófært að vinna svona með námi. Ég var alltaf með annan fótinn í útlöndum um þær mundir og reyndi að ferðast eins mikið og ég gat því að ég fékk afslátt á flugmiðum þegar einhver sæti voru laus.“ - Hvenær kom Einar svo til sögunnar? „Við kynntumst í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningamar 1971, þekkt- umst reyndar í sjón áður því við vorum bæði í félagsfræðinni í Háskólanum. Við vorum bæði í framboði fyrir O-flokkinn, ég var í þriðja sæti í Reykjavík og Einar í öðru sæti í Suðurlandskjördæmi. Þetta var alveg stórkostlegur tími, við héldum framboðsfundi í þeim kjördæmum sem við buðum fram í, en auk Reykjavíkur og Suðurlands buðum við fram í Reykjaneskjördæmi. Það var feikilegt fjör á þessum fundum“, segir Ásta og brosir breitt við edurminningunni. „O-flokknum voru engin mál óviðkomandi...“ „Þetta var náttúrlega grínflokkur, en sumir segja að við höfum komið vinstri stjórninni á. Framboðið fékk góðan hljómgrunn, við fengum 2% atkvæða á landsvísu þó við byðum bara fram í þrcmur kjördæmum," segir Einar. - Hver voru helstu baráttumál O- flokksins? „Þcssum flokki voru engin mál óvið- komandi,“ segir Ásta, „og engin mál heilög heldur," bætir Einar við, „flokk- urinn samanstóð af ungu fólki sem var að gera at í flokkakerfinu. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt hafði verið gert hér á landi og það hefur ekki tekist eins vel þegar það hefur verið reynt síðan. Svona er eiginlega ekki hægt að gera nema einu sinni. Flokkarnir vissu ekki hvað þarna var á ferðinni og vissu þar af leiðandi heldur ekki hvernig þeir áttu að bregðast við. Þetta byrjaði eins og hver annar brandari en leiddi þó ýmislegt gott af sér, meðal annars þetta, að við Ásta skyldum kynnast." - Varstu ekki lengi viðloðandi plötu- kynningar, Ásta? „Ég var einn fyrsti kven-plötusnúður- inn á tslandi. Var fyrst í Glaumbæ og síðan í Tónabæ og Klúbbnum. Þetta var um það leyti sem ég var í Háskólanum. Þá var ég líka flugfreyja og keypti alltaf nýjustu plöturnar í Ameríku, því þá var ekki farið að flytja eins mikið af plötum inn og nú er gert. Svo byrjaði ég hjá útvarpinu með því að leysa Pétur Steingrímsson og Dóru Ingvadóttur af með þáttinn „Á nótum æskunnar", ásamt Stefáni Halldórssyni, sem var með mér í félagsfræðinni. Síðan var ég með unglingaþætti í sjónvarpinu árið 1971, ásamt Ómari Valdimarssyni, Jó- hanni G. Jóhannssyni og Jónasi R. Jónssyni. Það hefur alltaf loðað við mig, að ég veit ekki af fyrr en ég er komin út í einhverja bölvaða vitleysu, með ótal verkefni á herðunum. En það er gaman að þessu og maður má ekki hika við að breyta til og takast á við allt mögulegt." - Hvað varst þú að gera Einar á meðan Ásta var að fljúga og kynna plötur? „Ég var í félagsfræðinni og lauk BA-prófi í henni. Ég starfaði líka smávegis í háskólapólitíkinni. Ég var ráðinn ristjóri Stúdentablaðsins 1971-72 og var í 1. des.-nefnd síðara árið. Þá var hörkubarátta á milli hægri og vinstri manna.vinstri menn voru að ná völdum sem þeii héldu síðan í tíu ár. Það var oft ansi heitt í kolunum. Ég barðist náttúrlega með vinstri mönnum, því ég hef alltaf verið vinstri maður, hvað sem öðru líður. Við breyttum Stúdentablað- inu í núverandi form, en áður var það glansnúmer sem birti greinar eftir aldna stjórnmálamenn og var gefið út tvisvar á ári.