Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Page 13

Víkurfréttir - 12.04.2018, Page 13
13MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg. Hestarnir fá mismunandi þjálfun eftir markmiðum eigendanna Starf Ólafar felst í því að temja og þjálfa hesta en hún leigir aðstöðu fyrir starfsemina á Litlalandi, sem er í eigu hjónanna Guðmundar Gunn- arssonar og Þórhöllu Sigurðardóttur sem búa í Keflavík. Alls eru 26 hestar í hesthúsinu og deilir Ólöf aðstöðunni með annarri hestakonu, Birnu Kára- dóttur, en þær vinna mikið saman. Hinn dæmigerði vinnudagur byrjar á því að gefa hestunum morgun- gjöf. Eftir það tekur hún stíurnar hjá hestunum og ber undir þá spæni. Þjálfunin fer svo fram fyrir og eftir hádegi og dagurinn endar á kvöldgjöf. „Enginn hestur er eins og er ég því alltaf með mörg ólík verkefni. Þegar eigendur hrossa koma með hestana sína í þjálfun til mín eru markmiðin oft mjög ólík fyrir hvern hest. Sumir vilja að ég geri hrossin þeirra að ein- faldari og betri reiðhrossum sem það ætlar sjálft að nota í framtíðinni, aðrir vilja að ég leggi meiri áherslu á að undirbúa hestinn fyrir keppni eða kynbótasýningar. Ég fæ líka oft hesta í þjálfun þar sem markmiðið er að selja þá og finna nýja eigendur þann- ig það er óhætt að segja að þetta sé mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Ólöf Rún. Hestamennskan er nokkuð árstíðarskipt, á veturna og sumrin þjálfar Ólöf hross sem eru að fara annað hvort í keppni eða kynbótasýningar. Á sumrin fer hún líka mikið í hestaferðir með hestana sem hún þjálfar sem er það skemmtilegasta við starfið. Á haustin tekur svo annað tímabil við en þá eru engin mót í gangi. Þá er Ólöf mikið í því að frum- temja ung hross sem ekki hafa fengið knapa áður og einnig er oftast mest um að vera í sölu á hrossum á haustin. Draumurinn að komast á heimsmeistaramót íslenska hestsins Sjálf mun Ólöf keppa mikið í vor og sumar og er stærsti viðburður ársins svo Landsmót hestamanna sem verður haldið í Reykjavík í sumar. Ólöf byrjaði að keppa níu ára gömul og fór á fyrsta Lands- mótið tíu ára. Eftirminnilegasti árangurinn í yngri flokkum er Íslandsmeistaratitill í fimmgangi unglinga á hryssunni Toppu frá Vatns- holti sem hún á sjálf. „Hugafarið mitt hefur reyndar mikið breyst síðan ég var yngri, þá mældi ég árangurinn minn mikið út frá sigrum eða sætum sem ég lenti í en núna hef ég meira gaman af því að gera það besta úr hverjum hesti sem ég hef í höndunum, frekar en að ná fyrirfram ákveðnum árangri per- sónulega. Til að útskýra þetta nánar þá er mjög misjafnt hvaða árangri í keppni er hægt að ná á mismunandi hestum og einnig er styrkleiki móta mjög misjafn eftir þátttöku,“ segir Ólöf sem stefnir á að komast í íslenska landsliðið og keppa á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins er- lendis en Ólöf hefur einmitt starfað er- lendis, við þjálfun og reiðkennslu, á bú- garði í Nýja-Sjálandi með íslenska hesta. „Það var virkilega skemmtileg lífs- reynsla en ég hef samt ekki mik- inn áhuga á því að starfa við hesta í útlöndum því hestamennska eins og hún er á Ís- landi heillar mig miklu meira,“ segir Ólöf Rún. Ég var níu ára gömul þegar ég tók ákvörðun um að fara á Hóla þannig að það er óhætt að segja að ég hafi ekki verið gömul þegar ég stefndi þessa leið. Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Þú finnur Hólaskóla bæði á Facebook og Twitter! Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is Framkvæmdastjóri óskast til starfa í Póllandi Royal Iceland hf leitar að framkvæmdastjóra til að aðstoða við stofnun og uppsetningu matvælavinnslu í vesturhluta Póllands og í framhaldi að sjá um rekstur þess og vöxt. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Helstu hæfniskröfur eru: • Góð almenn menntun og rekstrarþekking • Dugnaður og útsjónarsemi • Góð kunnátta í pólsku og ensku. • Reynsla af matvælavinnslu væri mjög æskileg • Reynsla í sölustörfum væri mjög æskileg Við bjóðum upp á mjög áhugavert tækifæri þar sem við- komandi einstaklingur gæti mótað stefnu og starfssemi pólska fyrirtækissins. Áhugasamir sendi upplýsingar til lbj@royaliceland.is fyrir 7. maí 2018. Dyrektor zarządzający zakładu produkcyjnego w Polsce Royal Iceland szuka menedżera, do otwarcia oraz komplekso- wego zarządzania średniej wielkości zakładem produkcyjnym z branży spozywczej , w zachodniej Polsce . Osoba zaintereso- wana powinna móc rozpocząć pracę tak szybko, jak to możli- we. Główne kwalifikacje to: • Dobra ogólna edukacja i wiedza operacyjna • łatwość podejmowania decyzji, także w sytuacjach kryzysowych • Dobra znajomość języka polskiego i angielskiego. • Doswiadczenie w przetwórstwie spożywczym • Doświadczenie w sprzedaży i prowadzeniu negocjacji handlowych Oferujemy bardzo atrakcyjne warunki oraz możliwość dalszego rozwoju zawodowego poprzez udział w rozowju Firmy. Infor- macje wraz z cv proszę przesyłać na adres lbj@royaliceland.is przed 7 maj 2018 r.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.