Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 12.04.2018, Qupperneq 9
9FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 12. tbl. // 39. árg. Hljómahöll 20. apríl 2018 TIL STUÐNINGS ORGELSJÓÐI KEFLAVÍKURKIRKJU Húsið opnar kl. 19:30 Forréttir og létt tónlist Borðhald hefst 20:30 Dagskrá lýkur 23:30 Miðaverð kr. 10.000. Hátíðarkvöldverður og tónlistarveisla Miðasala er hafin og fer fram í Keflavíkurkirkju Það má búast við fjölmennum félagsfundi í Verslunarmannafélagi Suðurnesja á fimmtu- dagskvöld í Hljómahöll. Til fundarins er boðað til að ræða framlengingu skilafrests á framboðsgögnum til allsherjarkosningar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Fundur- inn er haldinn á grundvelli laga félagsins um að haldin skuli félagsfundur ef a.m.k. 50 fé- lagsmenn óska þess. Fyrir liggur slík beiðni. Samkvæmt ákvörðun stjórnar og trúnaðar- ráðs frá 5. febrúar var samþykkt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Auglýst var eftir framboðum og bárust tveir listar sem merktir voru A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi. B-listi upp- fyllti ekki, að mati kjörstjórnar, þau skilyrði sem sett eru fyrir framboði og úrskurðaði kjör- stjórn að einungis einn listi væri löglega fram borinn, A-listi, en í fundargerð kjörstjórnar frá 19. mars 2018 segir: „Einungis eitt fram- boð var löglega framkomið, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og er hann því sjálfkjörinn.“ Fundarefni félagsfundar VS á fimmtudagskvöld varðar framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslu við kosningu stjórnar og trúnaðarmannaráðs og ósk um framlengdan framboðsfrest. Einar Már Atlason hefur farið fyrir framboði B-lista en Tómas Elí Guðmundsson er for- mannsefni listans. Í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni á þriðjudagsmorgun sögðu þeir Einar Már og Tómas Elí að óánægja væri með störf Guðbrands Einarssonar ,formanns Verslunarmannafélags Suðurnesja, og að fólk vildi fá að kjósa í félaginu. Einar Már hefur skrifað tvær greinar um stjórnarkjörið í Víkurfréttir og Tómas Elí hefur ritað greinar á Stundina. Kosningabaráttan hefur hins vegar að mestu farið fram á samfélagsmiðlunum þar sem Sósíalistaflokkur Íslands tengist m.a. bar- áttunni með beinum hætti. Þar hafa þeir Einar Már Atlason og Þórólfur Júlían Dagsson, odd- viti Pírata í Reykjanesbæ, komið að málum. „Næsta hallarbylting er hafin,“ skrifar Einar Már Atlason á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands og deilir þar færslu frá „Vor í Versló“ sem er stuðningshópur B-lista framboðs í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Þórólfur Júlían skrifar á vegg Sósíalistaflokks Íslands að komið sé mótframboð í Verslunarmanna- félagi Suðurnesja af mjög öflugum aðilum og að hlaða þurfi í framboð fyrir Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og í Starfsmannafélag Reykjanesbæjar, þar á Þórólfur örugglega við Starfsmannafélag Suðurnesja. En hverju svarar Guðbrandur Einarsson, for- maður VS, óánægjuröddum sem Einar Már og Tómas Elí lýsa með störf formanns VS í viðtali við Í bítið á Bylgjunni? „Það er aldrei svo að maður sé óumdeildur en ég skil það hins vegar vel að þessir tveir séu óá- nægðir með mig. Ég er hins vegar alveg meðvit- aður um vaxandi óánægju í flugstöðinni vegna aukins álags á starfsmenn sem hefur vaxið verulega frá því að síðasti kjarasamningur var gerður. Það verður viðfangsefnið í næstu kjarasamningsgerð að takast á við það. Held hins vegar að fólk sé almennt ánægt með þá þjónustu sem við erum að veita félagsmönnum hér á skrifstofunni, sem hefur stöðugt verið að aukast og mun halda áfram að aukast.“ Þú hefur væntanlega séð umræðu á samfélags- miðlum og á síðu Sósíalistaflokksins um verka- lýðsmálin. Er Sósíalistaflokkur Íslands að reyna hallarbyltingu í Verslunarmannafélagi Suðurnesja? „Ég get engu svarað til um það en mér þykir það undarlegt að oddviti Pírata hér í Reykjanesbæ skuli vera að hvetja til mótframboða í stéttar- félögum hér á Suðurnesjum inn á þessari síðu Sósíalistaflokksins. Hlaða í mótframboð eins og hann orðar það svo smekklega.“ Það hafa verið ýmsar uppákomur síðustu daga og m.a. birtar upplýsingar um tengsl sitjandi stjórnar við atvinnulífið. Hvernig er þetta að snerta ykkur? „Allar þessar uppákomur hafa haft veruleg áhrif á starfsemi okkar hér á skrifstofunni og á starfsfólkið. Það gefur auga leið. Þessar meintu upplýsingar sem þú kallar svo, eru hins vegar ekkert annað en lúaleg aðferð þeirra félaga til þess að reyna að kasta rýrð á trúverðugleika okkar sem höfum starfað fyrir félagið. Það er engin synd að tengjast atvinnulífinu og margir launþegar hafa þannig tengingar, án þess að koma með virkum hætti að stjórnun og rekstri. Það eru hins vegar til dæmi þess að fólk hafi þurft að segja sig úr stjórn VS þegar að það fór úr hlutverki launþega í hlutverk atvinnurekenda. En að ég sé að planta atvinnu- rekendum í stjórn VS til þess eins að halda launakjörum félagsmanna niðri er auðvitað bara fáránlegt og sýnir best innræti þeirra sem halda slíku fram. Ég er giftur hárgreiðslukonu sem rekur hár- greiðslustofu og er ég þá sem helmingseigandi í öllu því sem konan mín á, orðinn atvinnu- rekandi skv. þeirra skilningi? Maki Tómasar Elí sem einnig bíður sig fram í varastjórn VS með Tómasi á skráð fyrirtæki. Er þá Tómas Elí sem skrifaði þessa makalausu grein á Stundina ekki orðinn vanhæfur til þess að bjóða sig fram fyrir hönd B-lista? Svona umræða þjónar auðvitað engum tilgangi og ekki þess virði að tekið sé þátt í henni. Reynum heldur að láta þetta snúast um það sem skiptir máli, þ.e. kjör okkar félagsmanna og þjónustuna við þá.“ Í viðtali við Í bítið á Bylgjunni sögðu þeir Einar Már og Tómas Elí að ef þeir komist til valda í Verslunarmannafélagi Suðurnesja þá ætli þeir að hafa félagið meira opið, setja meiri pressu á ríkisvaldið og alvöru baráttu um kaup og kjör. Guðbrandur Einarsson, formaður VS, hvetur fé- lagsmenn til að mæta á félagsfundinn í Hljóma- höll á fimmtudagskvöld og láta sig málið varða. FÉLAGSMENN LÁTI SIG MÁLIÐ VARÐA Búast við fjölmennum félagsfundi í Verslunarmannafélagi Suðurnesja á fimmtudagskvöld:

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.