“ „Ég hafði hins vegar aldrei tíma til að ijúka BA-prófinu,“ segir Ásta - og þykir víst engum mikið! - „ég átti barn þarna í miðjum klíðum og það kom sér þá mjög illa að við skyldum bæði vera í sama náminu, því við vorum. saman í tímum og prófum og gátum þar af leiðandi ekki skipst neitt á, svo var bara enga pössun að hafa. Við ákváðum því að annað hvort okkar yrði að hætta. Ég ætlaði alltaf að taka þráðinn upp aftur, en það hefur nú ekki enn gefist tími til þess. Haustið 1974 fórum við austur á Hellu og kenndum í gagnfræðaskólanum þar í tvö ár.“ „Sérstaklega góðir nemendur í Fiskvinnslu- skólanum...“ „Það var ósköp rólegt og gott að vera á Hellu," segir Einar, „og við sætum þar eflaust enn ef við hefðum ekki rifið okkur upp, en þetta var heldur svona tilbreytingarlaust. Ég rak þó um tíma árangurslausan áróður fyrir því að fara út á land á sumrin sem landvörður." „Ég er alltof mikil félagsvera til að geta einangrað mig þannig, mér finnst nauðsynlegt að vera innan um fólk. Það er líkast til þess vegna sem fararstjóra- starfið á svo vel við mig, mér finnst svo gaman að kynnast nýju fólki,“ segir Ásta. - Fóruð þið í fararstjórnina eftjr dvölina á Hellu? „Nei, nei,“ segir Ásta, „þegar við komum aftur í bæinn var Ingvi Snær þriggja mánaða og ég fór beint í, ásamt Hjalta Jóni Sveinssyni, að sjá um „Út og suður“, sem var 4 V4 tíma útvarpsþátt- ur í beinni útsendingu á hverjum laugardegi. Þetta var fyrsti laugardags- síðdegisþátturinn í þessum dúr. Hann var alltof langur og var síðar styttur niður í þrjá tíma. Þetta var ógurlega mikil törn inni í loftlausu þularherbergi og enginn tæknimaður lengi vel vegna yfirvinnubanns. Nú eru alltaf tveir tæknimenn í svona þáttum og sér stúdíó. En þetta var skemmtileg vinna, ég ferðaðist mikið um landið, en varð að hætta með barnið á brjósti vegna þess hversu vinnan var mikil. Ég gat einungis stundað þessa vinnu vegna þess að Einar var heima á daginn þetta sumar. Við keyptum nefnilega íbúðina um vorið, tilbúna undir tréverk, og Einar var í því að gera hana íbúðarhæfa og passa börnin. Við gátum flutt inn um mitt sumarið og íbúðin var svo tilbúin um haustið. Um veturinn fór ég svo að kenna í Fiskvinnsluskólanum og kenndi þar næstu þrjá vetur. Þar eru nemendur á öllum aldri, frá 17 ára til sextugs og ákaflega gaman að kenna þeim. Þetta voru sérstaklega góðir nemendur og þeir hafa alltaf haldið tryggð við mig síð'an. Nú eru þau orðin verkstjórar og frysti- húsastjórar út um allt land og mér þykir mjög vænt um að margir þeirra heim- sækja mig þegar þau koma til Reykjavík- ur. Þannig get ég haldið sambandinu við þau og einnig fylgst með þessari undir- stöðuatvinnugrein okkar, sem mér finnst mjög mikils virði. I Fiskvinnsluskólanum kenndi ég ís- lensku, ensku, dönsku og þýsku. Annars er ég stúdent úr stærðfræðideild, en Einar úr máladeild. Þessa vetur keyrði ég héðan úr útjaðri Breiðholtsbyggðarinnar suður í Hafnar- fjörð í öllum veðrum, stelpan var á lcikskóla en strákurinn í pössun. Ég verð að segja að ég finn mjög til með konunum hérna í hverfinu, þegar ég sé þær fara út með kappklædd börnin, fyrir klukkan átta á morgnana, jafnvel bíð- andi eftir strætó. Það er alveg voðalegt að þurfa að rífa þau svona upp eld- snemma og í öllum veðrum." „Ég byrjaði að vinna á Þjóðviljanum sumarið ’76“, segir Einar, „fyrst á kvöldvöktum í síðulestri, svo prófarka- lestri, þá fór ég í útlitsteiknunina og því næst í útlitsteiknun og blaðamennsku til helminga. Það rakst illilega á svo að það endaði með því að ég fór eingöngu í blaðamennskuna. Fyrsta veturinn minn á Þjóðviljanum var ég einnig með útvarpsþætti síðdegis á Iaugardögum.