Víkurfréttir - 12.04.2018, Page 12
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg.
Ólöf Rún Guðmundsdóttir er ekki eins og
flestir jafnaldrar sínir úr Reykjanesbæ, en
þessi 26 ára kona býr ein í sumarbústað þar
sem hún vinnur við að temja og þjálfa hesta.
Ólöf elskar að búa í sveit, en hún býr á Litla-
landi í Ásahreppi þar sem hún sinnir þrettán
hrossum en eigendur þeirra hafa mjög mis-
munandi markmið og væntingar um þjálfun-
ina, sem gerir starfið fjölbreytt.
Ákvað níu ára gömul að læra
reiðkennslu
Ólöf ólst upp í Reykjanesbæ og eftir að
hafa stundað nám við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja lauk hún BS
námi í reiðmennsku og reið-
kennslu frá Háskólanum
á Hólum. Hestamennska
er mikil ástríða hjá Ólöfu
sem byrjaði sem barn að
fara með fjölskyldunni á
Mánagrund. „Ég var níu
ára gömul þegar ég tók
ákvörðun um að fara á
Hóla þannig að það er
óhætt að segja að ég
hafi ekki verið gömul
þegar ég stefndi þessa
leið. Hestamennskan
mín er lífstíll sem
ég lifi og ekki margt
annað sem kemst að
hjá mér,“ segir Ólöf.
Hversdagsleikinn er
ólíkur því sem gengur og
gerist í þéttbýlinu en Ólöf nýtur sín
vel í sveitinni, þar hefur hún dvalið
nánast öll sumur síðan hún var fimm-
tán ára gömul. „Hér er mikið félagslíf
og margir af mínum vinum búa hér á
Suðurlandi, sérstaklega skólafélagar
frá Hólum. Ég finn mikinn mun á
því að vera í sveitinni og að búa í
bænum, hér í sveitinni er fólk mun
duglegra að gefa sér tíma og kíkja
í kaffi eða stuttar heimsóknir sem
gefur lífinu skemmtilegan lit.“ Ólöf
gefur sér ekki mikinn tíma í annað en
hestamennsku utan vinnu en stundar
líkamsrækt í Kraftbrennslunni á Sel-
fossi og sækir hestatengda viðburði
eins og mót og sýningar.
„Hestamennskan
er minn lífstíll“
... hér í sveitinni er fólk
mun duglegra að gefa sér
tíma og kíkja í kaffi eða
stuttar heimsóknir sem
gefur lífinu skemmtilegan
lit.