Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 12.04.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 12. tbl. // 39. árg.   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Helgihald í Njarðvíkurprestakalli 12. apríl til 18. apríl 2018. Ytri-Njarðvíkurkirkja Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 17. apríl kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 18. apríl kl.10:30-13:30. Njarðvíkurkirkja (Innri) Fjölskylduguðsþjónusta 15. apríl kl. 11:00. Samhliða guðsþjónustunni verður Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Heiðars og Péturs. Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 17. apríl kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarð- víkurkirkju (Innri) 12. apríl kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. SUNNUDAGURINN 15. APRÍL KL. 11 OG 14 Heiðarskólabörn verða fermd í hátíðarguðsþjónustu. SUNNUDAGURINN 22. APRÍL KL. 11 Myllubakkaskólabörn verða fermd í hátíðarguðsþjónustu. Í öllum fermingarguðsþjónustum syngur Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs organista. Sr. Fritz Már og sr. Erla þjóna ásamt messuþjónum HVER MIÐVIKUDAGUR KL. 12 Alla miðvikudaga í hádeginu er boðið uppá kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Arnór, Fritz og Erla leiða stundirnar. Gæðakonur bera fram súpu og brauð í Kirkjulundi að lokinni stund. Verið öll velkomin RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Miðvikudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður og skór. Rauði krossinn á Suðurnesjum Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur stuðning, vináttu og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu ÁSU EYJÓLFSDÓTTUR frá Sandgerði sem lést þriðjudaginn 20. mars 2018 og var jarðsett miðvikudaginn 28. mars 2018. Sérstakar þakkir til starfsfólks og íbúa á Hrafnistu Nesvöllum fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Dóra Garðarsdóttir Ögmundur Magnússon Guðmundur Garðarsson Brynhildur Guðmundsdóttir Geir Garðarsson Helga Ingimundardóttir Guðrún Garðarsdóttir Birgir Þórbjarnarson Eyjólfur Garðarsson Kristín Magnúsdóttir Hafdís Garðarsdóttir Einar Jónsson Jórunn Garðarsdóttir Hilmar Magnússon Garðar Garðarsson Kristín Bárðardóttir Sigurður Garðarsson Lilja Ármannsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Á sunnudag lýkur þremur sýningum í Duus Safnahúsum og því allra síðasti séns að líta við og skoða þessar glæsi- legu sýningar. Í listasal lýkur sýningunni Hjartastaður sem samanstendur af málverkum af Þingvöllum eftir marga af helstu myndlistarmönnum 20. aldar. Verkin koma öll úr einkasafni Sverris Kristinssonar og er sýningin framlag Listasafnsins í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi. Í Gryfju lýkur sýningunni Reykjanesbær, verndarsvæði í byggð? þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort ástæða sé til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ, svo sem gamla bæinn, vegna menningarsögulegs mikilvægis? Á sýningunni fá gestir einstakt tækifæri til að skilja sína skoðun eftir og eru allir hvattir til að taka þátt í þeirri „umræðu“. Í Stofunni lýkur sýningunni „Undir pressu“ sem er sam- sýning nokkurra félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykja- nesbæ. Verkin voru unnin með með óhefðbundnum grafíkaðferðum (Painterly Print) undir leiðsögn lista- konunnar Elvu Hreiðarsdóttur. Ókeypis aðgangur er á sýningarnar og opið er alla daga frá kl. 12-17. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Garðs leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipu- lagi við Rósaselstorg verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Aðalskipulag Garðs 2013–2030 hefur verið til meðferðar síðustu misseri. Meðal annars tillaga að breytingu vegna Rósaselstorgs, Garðvangs og hindrunarflata Keflavíkurflugvallar. Áform eru uppi um talsverða upp- byggingu við Rósaselstorg í landi Sveitarfélagsins Garðs. Þar eru uppi áform um byggingu verslunar- og þjónustumiðstöðvar. Gengið hefur verið frá samningum við fjóra aðila um rekstur í verslunar- og þjón- ustukjarnanum Rósaselstorgi sem áætlað er að rísi rétt við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Á meðal þeirra eru Nettó með matvöruverslun, Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 með veitingastaði og Olís með eldsneytissölu og þjónustu. Auk fjölbreyttrar þjónustu við erlent og innlent ferðafólk þá er þess vænst að staðsetning kjarnans geti verið gátt að ferðamannastöðum á Reykjanesi og fjölgað þeim erlendu ferðamönnum sem staldra við á svæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kaup- félagi Suðurnesja sem unnið hefur að opnun þjónustukjarnans og var birt haustið 2016. Samhliða mikilli fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur þörf fyrir fjölbreyttari verslun og þjónustu á flugvallarsvæðinu aukist. Greiðlega hefur gengið að fá rekstraraðila að verkefninu sem leigja munu rými í nýja kjarnanum en dregist hefur að hefja framkvæmdir þar sem enn er verið að hnýta lausa enda í skipulagi svæðisins. Þeir endar ættu að vera hnýttir með samþykkt aðalskipu- lagsins. ERTU BÚIN(N) AÐ SJÁ ÞETTA? Aðalskipulag vegna Rósasels- torgs sent til staðfestingar Áform eru uppi um talsverða uppbyggingu við Rósaselstorg í landi Sveitarfélagsins Garðs. Þar eru uppi áform um byggingu verslunar- og þjónustumiðstöðvar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.