Víkurfréttir - 12.04.2018, Side 14
14 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg.
LJÓSMYNDASAMKEPPNIN
„EITT ÁR Á SUÐURNESJUM“
Tjáum líf okkar í myndum – Ljósanætursýningin 2018. Allir geta verið með!
„Nú leitum við til Suðurnesjamanna og vonum að þeir verði með okkur í ljós-
myndasamkeppni en við munu sýna allar myndir sem berast í aðalsýningu
Ljósanætur í listasal Duus-húsa,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, ferða-
málafulltrúi Reykjanesbæjar, en Listasafn Reykjanesbæjar og Norræna húsið
í Færeyjum verða í samstarfi með stóra ljósmyndasýningu á Ljósanótt 2018
í nokkrum sýningarsölum Duus Safnahúsa.
Efnt er til ljósmyndasamkeppni meðal
almennings á Suðurnesjum vegna
sýningarinnar og munu margar
myndanna sem berast verða sýndar
stórar, útprentaðar á Ljósanótt 2018.
Færeyingar leggja til sýninguna
„Föroyar i et år“ sem samanstendur
af rúmlega 600 ljósmyndum sem
íbúar eyjanna tóku og lýsa daglegu
lífi þeirra í eitt ár á sama tíma og
ljósmyndasýningin „Eitt ár á Suður-
nesjum“ verður opnuð í Listasal Duus
Safnahúsa.
Listasafn Reykjanesbæjar býður
öllum þátttöku í Ljósanætursýningu
safnsins haustið 2018 „Eitt ár á Suður-
nesjum“. Hvað hefur gerst á árinu?
Safnaðu saman ljósmyndunum þínum
sem teknar voru á Suðurnesjum á
tímabilinu 17. júní 2017 til 17. júní
2018.
Hver og ein myndanna segir sína
sögu af lífi þínu á árinu og saman
segja allar innsendar myndir, allra
þátttakenda eina góða sögu af dag-
legu lífi á Suðurnesjum. Hvað gerðist
á Suðurnesjum þetta ár? Hvað vorum
við að gera? Börnin og gamla fólkið,
fólkið og dýrin, hversdagurinn og há-
tíðarhaldið, pólitíkin og trúarbrögðin,
bæjarlífið og náttúran, fjölskyldan
og vinnan eða hvað annað sem talist
gæti hluti af okkar daglega
lífi. Nánari upplýsingar um
skil verða auglýstar vel þegar
nær dregur.
Hver og einn má senda inn
mest tíu myndir. Þar sem
myndirnir eru hugsaðar á
sýningu er nauðsynlegt að
þær séu í mjög góðri upp-
lausn svo möguleiki sé á
að prenta þær út í góðri
stærð. Því er æskilegt að
myndirnar séu ekki minni
en 4 MB en þó er hægt að
hlaða inn myndum í öllum
stærðum. Skilafrestur er
til 1. júlí 2018. Allar inn-
sendar myndir verða
sýndar á Ljósanætur-
sýningunni, þær bestu
útprentaðar en hinar á
skjám.
Eigendur þeirra mynda
sem verða sýndar út-
prentaðar fá eintak af
þeim til eignar, þá verða
fimm bestu myndirnar sem berast,
að mati dómnefndar, verðlaunaðar
sérstaklega.
Á meðfylgjandi slóð má senda myndir
á sýninguna: http://listasafn.reykja-
nesbaer.is/ljosmyndasamkeppni
(athugið að einungis er hægt
að hlaða inn þremur myndum í einu
og síðan er hægt að endurtaka leik-
inn þar til tíu myndum hefur verið
hlaðið inn).
Kosið um fimm nöfn
í sameinuðu sveitarfélagi
❱❱ Örnefnanefnd með tvö nöfn til viðbótar til umsagnar
Nefnd sem skipuð var til að undirbúa tillögur að nafni á nýtt sveitarfélag
Garðs og Sandgerðis hefur ákveðið að senda tvær tillögur til viðbótar til
umsagnar Örnefnanefndar. Áður hefur nefndin sent fimmtán tillögur til
umsagnar og Örnefnanefnd lagst gegn átta þeirra.
