Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Síða 10

Víkurfréttir - 12.04.2018, Síða 10
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg. Vorhátíð Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldin Sumardaginn fyrsta, fimmtud. 19. apríl, kl.15, í Gjánni við Austurveg 3 í Grindavík (viðbygging við íþróttahúsið, austanmegin). Kvenfélag Grindavíkur sér um veitingar, nemendur Tónlistaskólans koma fram og Suðurnesjamenn sjá um meiri tónlist og söng. Gjald kr. 2000 – Ath! engin posi á staðnum. Allir félagar á Suðurnesjum velkomnir! Taktu stefnuna með okkur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ boðar til fundar með bæjarbúum til að móta stefnuna og skerpa á málefnunum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Unnið verður í málefnahópum. Fundurinn verður haldinn í sal Réttarins, Hafnargötu 90, þann 12. apríl kl. 19:30 – 21:30. Vinnum saman að því að móta bæjarfélagið okkar Velunnarar Orgelsjóðs Keflavíkur- kirkju standa fyrir hátíðarkvöld- verði og tónleikaveislu í Hljóma- höll þann 20. apríl n.k. og er við- burðurinn lokahnykkur í söfnun til endurbóta orgels Keflavikurkirkju. „Orgel eru oft kölluð drottning hljóðfæranna og þaðan kemur heitið, Drottningin kallar en þetta höfuðhljóðfæri kirkjunnar hefur ekki getað sinnt hlutverki sínu sem skyldi um hríð – sem er bagalegt fyrir kirkju með jafn ríkt tónleika- starf og Keflavíkurkirkja,“ segir Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur Keflavíkurkirkju. Endurbætur orgelsins eru því að sögn sóknarprestsins orðnar aðkallandi en í stað þess að kaupa nýtt orgel sem er kostnaðarsamt var tekin ákvörðun um að gera við gamla hljóðfærið og vantar aðeins herslumuninn upp á að viðgerð geti hafist. Fyrirhugað er að gera á því endurbætur þar sem nýjum röddum verður bætt við og skipt um mikilvæga hluta hljóðfærisins. Þetta mun gefa því aukinn hljóm og í rauninni nýtt líf auk þess sem ásýnd söngloftsins mun breytast þar sem útlit orgelsins verður meira í sam- ræmi við bogalínur kirkjuskipsins. Allir þeir sem taka þátt í viðburð- inum gefa vinnu sína en fram kemur fjöldi tónlistarfólks sem vill styðja við þetta þarfa framtak. Að sjálfsögðu stígur kór Keflavíkurkirkju á svið og aðrir kórar sem starfa þar eins og Vox Felix og Skapandi starf en þar að auki munu aðrir þekktir tónlistar- menn og velunnarar kirkjunnar stíga á stokk. Að sögn Erlu vantar aðeins herslumuninn upp á að sóknin nái því markmiði að safna uppí þá tölu sem tilboð Björgvins Tómassonar, orgelsmiðs, hljóðar uppá. Fyrir aðeins fáeinum árum var fjarlægur draumur að ná þessu en sú staðreynd að komið er svo nálægt markinu er öðru fremur til marks um velvild íbúa á Suður- nesjum í garð Keflavíkurkirkju og samtakamátt. Án stuðnings þess hóps hefði þessu markmiði aldrei verið ná „Við gerum ráð fyrir glæsilegu kvöldi og tónlistarskemmtun og gestir geta um leið látið gott af sér leiða. Orgel- nefnd Keflavíkurkirkju hvetur fólk til að koma og njóta þessa kvölds og þannig styðja við verkefnið,“ segir sóknarpresturinn. Miðasala fer fram í Keflavíkurkirkju og er miðaverð kr. 10.000 sem rennur óskipt í Orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Nemendur í leiklistarvali Heiðar- skóla frumsýndu söngleikinn Pinnar & Púkar á árshátíð skólans þann 16.mars. Þær Guðný Kristjánsdóttir og Maria Óladóttir leikstýrðu krökk- unum eins og undanfarin mörg ár. Leikgerð Maríu Óladóttur er unnin upp úr söngleiknum Trolls og fjallar um, eins og nafnið gefur til kynna, Gleði-pinna og Fýlu-púka sem eru ólíkir á margan hátt en eiga samt svo margt sameiginlegt þegar alvara lífsins með öllum sínum kostum og göllum bankar upp á. Leikur, söngur, dans og gleði einkennir sýninguna og fara nemendur á kostum. Á hverju vori er sett á svið metnaðar- full sýning nemenda skólans og eru nemendur búnir að leggja hart að sér við uppsetningu sem þessa. Þess vegna var ákveðið að hafa tvær aukasýningar á þessu snilldarverki fyrir almenning og verða þær miðvikudagskvöldið 11. apríl og í kvöld, fimmtudagskvöldið 12. apríl á sal Heiðarskóla. Miðaverð er 1000 krónur og rennur allur ágóði sýningarinnar til nemenda skólans. Prestar Keflavíkurkirkju, þau Erla og Fritz og Arnór organisti við orgelið sem bíður endurbóta. VF-mynd/hilmarbragi. „Drottningin kallar“ í Hljómahöll – Styrktarkvöld vegna orgels Keflavíkurkirkju föstudagskvöldið 20. apríl GLEÐI-PINNAR & FÝLU- PÚKAR Í HEIÐARSKÓLA Grindvíkingurinn og bakarinn Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, keppir fyrir Íslands hönd á konditori-heims meist ara keppn inni sem fer fram í München í Þýskalandi í sept em ber. Grindavik.is greinir frá þessu. Hrafnhildur er dóttir Sigurðs Enokssonar, bakara í Grindavík og útskrifaðist hún sem bakari frá Menntaskólanum í Kópavogi og síðar konditor frá ZBC Ringsted á Sjálandi í Dan mörku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir þátt- takanda í þessa keppni og er hún á vegum UIBC sem er samband bakara og konditora um allan heim. Hrafnhildur Anna keppir á heimsmeist- arakeppni í konditori Njarðvíkursókn óskar eftir áhugasömum í sóknarnefnd Þann 29. apríl næstkomandi er aðalfundur Njarðvíkursóknar (Innri) og óskum við eftir áhugasömum aðilum til að bjóða sig fram í sóknarnefnd. Njarðvíkur- sókn er í sífelldum vexti og starfið fjölbreitt, gefandi og skemmtilegt. Það væri gaman að fá ykkur í lið með okkur að efla framtíðarstarf í sókninni okkar. Áhugasamir geta haft samband við Jakob Sigurðsson í síma 868-0773, gummiing74@gmail.com eða mætt á aðalfundinn og boðið sig fram. Sjáumst hress og kát, Sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.