Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2018, Page 4

Víkurfréttir - 22.03.2018, Page 4
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. mars 2018 // 12. tbl. // 39. árg. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Orgelnefnd Keflavíkurkirkju stendur fyrir hátíðarkvöldverði og tónleikaveislu í Hljómahöll föstu- daginn 20. apríl þar sem fjöldi þekktra tónlistarmanna er tengjast kirkjunni koma fram en markmiðið er að ljúka söfnun fyrir endurbótum orgelsins sem eru orðnar aðkallandi þannig að drottning hljóðfæranna geti sinnt hlutverki sínu fyrir kom- andi kynslóðir. Allir þeir sem koma að verkefninu munu gefa vinnu sína og rennur allur hagnaður óskiptur í orgelsjóð. „Keflavíkurkirkja hefur mótað um- gjörðina um stærstu stundir ein- staklinga í bænum frá vöggu til grafar. Þar skiptir tónlistin miklu máli og er nýtt orgel kærkomið. Því leitum við því til bæjarbúa um aðstoð,“ sagði Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur sem er bjartsýn á að viðgerðir á orgeli kirkjunnar geti hafist á árinu. Orgelsjóður Keflavíkurkirkju var stofnaður 2. febrúar 1995 í minn- ingu Árna Vigfúsar Árnasonar sem var formaður sóknarnefndar Kefla- víkursóknar um árabil. Lítið var í sjóðnum framanaf en nú hafa safnast ríflega 20 milljónir en gert er ráð fyrir að viðgerð á orgelinu kosti 26 milljónir. Til samanburðar má geta að nýtt hljóðfæri myndi kostar um 60 milljónir. Miðar á hátíðarkvöldverðinn verða seldir til fyrirtækja og fara í almenna sölu föstudaginn 23. mars. Miðaverð er kr. 10.000 og fer miðasala fram í Keflavíkurkirkju. Hátíðarkvöld- verður og tónleika- veisla í Hljómahöll -lokahnykkur í söfnun til endurbóta orgels Keflavíkurkirkju Arnór Vilbergsson organisti Keflavíkurkirkju við orgelið. VF-mynd: Hilmar Bragi Skeljungur hefur lagt inn umsókn til Reykjanesbæjar um uppsetningu aðstöðu til vetnissölu á lóð sinni Fitjar 1 í Reykjanesbæ. Umhverfis- og skipulagsráðs Reykja- nesbæjar hefur afgreitt erindið og fellur það að skilmálum deiliskipulags fyrir reitinn. Í afgreiðslu ráðsins er lýst ánægju með þetta skref í um- hverfismálum og það samþykkt. VETNI Á FITJAR Eldsneytisafgreiðsla Skeljungs að Fitjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Orlofshús VSFK sumar 2018 Ný orlofssíða VSFK orlof.is/vsfk er komin á vefinn. Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 3 hús í Svignaskarði (veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 2 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum (gæludýr leyfð) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá föstudeginum 25. maí til og með föstudagsins 24. ágúst 2018. Félagsmenn geta farið inn á www.orlof.is/vsfk og skráð sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum, fylla skal út sumarumsókn með allt að 6 valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofshús (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 fimmtudaginn 5. apríl 2018. Úthlutað verður 6. apríl samkvæmt punktakerfi. Niðurstaða verður tilkynnt með tölvupósti til félagsmanna sem sækja um. Orlofsstjórn VSFK Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Fræðsluráð Reykjanesbæjar hvetur til þess að tekin verði upp umræða meðal fagaðila um að endurskoða tilgang og fram- kvæmd samræmdra prófa. Þetta er niðurstaða umræðu sem fram fór í fræðsluráði Reykjanesbæjar sl. föstudag. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti þá stöðu sem upp er komin vegna annmarka á framkvæmd samræmdra könn- unarprófa sem lögð voru fyrir nemendur í 9. bekk nýlega. Fræðsluráð bæjarins felur Helga Arnarsyni að vinna málið með starfsfólki fræðslusviðs Reykja- nesbæjar og skólastjórnendum. Tilgangur og framkvæmd sam- ræmdra prófa til skoðunar Hraðaksturinn kostaði 130 þúsund Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lög- reglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók var ökumaður um tvítugt sem mældist á 146 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarks- hraði er 90 km á klukkustund. Ökumannsins unga bíður 130.000 króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í öku- ferilsskrá. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af fjórum bifreiðum vegna vanrækslu varðandi skoðun eða tryggingar og einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 Lokaskil auglýsinga í páskablað Víkurfrétta er mánudaginn 26. mars kl. 12:00 Dreifum í öll hús á Suðurnesjum fyrir páska.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.