Örnefnanefnd hefur allt að þrjár
vikur til að veita umsögn um nýju
tillögurnar. Eins og áður hefur verið
greint frá munu íbúar fá tækifæri
til að greiða atkvæði um tillögur að
nöfnum. Atkvæðagreiðsla fer fram að
umsagnarfresti liðnum hjá Örnefna-
nefnd en þá verða tillögur að nöfnum
í atkvæðagreiðslu birtar.
Nafnanefnd sameinaðs sveitarfélags
hefur ákveðið að greidd verði atkvæði
í tveimur umferðum. Í fyrstu umferð
um fimm tillögur og í þeirri seinni
um þau tvö nöfn sem fá flest atkvæði
í fyrri umferðinni.
Atkvæðagreiðsla verður rafræn og
munu íbúar sveitarfélaganna sem
fæddir eru 2001 eða fyrr hafa at-
kvæðisrétt. Samhliða mun fara fram
„skuggaatkvæðagreiðsla“ í grunn-
skólunum tveimur.
SMÁAUGLÝSINGAR
ÍBÚÐ ÓSKAST
Óska eftir tveggja herbergja íbúð
helst í Njarðvík eða Keflavík.
Uppl. í síma 863 0121.
Bjarg byggir
fimm leiguíbúðir
í Sandgerði
Íbúðalánasjóður hefur samþykkt
stofnframlag vegna byggingar
Bjargs á fimm leiguíbúðum í Sand-
gerðisbæ. Málið var lagt fram fyrir
húsnæðis-, skipulags- og bygging-
aráð á dögunum.
Ráðið fagnar afgreiðslu Íbúðalána-
sjóðs og hvetur Sandgerðisbæ til
áframhaldandi uppbyggingu leiguhús-
næðis fyrir tekjulægri íbúa sveitar-
félagsins með frekari samvinnu við
Bjarg eða með öðrum sambærilegum
hætti.
Margir vilja í
Út-Garðinn
Margir sýna því nú áhuga að byggja
íbúðarhúsnæði við Skagabraut í Garði
en gatan liggur um Út-Garðinn.
Kristín Kristjánsdóttir hefur sótt um
lóðina Skagabraut 26 undir byggingu
einbýlishúss. Hún hefur áður sótt um
lóðina en þá var unnið að deiliskipu-
lagi svæðisins.
Hlíðar Sæmundsson hefur sótt um
lóðina Skagabraut 59 undir einbýlis-
hús og þá hefur Þorsteinn Heiðarsson
sótt um lóðina Skagabraut 49 undir
einbýlishús.
Þá hefur Pétur Bragason ehf. sótt
um lóðirnar Skagabraut 53, 55–57 og
59 undir byggingu tveggja einbýlis-
húsa og raðhúss. Samþykkt var að út-
hluta Pétri lóðunum Skagabraut 53 og
55–57 með fyrirvara um staðfestingu
Skipulagsstofnunnar á heimild til að
auglýsa gildistöku tilheyrandi deili-
skipulags en sami fyrirvari á einn-
ig við um aðrar lóðaumsóknir við
Skagabraut.
T A K T U M Y N DL J Ó S M Y N D A S A M K E P P N I Á S U Ð U R N E S J U M
E I T T Á R Á S U Ð U R N E S J U M
OPIÐ FYRIR ALLA OG MYNDEFNIÐ MÁ VERA HVAÐ SEM ER :
DAGLEGT L ÍF, NÁTTÚRAN, FÓLK , HÁT ÍÐ IR , DÝR EÐA STAÐIR – OG AUÐVITAÐ MÁ NOTA S ÍMANN E INS OG MYNDAVÉL .