“ „Fréttaefnið er allt búið að fara í gegnum engilsaxneska síu áður en það berst okkur í hendur...“ „Ég hætti á Þjóðviljanum í janúar 1981 og gerðist fréttamaður hjá útvarp- inu, en þá var ég reyndar búinn að vinna þar sem afleysingaþulur frá því haustið ’79 og var því kominn þangað með annan fótinn. - Er einhver munur á því að vinna við blað og útvarp? „Það er gerólíkt. Á blaðinu var ég í innlendum fréttum, en útvarpið vantaði mann í erlendar fréttir og ég var því settur í þær. Útvarpsfréttamennskan er öðruvísi og það er mjög gaman að henni, við erum t.d. nær alltaf fyrstir með fréttirnar, enda eru níu fréttatímar á dag. Mér fannst það mikil pressa fyrst miðað við blaðið, sem er einungis gefið út einu sinni á dag. Við verðum líka að skrifa fréttirnar á allt annan hátt, nota miklu knappari stíl. Við verðum alltaf að hugsa um það hvernig fréttin er í upplestri, t.d. geta langar setningar sem eru alvcg gjald- gengar á prenti orðið hreint ómögulegar í upplestri. Það er einnig munur á því að vera í innlendum eða erlendum fréttum. í erlendu fréttunum situr maður bara á sínum rassi og les fréttaskeyti og erlend blöð. Fréttirnareru kannski oft bitastæð- ari, cn vinnan er meiri rútínuvinna og maður fer varla út úr húsi. Núna er ég svo nýbyrjaður í innlendum fréttum og er þá miklu meira verið á ferðinni. Við fáum fréttirnar ekki upp í hendurnar, heldur verðum oft að sækja þær út í bæ.“ - Hvaðan fær útvarpið crlendar fréttir? „Við fáum fréttaskeyti frá Reuter og AP og hlustum einnig mikið á BBC. Ef þessar fréttastofur eru góðar heimildir, hljótum við líka að vera með áreiðanleg- ar fréttir. Að vísu cru þetta allt engilsax- neskar heimildir, fréttaefnið er allt búið að fara í gegnum engilsaxneska síu áður cn það berst okkur í hendur, þannig að það cr oft einkennilegt að sjá ásakanir um kommúnisma og skemmdarverka- starfsemi á fréttastofu útvarpsins í dálkum eins og Velvakanda. Það sam- særi hlýtur þá að vera ansi víðtækt, því að við erum háð þessari síu um fréttaflutning. Það er mikill galti hvað fréttaþjónust- an frá Norðurlöndum er léleg. Það hefur lengi staðið til að taka upp samstarf við dönsku fréttastofuna Ritzau, en ekkert orðið af því enn. Fyrir mörgum árum voru beinar skeytasendingar frá norsku fréttastofunni NTB, en nú fáum við hcimildir okkar einungis frá fréttaritur- um útvarpsins, þar sem þeir eru. Þetta finnst mér vera mjög bagalegt og raunar fáránlcgt, því að þessi lönd standa okkur næst. „Útvarpið er að mörgu leyti mjög skemmtilegur miðill...“ Útvarpið er að mörgu leyti mjög skemmtilegur miðill, en ég sakna hand- verksins, prentsvertunnar og grafískra hliða blaðanna. Sem gamall útlitsteikn- ari hef ég alltaf mikinn áhuga á þeim. Nú þarf maður líka hvorki að semja fyrirsagnir né velja myndir. Það má ef til vill frekar líkja blaði við útvarpið sem heild. Ég sakna þess oft að geta ekki tekið lengri viðtöl. í útvarpinu er endalaust skorið niður, það er miklu meira pláss í blöðunum. í útvarpinu vélrita ég fréttina og fer með hana til

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.