Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2018, Síða 24

Víkurfréttir - 22.03.2018, Síða 24
24 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. mars 2018 // 12. tbl. // 39. árg. Aðalstræti – ys og læti Það var reyndar Austurstræti, en systir hans afa rak mat- sölu í Aðalstræti, einskonar Tjarnarkaffi eða Réttinn, það er önnur saga. Ég er ánægður með líflínuleiðina í bænum sem liggur frá Duushúsum í Keflavík og út á Stapa í Njarðvík. Þetta er aðal- æðin í bænum og ég vill að hún heiti Aðalstræti (Mainstreet) og ná frá Duus og koma í stað Duusgötu, Hafnargötu, Njarðarbrautar, Tjarna- brautar og Dalsbrautar. Þetta yrði lengsta Aðalstræti á Ís- landi og þó víðar væri leitað. Þá fengi setningin sem kennd er við húsið Street „up the street“ aftur merkingu. Við eigum líka að virkja þetta Aðal- stræti með sér strætóleið sem æki fram og til baka frá morgni til kvölds. Þetta yrði leið 1 eða Aðalleið. Þetta yrði til mikilla hagsbóta fyrir ýmsa hópa. 1. Innri Njarðvíkingar yrðu betur fé- lagslega tengdir við restina af bænum. 2. Þetta myndi létta á umferð um Aðal- stræti þar sem fleiri myndu nota sér strætó. 3. Þetta yrði til mikilla hagsbóta fyrir verslun og þjónustu á öllu Aðalstræti. 4. Ferðalangar erlendir sem íslenskir hefðu mjög marga möguleika til að hoppa á og af strætó og skoða t.d. Duus, fara á kaffihús eða matsölustaði og versla í gamla bænum, Ráðhúsið, Villapulsu, fara á Heilsugæsluna, augnlæknirinn, í Stapafell, hótelin, Olsen, hafnirnar, pósthúsið, bankana, kaupfélagshöllina, Réttinn,Kentucky, Nettó, Miðstöð strætó (til að fara aðrar leiðir), Das, Hljómahöllina, Sælasjoppusvæðið, Fitjakjarnan, Stekkjakot, Víkingaheima, bæjar- tjaldsvæði, skóla og leikskóla og alla leið uppá Stapa. Aðalstræti yrði nýr möguleiki fyrir ferðafólk (hopp on off), upplagt að byggja upp skemmtilegt tjaldsvæði við Stekkjarkot og færa veginn sjávar- megin við það og nær Víkingaheimum. Það hafa sjálfsagt fleiri fengið þessa eða álíka hugmynd og er það gott, mér datt þetta í hug út frá t.d. Líflínunni, strætópælingum, Pósthússtræti og fl. Ég hvet unga fólkið sem er að fara í framboð til að skoða þessa hugmynd vel því ég held að hún sé góð, alla vega hefur hún ekki látið mig í friði. Önnur hugmynd tengd þessari er leiðin frá smábátahöfninni í Keflavík og með ströndinni framhjá Kefla- víkurhöfn eftir Bakkastíg og að höfninni í Ytri-Njarðvík mætti heita Hafnastræti. Auðvitað kostar þetta eitthvað en ég held að þetta myndi efla verslun, þjónustu og ferðamennsku, auk þess að auðvelda fólki að ferðast á milli bæjarhluta og sækja vinnu og skemmtun. Nafngiftir hafa ótrúlega mikið að segja þegar sameiningarmál eru ann- ars vegar, auk skipulagsmála. Aðalstræti ys og læti og fólk í strætó- sæti. Hjalti Örn Ólason áhugamaður um bætt mannlíf á Suðurnesjum. V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Hringur er flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Hann er hluti af góðu ferðalagi. S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U M S Ó K N A R F R E S T U R : 2 . A P R Í L U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru. Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Helstu verkefni eru eftirlit með tölvubúnaði í innritun og flugupplýsingaskjám, aðstoð við uppsetningu á vél- og hugbúnaði og uppsetningar og viðhald á tölvum, prenturum og öðrum jaðarbúnaði. Nánari upplýsingar veitir Axel Einarsson, deildarstjóri Kerfisþjónustu, axel.einarsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Góð þekking á Microsoft lausnum • Þjónustulund og hæfni til að vinna sjálfstætt • Þekking á IP og netkerfum er kostur • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli • Kostur að hafa lokið CompTIA A+ gráðunni Isavia óskar eftir kerfisstjóra í notendaþjónustu við tölvukerfi Isavia á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru notenda- þjónusta, uppsetningar og viðhald á tölvum, pantanir, skráning- ar og samskipti við birgja. Gríðarleg áhersla er lögð á uppitíma kerfa. Lögð er áhersla á að nota nýjustu tækni við að leysa flókin vandamál. Nánari upplýsingar veitir Axel Einarsson, deildarstjóri Kerfisþjónustu, axel.einarsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Kostur að hafa lokið MS prófgráðu eins og MCSA eða MCITP • Kostur að hafa lokið kerfisstjóranámi • Kostur að hafa lokið CompTIA A+ gráðu • Skilningur og þekking á Microsoft Windows umhverfi • Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum Við leitum að ábyrgum og úrræðagóðum einstaklingum með sjálfstæð vinnubrögð til að sinna störfum húsvarða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um framtíðarstörf er að ræða í krefjandi umhverfi. Unnið er á dag- og næturvöktum. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Freyr Borgarsson, hópstjóri rekstrarstjórnstöðvar, bjarni.borgarsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Aldurstakmark 20 ár • Nám í iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun/reynsla • Góð kunnátta í ensku og íslensku • Góð tölvukunnátta er skilyrði Isavia óskar eftir að ráða kerfisstjóra í net- og símamálum með góða þekkingu á Cisco netbúnaði og netkerfum. Kerfisþjónustan rekur eitt stærsta tölvu- og netkerfi á Íslandi. Gríðarleg áhersla er lögð á uppitíma kerfa. Lögð er áhersla á að nota nýjustu tækni við að leysa flókin vandamál. Nánari upplýsingar veitir Axel Einarsson, deildarstjóri Kerfisþjónustu, axel.einarsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Cisco CCNA gráða er kostur (R&S, Voice eða Wireless) • Þekking á búnaði frá Cisco og Palo Alto er kostur • Þekking á Cisco símaumhverfi er kostur • Þekking á Cisco WiFi er kostur • Almenn þekking á IP, Layer 2 og 3 samskiptum er æskileg K E R F I S Þ J Ó N U S T A S U M A R S T A R F K E R F I S S T J Ó R I Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I F R A M T Í Ð A R S T Ö R F H Ú S V A R Ð A K E R F I S S T J Ó R I N E T O G S Í M A M Á L A

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.