E INA SKILYRÐIÐ ER AÐ MYNDIN SÉ TEKIN Á SUÐURNESJUM!
DAGLEGT L ÍF Á SUÐURNESJUM Á T ÍMABIL INU 17 . JÚNÍ 2017 T I L 17 . JÚNÍ 2018 .
ALLAR LJÓSMYNDIRNAR VERÐA SÝNDAR Í DUUS -SAFNAHÚSUM Á NÆSTU LJÓSANÓTT
OG SETTAR Í VEGLEGA SÝNINGARSKRÁ. S ÍÐASTI SKILADAGUR ER 1 . JÚL Í 2018 .NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HE IMASÍÐU L ISTASAFNS REYKJANESBÆJAR: L ISTASAFN .REYKJANESBAER . IS
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Ljósmynd úr sýningunni
„Föroyar i et år“Starfssvið:
• Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
• Gerð tilboða
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölumennsku skilyrði
• Framúrskarandi þjónustulund
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Útsjónarsemi og sjálfstæð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku og ensku
• Góð tölvukunnátta
Umsókn ásamt ferilskrá sendist í síðasta lagi mánudaginn
16. apríl, merkt „Sölumaður-nýir“ á netfangið: benni@benni.is.
Fullum trúnaði er heitið.
Bílabúð Benna ehf. er 43 ára þjónustufyrirtæki bílaáhuga-
mannsins. Fyrirtækið flytur inn og selur vara- og fylgihluti í
allar tegundir bifreiða. Bílabúð Benna ehf. er umboðsaðili nýrra
bíla frá Porsche, Opel og SsangYong.
ERT ÞÚ FRAMMÚRSKARANDI SÖLUMAÐUR?
Bílabúð Benna leitar að öflugum einstaklingi í starf sölumanns
nýrra og notaðra bíla í Reykjanesbæ. Starfið felur í sér kynningu,
sölu, frágang og afgreiðslu á nýjum bílum. Umsækjandi þarf að
koma vel fram, vera þjónustulipur, samviskusamur og geta sýnt
frumkvæði í starfi. Aðeins vanir sölumenn koma til greina.
Opel
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar
tekur undir áhygg jur Heil-
brigðisnefndar Suðurnesja af
þeirri hættu sem að vatnsbólum
Suðurnesjamanna stafar vegna
bílaumferðar á Grindavíkurvegi
og leggur áherslu á að lausn verði
fundin hið fyrsta.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja bókaði
fyrr á árinu og lýsti áhyggjum af
þeirri hættu sem vatnsbólum Suður-
nesjamanna í Lágum stafar af bíla-
umferð á Grindavíkurvegi. Kemur
m.a. fram að ef grunnvatn mengast
t.d. vegna olíuleka af völdum bíl-
slyss, eru yfirgnæfandi líkur á að
vatnsbólin spillist innan fárra vikna.
Nefndin skorar á sveitarfélög á
Suðurnesjum og hlutaðeigandi veitu-
fyrirtæki að hefja nú þegar undir-
búning að flutningi vatnsbólanna á
öruggari stað.
Bæjarráð Garðs hefur einnig
fengið málið til afgreiðslu, eins
og áður hefur verið greint frá.
Það þakkar Heilbrigðisnefnd
Suðurnesja fyrir að vekja athygli
á þessu mikilvæga máli. Jafnframt
hvetur bæjarráð Garðs til þess
að rannsóknum og vinnu við að
opna ný vatnsból verði hraðað, en
málið hefur m.a. verið í vinnslu hjá
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja
og viðkomandi veitufyrirtæki.
Bæjarráð Garðs leggur áherslu á
hve mikilvægt hagsmunamál er
um að ræða fyrir öll Suðurnes,
íbúa og atvinnustarfsemi.
Olíuleki á Grindavíkurvegi getur
mengað vatnsból Suðurnesja